Arnór Sigurðsson varð yngsti Íslendingurinn til þess að spila leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar hann kom inn á í leik CSKA Moskvu og Viktoria Plzen.
Arnór kom inn fyrir Fedor Chalov á 81. mínútu þegar staðan var 2-1 fyrir Plzen. Aðeins mínútu síðar fékk Arnór gult spjald fyrir að handleika boltann í vítateig Plzen.
Skagamaðurinn er aðeins 19 ára gamall og bætir met Kolbeins Sigþórssonar sem var yngsti Íslendingurinn til þess að spila í Meistaradeildinni þegar hann lék Meistaradeildarleik fyrir Ajax aðeins 21 árs gamall.
Arnór var keyptur til CSKA frá Norrköping undir lok sumars fyrir um fjórar milljónir evra.
Leiknum lauk með 2-2 jafntefli eftir að CSKA fékk vítaspyrnu í uppbótartíma.
Arnór yngstur Íslendinga í Meistaradeildinni
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn



Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport



Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn