Dýrbítar ganga lausir í Eyjafjarðarsveit: "Þetta er ömurlegt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. september 2018 11:30 Eitt af þeim lömbum sem varð fyrir árás. Mynd/Einar Gíslason Talið er að tveir dýrbítar hafi ráðist á sex lömb í Eyjafjarðarsveit á dögunum. Lömbin fundust ýmist dauð eða svo illa leikin að lóga þurfti lömbunum. Málið hefur verið kært til lögreglu. Rúv greindi fyrst frá. Um tvær vikur eru liðnar frá því að sást til tveggja hunda á ferð í Staðarbyggðarfjalli í Eyjafjarðarsveit þar sem þeir höfðu drepið lamb og skaðað annað svo mikið að það þurfti að aflífa það. Í göngum um helgina fundust svo fjögur hræ til viðbótar og voru þau illa leikin. Í samtali við Vísi segir Einar Gíslason, bóndi í Eyjafjarðarsveit sem átti þrjú af þeim lömbum sem urðu fyrir árás dýrbitanna, að sést hafi til hundanna tveggja í gegnum kíki, annar var svartur og hinn brúnn, og því liggi þeir undir grun.Þetta lamb var afar illa leikið en segir Einar að ljóst sé að hundar hafi ráðist á lambið þar sem herji alltaf á lappir lambanna þegar þeir geri árás.Mynd/Einar GíslasonHvetur eiganda hundanna til að koma þeim úr umferð Einar segir að spurst hafi fyrir um hvort einhverjir eigendur hunda í sveitinni og nágrenni kannist við hvort að hundar í þeirra eigu hafi mögulega átt hlut að máli en enginn kannist við neitt.„Þegar enginn kannast enginn við neitt þá er ekkert hægt að gera því að hundarnir voru ekki beint staðnir að verki,“ segir Einar.Segir hann að mikilvægt sé að hundarnir finnist svo hægt sé að koma í veg fyrir að fleiri lömb verði fórnarlömb dýrbítanna.„Þetta er ömurlegt og leiðinlegt að það skuli ekki vera hægt að taka þá úr umferð. Hundar hætta ekki þegar þeir eru byrjaðir,“ segir Einar. Málið hefur verið kært til lögreglu sem rannsakar bitin.Merki eru um að fleiri lömb en þau sex sem drápust eða voru aflífuð hafi verið bitin og vilja Einar og aðrir bændur á svæðinu að hundarnir finnist sem fyrst. Segir Einar að væntanlega fari það ekki framhjá eiganda hunds ef hundurinn hafi drepið lömb því að blóðbaðið sé mikið. Hvetur hann eigenda hundanna að stíga fram svo koma megi hundunum úr umferð.„Það er hörmulegt að þetta gerist. Það geta allir lent í þessu sem eiga hund en þetta snýst um að verða maður að meiri og stíga fram til þess að koma í veg fyrir að þetta haldi áfram.“ Dýr Eyjafjarðarsveit Landbúnaður Lögreglumál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira
Talið er að tveir dýrbítar hafi ráðist á sex lömb í Eyjafjarðarsveit á dögunum. Lömbin fundust ýmist dauð eða svo illa leikin að lóga þurfti lömbunum. Málið hefur verið kært til lögreglu. Rúv greindi fyrst frá. Um tvær vikur eru liðnar frá því að sást til tveggja hunda á ferð í Staðarbyggðarfjalli í Eyjafjarðarsveit þar sem þeir höfðu drepið lamb og skaðað annað svo mikið að það þurfti að aflífa það. Í göngum um helgina fundust svo fjögur hræ til viðbótar og voru þau illa leikin. Í samtali við Vísi segir Einar Gíslason, bóndi í Eyjafjarðarsveit sem átti þrjú af þeim lömbum sem urðu fyrir árás dýrbitanna, að sést hafi til hundanna tveggja í gegnum kíki, annar var svartur og hinn brúnn, og því liggi þeir undir grun.Þetta lamb var afar illa leikið en segir Einar að ljóst sé að hundar hafi ráðist á lambið þar sem herji alltaf á lappir lambanna þegar þeir geri árás.Mynd/Einar GíslasonHvetur eiganda hundanna til að koma þeim úr umferð Einar segir að spurst hafi fyrir um hvort einhverjir eigendur hunda í sveitinni og nágrenni kannist við hvort að hundar í þeirra eigu hafi mögulega átt hlut að máli en enginn kannist við neitt.„Þegar enginn kannast enginn við neitt þá er ekkert hægt að gera því að hundarnir voru ekki beint staðnir að verki,“ segir Einar.Segir hann að mikilvægt sé að hundarnir finnist svo hægt sé að koma í veg fyrir að fleiri lömb verði fórnarlömb dýrbítanna.„Þetta er ömurlegt og leiðinlegt að það skuli ekki vera hægt að taka þá úr umferð. Hundar hætta ekki þegar þeir eru byrjaðir,“ segir Einar. Málið hefur verið kært til lögreglu sem rannsakar bitin.Merki eru um að fleiri lömb en þau sex sem drápust eða voru aflífuð hafi verið bitin og vilja Einar og aðrir bændur á svæðinu að hundarnir finnist sem fyrst. Segir Einar að væntanlega fari það ekki framhjá eiganda hunds ef hundurinn hafi drepið lömb því að blóðbaðið sé mikið. Hvetur hann eigenda hundanna að stíga fram svo koma megi hundunum úr umferð.„Það er hörmulegt að þetta gerist. Það geta allir lent í þessu sem eiga hund en þetta snýst um að verða maður að meiri og stíga fram til þess að koma í veg fyrir að þetta haldi áfram.“
Dýr Eyjafjarðarsveit Landbúnaður Lögreglumál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira