Smurt ofan á reikninginn Haukur Örn Birgisson skrifar 4. september 2018 07:00 Ég starfa sem lögmaður og viðskiptavinir mínir greiða fyrir þjónustuna samkvæmt tímagjaldi sem lögmannsstofan mín setur. Ef þeim finnst gjaldið of hátt, geta þeir leitað til annarra lögmanna eða stofan ákveður að lækka gjaldið. Þannig virkar þetta á flestum sviðum. Fyrirtæki sem selja vörur eða þjónustu reyna að verðleggja sig með þeim hætti að viðskiptavinirnir velji að versla við þau í stað annarra. Þetta fyrirkomulag hefur heldur betur sannað sig í gegnum aldirnar og maður skyldi ætla að það sé orðið nokkuð óumdeilt. Á dögunum samþykkti verðlagsnefnd búvara að hækka heildsöluverð á mjólkurvörum. Verðin hækkuðu mismikið og var það smjörklípan sem var hástökkvari vikunnar. Smjörið hækkaði um 15%, takk fyrir. Þess má geta að undanfarin ár hafa mjólkurvörur hækkað langt umfram aðrar matvörur. Verðlagsnefndin er að meirihluta skipuð aðilum sem koma úr mjólkuriðnaði og hafa því beina hagsmuni af háu verði mjólkurlítrans. Lögum samkvæmt er þessari nefnd falið að ákveða hversu mikið neytendur eiga að greiða fyrir nauðsynlegar neysluvörur. Þetta er galið fyrirkomulag og er beinlínis ólöglegt í öðrum atvinnugreinum. Fólk hefur meira að segja verið dæmt til fangelsisrefsingar fyrir að ákveða í sameiningu verð á gipsplötum og steinull í Húsasmiðjunni og Byko, svo dæmi sé tekið. Þegar rifjaðar eru upp sögur af gömlum innflutningsnefndum á vegum ríkisins, getur fólk ekki annað en brosað út í annað. Fáránleikinn blasir beinlínis við og engum dytti í hug að setja slíkar stofnanir á fót í dag. Samt sem áður eru neytendur áfram mjólkaðir á hverjum degi í skjóli gildandi laga og úreltra sjónarmiða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun
Ég starfa sem lögmaður og viðskiptavinir mínir greiða fyrir þjónustuna samkvæmt tímagjaldi sem lögmannsstofan mín setur. Ef þeim finnst gjaldið of hátt, geta þeir leitað til annarra lögmanna eða stofan ákveður að lækka gjaldið. Þannig virkar þetta á flestum sviðum. Fyrirtæki sem selja vörur eða þjónustu reyna að verðleggja sig með þeim hætti að viðskiptavinirnir velji að versla við þau í stað annarra. Þetta fyrirkomulag hefur heldur betur sannað sig í gegnum aldirnar og maður skyldi ætla að það sé orðið nokkuð óumdeilt. Á dögunum samþykkti verðlagsnefnd búvara að hækka heildsöluverð á mjólkurvörum. Verðin hækkuðu mismikið og var það smjörklípan sem var hástökkvari vikunnar. Smjörið hækkaði um 15%, takk fyrir. Þess má geta að undanfarin ár hafa mjólkurvörur hækkað langt umfram aðrar matvörur. Verðlagsnefndin er að meirihluta skipuð aðilum sem koma úr mjólkuriðnaði og hafa því beina hagsmuni af háu verði mjólkurlítrans. Lögum samkvæmt er þessari nefnd falið að ákveða hversu mikið neytendur eiga að greiða fyrir nauðsynlegar neysluvörur. Þetta er galið fyrirkomulag og er beinlínis ólöglegt í öðrum atvinnugreinum. Fólk hefur meira að segja verið dæmt til fangelsisrefsingar fyrir að ákveða í sameiningu verð á gipsplötum og steinull í Húsasmiðjunni og Byko, svo dæmi sé tekið. Þegar rifjaðar eru upp sögur af gömlum innflutningsnefndum á vegum ríkisins, getur fólk ekki annað en brosað út í annað. Fáránleikinn blasir beinlínis við og engum dytti í hug að setja slíkar stofnanir á fót í dag. Samt sem áður eru neytendur áfram mjólkaðir á hverjum degi í skjóli gildandi laga og úreltra sjónarmiða.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun