Egg í sömu körfu Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 1. september 2018 09:00 Umrót eru í viðskiptalífinu svo ekki sé meira sagt. Stóru flugfélögin, Wow og Icelandair eru fyrirferðarmest. Hið fyrrnefnda náði mikilvægum fjármögnunaráfanga í vikunni og virðist, ef marka má orð stjórnenda, vera komið fyrir vind fram að fyrirhugaðri skráningu félagsins á næstu 18 til 24 mánuðum. Icelandair birti sína aðra afkomuviðvörun á réttum sex vikum. Í kjölfarið axlaði forstjórinn, Björgólfur Jóhannsson, ábyrgð á slælegu gengi og hætti störfum. Mikið hefur verið rætt um kerfislega áhættu sem af kunni að hljótast ef annað flugfélaganna, eða bæði, lenda í rekstrarvandræðum eða gjaldþroti. Ferðamannaiðnaðurinn er okkar stærsta útflutningsgrein. Vart þarf að fjölyrða um áhrifin ef verulegur hluti ferðamanna sem hingað ætla sér að koma komast ekki. Að þessu leyti eru flugfélögin tvö á sama báti. Bæði eru þau orðin kerfislega mikilvæg fyrir land og þjóð. Að öðru leyti eru þau gerólík. Wow er ungt fyrirtæki sem vaxið hefur gríðarlega undir stjórn forstjóra þess, og eina eiganda, Skúla Mogensen. Lengi hefur verið á allra vitorði að Skúli og Wow hafi spilað djarft. Það fylgir því einfaldlega að vera ungt fyrirtæki sem ætlar sér stóra hluti. Tímabundin lausafjárvandræði eru þekkt stærð á þeirri vegferð. Icelandair er rótgróið íslenskt stórfyrirtæki, upprunalega stofnað 1937, og að mörgu leyti samofið auknum samskiptum Íslands við umheiminn. Flugleiðir, eins og Icelandair hét lengi vel, er flaggskipsflugfélag, rétt eins og BA í Bretlandi eða SAS á Norðurlöndunum. Vandræði Icelandair rista einfaldlega dýpra í þjóðarsálinni. En kannski er það einmitt þessi staða Icelandair sem eins af krúnudjásnunum í íslensku viðskiptalífi sem er rót vandans. Félagið er nánast einvörðungu í eigu íslenskra lífeyrissjóða, og því á forræði fólks sem sýslar með annarra manna fé. Ýmislegt bendir til þess að skjólstæðingar lífeyrissjóðanna hafi látið áhrif og völd í stórfyrirtækinu afvegaleiða sig frá því meginhlutverki að fylgjast með rekstrinum og veita aðhald. Icelandair missti á meðan sjónar á rekstrarkostnaði, og fór í auknum mæli að fjárfesta í óskyldum rekstri. Hvers vegna, fyrst lífeyrissjóðirnir hafa slíka trú á flugrekstri, voru öll eggin sett í Icelandairkörfuna? Hefði ekki verið eðlilegt að dreifa áhættunni og fjárfesta samtímis í öðrum innlendum og erlendum flugfélögum? Hlutabréf í Icelandair hafa lækkað um 60% á einu ári, 80% yfir tveggja ára tímabil. Lífeyrisþegar hafa orðið fyrir gríðarlegu tjóni. Er ekki eðlilegt að forsvarsmenn lífeyrissjóðanna hugsi sinn gang – reyni að átta sig á hvernig koma megi í veg fyrir að slíkur verðmætabruni endurtaki sig? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Sjá meira
Umrót eru í viðskiptalífinu svo ekki sé meira sagt. Stóru flugfélögin, Wow og Icelandair eru fyrirferðarmest. Hið fyrrnefnda náði mikilvægum fjármögnunaráfanga í vikunni og virðist, ef marka má orð stjórnenda, vera komið fyrir vind fram að fyrirhugaðri skráningu félagsins á næstu 18 til 24 mánuðum. Icelandair birti sína aðra afkomuviðvörun á réttum sex vikum. Í kjölfarið axlaði forstjórinn, Björgólfur Jóhannsson, ábyrgð á slælegu gengi og hætti störfum. Mikið hefur verið rætt um kerfislega áhættu sem af kunni að hljótast ef annað flugfélaganna, eða bæði, lenda í rekstrarvandræðum eða gjaldþroti. Ferðamannaiðnaðurinn er okkar stærsta útflutningsgrein. Vart þarf að fjölyrða um áhrifin ef verulegur hluti ferðamanna sem hingað ætla sér að koma komast ekki. Að þessu leyti eru flugfélögin tvö á sama báti. Bæði eru þau orðin kerfislega mikilvæg fyrir land og þjóð. Að öðru leyti eru þau gerólík. Wow er ungt fyrirtæki sem vaxið hefur gríðarlega undir stjórn forstjóra þess, og eina eiganda, Skúla Mogensen. Lengi hefur verið á allra vitorði að Skúli og Wow hafi spilað djarft. Það fylgir því einfaldlega að vera ungt fyrirtæki sem ætlar sér stóra hluti. Tímabundin lausafjárvandræði eru þekkt stærð á þeirri vegferð. Icelandair er rótgróið íslenskt stórfyrirtæki, upprunalega stofnað 1937, og að mörgu leyti samofið auknum samskiptum Íslands við umheiminn. Flugleiðir, eins og Icelandair hét lengi vel, er flaggskipsflugfélag, rétt eins og BA í Bretlandi eða SAS á Norðurlöndunum. Vandræði Icelandair rista einfaldlega dýpra í þjóðarsálinni. En kannski er það einmitt þessi staða Icelandair sem eins af krúnudjásnunum í íslensku viðskiptalífi sem er rót vandans. Félagið er nánast einvörðungu í eigu íslenskra lífeyrissjóða, og því á forræði fólks sem sýslar með annarra manna fé. Ýmislegt bendir til þess að skjólstæðingar lífeyrissjóðanna hafi látið áhrif og völd í stórfyrirtækinu afvegaleiða sig frá því meginhlutverki að fylgjast með rekstrinum og veita aðhald. Icelandair missti á meðan sjónar á rekstrarkostnaði, og fór í auknum mæli að fjárfesta í óskyldum rekstri. Hvers vegna, fyrst lífeyrissjóðirnir hafa slíka trú á flugrekstri, voru öll eggin sett í Icelandairkörfuna? Hefði ekki verið eðlilegt að dreifa áhættunni og fjárfesta samtímis í öðrum innlendum og erlendum flugfélögum? Hlutabréf í Icelandair hafa lækkað um 60% á einu ári, 80% yfir tveggja ára tímabil. Lífeyrisþegar hafa orðið fyrir gríðarlegu tjóni. Er ekki eðlilegt að forsvarsmenn lífeyrissjóðanna hugsi sinn gang – reyni að átta sig á hvernig koma megi í veg fyrir að slíkur verðmætabruni endurtaki sig?
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun