Þriggja mánaða með kíghósta og móðirin minnir á bólusetningar barna og fullorðinna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. september 2018 12:02 Kíghóstabólusetning ekki nógu góð segir yfirlæknir sóttvarna hjá Landlækni. Vísir/Getty Images Þriggja mánaða sonur þeirra Maríu Gróu Pétursdóttur og Antons Freys Írisarsonar greindist í gær með kíghósta. María Gróa brýnir fyrir fólki að bólusetja börn sín og fara sjálft í endurnýjun bólusetningar á tíu ára fresti. Hún þakkar fyrir að sonur þeirra hafi greinst snemma. María segir son þeirra hafa verið með kvef og nefrennsli. Hún hafi ekki haft miklar áhyggjur til að byrja með. Svo hafi hann fengið slímkenndan hósta sem hún hafi talið eðlilegan fylgifisk kvefsins. Til að vera öruggu megin hafi þau farið á Barnaspítalann og látið kíkja á hann. Ekkert hafi fundist en stroka hafi verið tekin úr nefi snáðans. Hóstinn hafi hins vegar versnað og hann eigi erfiðara með að losa um slímið. Hann hósti mikið upp úr svefni og kasti upp allri mjólk eftir gjafir með tilheyrandi hósti og kúgast. Ekkert fannst í lungum Þau hafi aftur farið með drenginn í skoðun en ekkert fundist í lungum. Á þriðjudagsmorgun hafi símtalið komið og niðurstöður úr strokunni þær að barnið sé með kíghósta. Hann hafði farið í bólusetningu 11. september og þau tekið eftir kvefinu fyrst 13. september sem svo hafi aukist eins og áður er lýst. Einkenni kíghósta gera ekki endilega vart við sig fyrr en eftir nokkurn tíma svo hún telur ljóst að smitið hafi átt sér stað fyrir bólusetningu. Tilfelli kíghósta hér á landi hafa verið allt frá einu tilfelli á ári upp í nokkra tugi. Um mitt ár í fyrra höfðu átta tilfelli greinst. Vísir sendi Landlækni fyrirspurn um fjölda tilfella undanfarin ár sem sjá má hér að neðan. Tölur Landlæknis yfir kíghóstatilfella undanfarin ár eða allt til september 2018. Fullorðnir fari líka í endurnýjun María segir ekki skipta öllu máli hvar sonur hennar nældi sér í kíghósta heldur sú staðreynd að einhvers staðar hafi verið einstaklingur sem ekki hefur verið bólusettur gegn kíghósta. Þar af leiðandi hafi smit komist í barnið hennar. Biðlar hún til fólks að bólusetja börn sín og endurnýja eigin bólusetningar. María segir son sinn hafa fengið bakteríudrepandi hóstamikstúru sem komi í veg fyrir fjölgun bakteríunnar. Kíghóstinn sé enn til staðar og ómögulegt að segja hve lengi hann verði viðloðandi. Um leið og lyfið er farið að verka sé hann ekki smitberi en allir sem hafi verið í kringum fjölskylduna undanfarnar þrjár vikur þurfi að fara í tékk. Það séu sem betur fer bara nánir vinir og fjölskylda. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.FBL/Stefán Karlsson Fjöldi tilfella í fyrra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði í samtali við Vísi í fyrra, þegar sjö vikna stúlka greindist með kíghósta, að varanleg vörn felist ekki í bólusetningunni. Fjöldi tilfella sveiflist á milli ára. Mest hafi verið árið 2012 þegar yfir þrjátíu manns greindust, fullorðnir og börn. Jafnframt sagði hann þátttöku í almennum bólusetningum nokkuð góð. „Það er þannig að þeir sem eru bólusettir að vörnin endist þeim ekki nema í nokkur á. Þannig að þeir geta smitast,“ sagði Þórólfur við Vísi. Hann nefndi að fullorðnir hafi því bakteríuna stundum í sér og fái lítil einkenni en smiti samt sem áður út frá sér. Hann segir ekki algengt að ungabörn fái kíghósta. Hann nefnir að lítil börn vera viðkvæmari fyrir sjúkdómnum þar sem ónæmiskerfið þeirra sé enn að styrkjast. Hann var spurður út í hvernig læknar bregðist við þegar ungabörn komi til þeirra mögulega með kíghósta. „Ég get ekkert sagt um það. Þetta er læknisfræðilegt mat í hvert skipti og hvernig læknar meta það er einstaklingsbundið eftir læknum en vissulega, svona lítil börn sem fá svona einkenni, þá eiga læknar að láta sér það detta í hug að þetta gæti verið kíghósti.