Innlent

Ákvörðun um gæsluvarðhald tekin síðar í dag

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Við vettvang árásarinnar í gærkvöldi.
Við vettvang árásarinnar í gærkvöldi. Vísir/Jói K
Það ræðst síðar í dag hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum sem handteknir voru í gærkvöldi vegna hnífstunguárásar í Grafarholti, að sögn Karls Steinars Valssonar yfirlögregluþjóns. Þolandi árásarinnar er ekki alvarlega slasaður en ekki fengust frekari upplýsingar um líðan hans.

Vísir greindi frá því að þrír hefðu verið handteknir í grennd við verslun Krónunnar í Grafarholti í gærkvöldi vegna gruns um aðild að hnífstunguárás. Þá var einn fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann. Mennirnir sem handteknir voru eru á tvítugs- og fertugsaldri.

Karl Steinar segir í samtali við Vísi að málið sé í rannsókn. Hann vildi ekki tjá sig um það hvort búið væri að yfirheyra mennina þrjá en þeir biðu yfirheyrslu í gærkvöldi. Þá varðist hann frekari fregna af málinu.


Tengdar fréttir

Hnífstunga í Grafarholti

Einn var fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann eftir hnífstungu í Grafarholti í kvöld. Þrír voru handteknir vegna málsins að sögn varðstjóra á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×