Óskaði eftir leyfi út október Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. september 2018 16:30 Örlygur Hnefill Örlygsson, forseti sveitarstjórnar Norðurþings. Örlygur Hnefill Örlygsson, forseti sveitarstjórnar Norðurþings, óskaði eftir leyfi frá störfum út október í yfirlýsingu sem hann las upp á sveitarstjórnarfundi í gær. Ósk hans var jafnframt samþykkt á fundinum. Örlygur telur ekki eðlilegt að hann starfi á vettvangi sveitarstjórnarinnar á meðan skoðun fari fram á framkvæmdum við fyrirtæki í hans eigu. Þá viðurkennir Örlygur að hafa gert mistök er hann beindi reiði sinni gegn starfsmanni sveitarfélagsins vegna málsins. Eins og greint var frá á Vísi á föstudag snýr málið að gatnaframkvæmdum við Höfða á Húsavík, þar sem Örlygur rekur tvö fyrirtæki, hótelið Húsavík Cape Hotel og Þvottafélagið. Sjá einnig: Forseti sveitarstjórnar stígur til hliðar Í yfirlýsingu sinni, sem birt hefur verið á vef sveitarfélagsins, segir Örlygur frá aðdraganda málsins. Í upphafi sumars hafi verktakar komið að máli við hann vegna gatnaframkvæmda á Höfða. Honum hafi verið tjáð að fullur skilningur væri á því að raskið kæmi rekstrinum mjög illa og að allt kapp yrði lagt á að klára grófvinnu fljótt og vel. Gatnaframkvæmdirnar hafi hins vegar farið langt fram úr tímaáætlunum sem Örlygi voru kynntar við upphaf framkvæmdanna. Þá hafi verið gert ráð fyrir 5-10 daga grófvinnu framan við Cape Hotel en framkvæmdatími sé nú kominn yfir 100 daga. „Stærstan hluta þess tíma var aðgengi verulega skert og hættulegt, þar sem mjög gróft lag var á götunni. Var þetta á háannatíma í ferðaþjónustu. Framkvæmdirnar hafa valdið þeim fyrirtækjum sem ég er í forsvari fyrir miklu tjóni, sér í lagi Cape Hotel, vegna þess dráttar sem hefur orðið á framkvæmdinni,“ segir Örlygur. Ekki ásættanleg hegðun Málið hafi valdið honum og starfsfólki hans mikilli streitu, hópar hafi horfið frá og íbúar í nágrenninu og gestir hótelsins ítrekað lýst yfir óánægju með aðgengi og ástand. Í lok ágúst síðastliðnum lenti Örlygi svo saman við framkvæmdafulltrúa Norðurþings vegna málsins, og grundvallast ósk Örlygs um tímabundið leyfi á þeim samskiptum. Hann biður fulltrúann afsökunar í yfirlýsingunni og viðurkennir að hegðun sín hafi ekki verið ásættanleg. „Í samtali við Gunnar Hrafn Gunnarsson, framkvæmda- og þjónustufulltrúa Norðurþings, í lok ágúst síðastliðnum, þegar ljóst var að framkvæmdir myndu dragast inn á haustmánuði, reiddist ég mjög og vil ég biðja hann innilega afsökunar á því. Ég hef áður beðið Gunnar Hrafn afsökunar í persónu. Þegar kjörnir fulltrúar lenda í stöðu sem þessari er ekki ásættanlegt að beina reiði sinni með þessum hætti að starfsmönnum sveitarfélagsins,“ segir Örlygur. Í leyfi út október Þá sé ljóst að vegna framúrkeyrslu, bæði fjárhagslegrar og í framkvæmdatíma, þurfi bæði Skipulags- og framkvæmdaráð, sem og sveitarstjórn Norðurþings, að fara vandlega ofan í saumana á framkvæmdinni allri. Örlygur telur ekki eðlilegt að hann sitji á þeim vettvangi meðan sú athugun fer fram heldur sinni öðrum aðkallandi verkefnum í rekstri fyrirtækja sinna. „Því óska ég eftir leyfi frá störfum í sveitarstjórn út október 2018 og treysti því að framkvæmdum og skoðun á völdum mikilla tafa og framúrkeyrslu verði lokið í stjórnsýslu Norðurþings þá. Óska ég eftir að leyfið taki gildi frá og með lokum fundar sveitarstjórnar í dag.