“ Þá væri erfitt að segja til um hversu lengi bólusetningar virka. Það væri mismunandi eftir rannsóknum hvort að það séu sex, átta eða tíu ár. Síðasta bólusetning við kíghósta sé í níunda bekk. Fólk sé hvatt til að bólusetja sig fyrir kíghósta við önnur tækifæri, t.d. þegar fólk á undir höndum sér ferðalag og fer í aðrar bólusetningar líka. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fjögurra vikna íslensk stúlka hætt komin vegna kíghósta Foreldrar Ástu Aðalheiðar segja frá veikindum hennar til þess að minna fólk á mikilvægi bólusetninga, en kíghóstasmitið kom líklega frá vinafólki þeirra sem valdi að láta ekki bólusetja börnin sín. 8. febrúar 2018 10:00 Sjö vikna stúlka með kíghósta: Sóttvarnalæknir segir varanlega vörn ekki felast í bólusetningunni Helena segir að hún hafi þurft að ganga á eftir því að tekið yrði kíghóstastroka hjá dóttur hennar til að staðfesta það að ekki væru um venjulega kvefpest að ræða. 20. júlí 2017 13:45 Nýfædd dóttir þingmanns greindist með kíghósta: „Foreldrar sem ekki bólusetja börnin sín, skammist ykkar“ Hún segir síðustu tvær vikur hafa verið erfiðar og að sérstaklega hafi verið erfitt að horfa upp á barnið sitt agnarsmátt verða blátt í framan í hóstaköstum. 10. desember 2016 18:39 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Þriggja mánaða sonur þeirra Maríu Gróu Pétursdóttur og Antons Freys Írisarsonar greindist í gær með kíghósta. María Gróa brýnir fyrir fólki að bólusetja börn sín og fara sjálft í endurnýjun bólusetningar á tíu ára fresti. Hún þakkar fyrir að sonur þeirra hafi greinst snemma. María segir son þeirra hafa verið með kvef og nefrennsli. Hún hafi ekki haft miklar áhyggjur til að byrja með. Svo hafi hann fengið slímkenndan hósta sem hún hafi talið eðlilegan fylgifisk kvefsins. Til að vera öruggu megin hafi þau farið á Barnaspítalann og látið kíkja á hann. Ekkert hafi fundist en stroka hafi verið tekin úr nefi snáðans. Hóstinn hafi hins vegar versnað og hann eigi erfiðara með að losa um slímið. Hann hósti mikið upp úr svefni og kasti upp allri mjólk eftir gjafir með tilheyrandi hósti og kúgast. Ekkert fannst í lungum Þau hafi aftur farið með drenginn í skoðun en ekkert fundist í lungum. Á þriðjudagsmorgun hafi símtalið komið og niðurstöður úr strokunni þær að barnið sé með kíghósta. Hann hafði farið í bólusetningu 11. september og þau tekið eftir kvefinu fyrst 13. september sem svo hafi aukist eins og áður er lýst. Einkenni kíghósta gera ekki endilega vart við sig fyrr en eftir nokkurn tíma svo hún telur ljóst að smitið hafi átt sér stað fyrir bólusetningu. Tilfelli kíghósta hér á landi hafa verið allt frá einu tilfelli á ári upp í nokkra tugi. Um mitt ár í fyrra höfðu átta tilfelli greinst. Vísir sendi Landlækni fyrirspurn um fjölda tilfella undanfarin ár sem sjá má hér að neðan. Tölur Landlæknis yfir kíghóstatilfella undanfarin ár eða allt til september 2018. Fullorðnir fari líka í endurnýjun María segir ekki skipta öllu máli hvar sonur hennar nældi sér í kíghósta heldur sú staðreynd að einhvers staðar hafi verið einstaklingur sem ekki hefur verið bólusettur gegn kíghósta. Þar af leiðandi hafi smit komist í barnið hennar. Biðlar hún til fólks að bólusetja börn sín og endurnýja eigin bólusetningar. María segir son sinn hafa fengið bakteríudrepandi hóstamikstúru sem komi í veg fyrir fjölgun bakteríunnar. Kíghóstinn sé enn til staðar og ómögulegt að segja hve lengi hann verði viðloðandi. Um leið og lyfið er farið að verka sé hann ekki smitberi en allir sem hafi verið í kringum fjölskylduna undanfarnar þrjár vikur þurfi að fara í tékk. Það séu sem betur fer bara nánir vinir og fjölskylda. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.FBL/Stefán Karlsson Fjöldi tilfella í fyrra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði í samtali við Vísi í fyrra, þegar sjö vikna stúlka greindist með kíghósta, að varanleg vörn felist ekki í bólusetningunni. Fjöldi tilfella sveiflist á milli ára. Mest hafi verið árið 2012 þegar yfir þrjátíu manns greindust, fullorðnir og börn. Jafnframt sagði hann þátttöku í almennum bólusetningum nokkuð góð. „Það er þannig að þeir sem eru bólusettir að vörnin endist þeim ekki nema í nokkur á. Þannig að þeir geta smitast,“ sagði Þórólfur við Vísi. Hann nefndi að fullorðnir hafi því bakteríuna stundum í sér og fái lítil einkenni en smiti samt sem áður út frá sér. Hann segir ekki algengt að ungabörn fái kíghósta. Hann nefnir að lítil börn vera viðkvæmari fyrir sjúkdómnum þar sem ónæmiskerfið þeirra sé enn að styrkjast. Hann var spurður út í hvernig læknar bregðist við þegar ungabörn komi til þeirra mögulega með kíghósta. „Ég get ekkert sagt um það. Þetta er læknisfræðilegt mat í hvert skipti og hvernig læknar meta það er einstaklingsbundið eftir læknum en vissulega, svona lítil börn sem fá svona einkenni, þá eiga læknar að láta sér það detta í hug að þetta gæti verið kíghósti.“ Þá væri erfitt að segja til um hversu lengi bólusetningar virka. Það væri mismunandi eftir rannsóknum hvort að það séu sex, átta eða tíu ár. Síðasta bólusetning við kíghósta sé í níunda bekk. Fólk sé hvatt til að bólusetja sig fyrir kíghósta við önnur tækifæri, t.d. þegar fólk á undir höndum sér ferðalag og fer í aðrar bólusetningar líka.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fjögurra vikna íslensk stúlka hætt komin vegna kíghósta Foreldrar Ástu Aðalheiðar segja frá veikindum hennar til þess að minna fólk á mikilvægi bólusetninga, en kíghóstasmitið kom líklega frá vinafólki þeirra sem valdi að láta ekki bólusetja börnin sín. 8. febrúar 2018 10:00 Sjö vikna stúlka með kíghósta: Sóttvarnalæknir segir varanlega vörn ekki felast í bólusetningunni Helena segir að hún hafi þurft að ganga á eftir því að tekið yrði kíghóstastroka hjá dóttur hennar til að staðfesta það að ekki væru um venjulega kvefpest að ræða. 20. júlí 2017 13:45 Nýfædd dóttir þingmanns greindist með kíghósta: „Foreldrar sem ekki bólusetja börnin sín, skammist ykkar“ Hún segir síðustu tvær vikur hafa verið erfiðar og að sérstaklega hafi verið erfitt að horfa upp á barnið sitt agnarsmátt verða blátt í framan í hóstaköstum. 10. desember 2016 18:39 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Fjögurra vikna íslensk stúlka hætt komin vegna kíghósta Foreldrar Ástu Aðalheiðar segja frá veikindum hennar til þess að minna fólk á mikilvægi bólusetninga, en kíghóstasmitið kom líklega frá vinafólki þeirra sem valdi að láta ekki bólusetja börnin sín. 8. febrúar 2018 10:00
Sjö vikna stúlka með kíghósta: Sóttvarnalæknir segir varanlega vörn ekki felast í bólusetningunni Helena segir að hún hafi þurft að ganga á eftir því að tekið yrði kíghóstastroka hjá dóttur hennar til að staðfesta það að ekki væru um venjulega kvefpest að ræða. 20. júlí 2017 13:45
Nýfædd dóttir þingmanns greindist með kíghósta: „Foreldrar sem ekki bólusetja börnin sín, skammist ykkar“ Hún segir síðustu tvær vikur hafa verið erfiðar og að sérstaklega hafi verið erfitt að horfa upp á barnið sitt agnarsmátt verða blátt í framan í hóstaköstum. 10. desember 2016 18:39