“ Yfirlýsingu Örlygs má lesa í heild hér. Norðurþing Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Örlygur Hnefill Örlygsson, forseti sveitarstjórnar Norðurþings, óskaði eftir leyfi frá störfum út október í yfirlýsingu sem hann las upp á sveitarstjórnarfundi í gær. Ósk hans var jafnframt samþykkt á fundinum. Örlygur telur ekki eðlilegt að hann starfi á vettvangi sveitarstjórnarinnar á meðan skoðun fari fram á framkvæmdum við fyrirtæki í hans eigu. Þá viðurkennir Örlygur að hafa gert mistök er hann beindi reiði sinni gegn starfsmanni sveitarfélagsins vegna málsins. Eins og greint var frá á Vísi á föstudag snýr málið að gatnaframkvæmdum við Höfða á Húsavík, þar sem Örlygur rekur tvö fyrirtæki, hótelið Húsavík Cape Hotel og Þvottafélagið. Sjá einnig: Forseti sveitarstjórnar stígur til hliðar Í yfirlýsingu sinni, sem birt hefur verið á vef sveitarfélagsins, segir Örlygur frá aðdraganda málsins. Í upphafi sumars hafi verktakar komið að máli við hann vegna gatnaframkvæmda á Höfða. Honum hafi verið tjáð að fullur skilningur væri á því að raskið kæmi rekstrinum mjög illa og að allt kapp yrði lagt á að klára grófvinnu fljótt og vel. Gatnaframkvæmdirnar hafi hins vegar farið langt fram úr tímaáætlunum sem Örlygi voru kynntar við upphaf framkvæmdanna. Þá hafi verið gert ráð fyrir 5-10 daga grófvinnu framan við Cape Hotel en framkvæmdatími sé nú kominn yfir 100 daga. „Stærstan hluta þess tíma var aðgengi verulega skert og hættulegt, þar sem mjög gróft lag var á götunni. Var þetta á háannatíma í ferðaþjónustu. Framkvæmdirnar hafa valdið þeim fyrirtækjum sem ég er í forsvari fyrir miklu tjóni, sér í lagi Cape Hotel, vegna þess dráttar sem hefur orðið á framkvæmdinni,“ segir Örlygur. Ekki ásættanleg hegðun Málið hafi valdið honum og starfsfólki hans mikilli streitu, hópar hafi horfið frá og íbúar í nágrenninu og gestir hótelsins ítrekað lýst yfir óánægju með aðgengi og ástand. Í lok ágúst síðastliðnum lenti Örlygi svo saman við framkvæmdafulltrúa Norðurþings vegna málsins, og grundvallast ósk Örlygs um tímabundið leyfi á þeim samskiptum. Hann biður fulltrúann afsökunar í yfirlýsingunni og viðurkennir að hegðun sín hafi ekki verið ásættanleg. „Í samtali við Gunnar Hrafn Gunnarsson, framkvæmda- og þjónustufulltrúa Norðurþings, í lok ágúst síðastliðnum, þegar ljóst var að framkvæmdir myndu dragast inn á haustmánuði, reiddist ég mjög og vil ég biðja hann innilega afsökunar á því. Ég hef áður beðið Gunnar Hrafn afsökunar í persónu. Þegar kjörnir fulltrúar lenda í stöðu sem þessari er ekki ásættanlegt að beina reiði sinni með þessum hætti að starfsmönnum sveitarfélagsins,“ segir Örlygur. Í leyfi út október Þá sé ljóst að vegna framúrkeyrslu, bæði fjárhagslegrar og í framkvæmdatíma, þurfi bæði Skipulags- og framkvæmdaráð, sem og sveitarstjórn Norðurþings, að fara vandlega ofan í saumana á framkvæmdinni allri. Örlygur telur ekki eðlilegt að hann sitji á þeim vettvangi meðan sú athugun fer fram heldur sinni öðrum aðkallandi verkefnum í rekstri fyrirtækja sinna. „Því óska ég eftir leyfi frá störfum í sveitarstjórn út október 2018 og treysti því að framkvæmdum og skoðun á völdum mikilla tafa og framúrkeyrslu verði lokið í stjórnsýslu Norðurþings þá. Óska ég eftir að leyfið taki gildi frá og með lokum fundar sveitarstjórnar í dag.“ Yfirlýsingu Örlygs má lesa í heild hér.
Norðurþing Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum