Sæhrímnir og íslenskur fjármálamarkaður Katrín Júlíusdóttir skrifar 19. september 2018 09:00 Sæhrímnir heitir gölturinn sem einherjar og æsir í Valhöll hafa sér til matar. Honum er slátrað á hverjum degi en er alltaf heill að kvöldi og aldrei er svo mikill mannfjöldi í Valhöll, að þeim endist ekki flesk galtarins. Stundum hvarflar það að manni að stjórnmálamenn og álitsgjafar gangi út frá því sem vísu að íslensk fjármálafyrirtæki búi yfir sömu eiginleikum og hinn goðsagnakenndi göltur: Þau geti borið allar þær byrðar sem á þau eru lagðar án þess að það hafi nokkur áhrif á getu þeirra til að sinna hlutverki sínu í hagkerfinu. Það er fjarri lagi. Aðildarfélög Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) hafa verið að greiða um 35 til 40 milljarða króna í opinber gjöld á ári hverju undanfarið en samanlagt greiðir fjármálageirinn um 50 milljarða til ríkisins. Í skýrslu fjármála- og efnahagsmálaráðherra um skatttekjur, skattrannsóknir og skatteftirlit sem lögð var fyrir 147. löggjafarþing er þróun opinberra gjalda lögaðila skipt eftir atvinnugreinaflokkum borin saman. Þar sést að fyrirtæki í fjármála- og vátryggingastarfsemi bera langþyngstu byrðarnar þegar kemur að innheimtu opinberra gjalda en þau borga tæplega þriðjung allra opinberra gjalda hér á landi. Í raun er hlutfallið enn hærra þegar hlutur hins opinbera er tekinn úr jöfnunni.Hæsta framlagið Framlag fjármálafyrirtækja hefur þannig aukist verulega þegar kemur að innheimtu opinberra gjalda og skattheimtu. Hefur heildarhlutur fjármála- og vátryggingafyrirtækja þegar kemur að greiðslu opinberra gjalda aukist um 233% frá árinu 2010. Til þess að varpa ljósi á þá staðreynd að þessi aukning er ekki tilkomin vegna aukinna umsvifa heldur vegna aukningar á álögum má benda á þróun tekjuskattsstofnsins. Hann hefur þannig aðeins aukist um 79% frá árinu 2010 hjá fjármála og vátryggingafyrirtækjum Þessi skattheimta er meðal annars tilkomin vegna fjölda sérskatta sem eru lagðir á aðildarfélög SFF og eru ekki tekjutengdir. Af ótekjutengdum sköttum er bankaskatturinn svokallaði þungbærastur. Bankaskatturinn er íþyngjandi skattur sem skaðar hagsmuni viðskiptavina einnar tegundar lánafyrirtækja og grefur undan hagsmunum ríkisins sem stærsta eiganda fjármálakerfisins. Sökum þessa er brýnt að afnema skattinn í stað þess að lækka hann í áföngum á árunum 2020 til 2023 í upphaflegt hlutfall. Afnám skattsins væri skilvirk leið fyrir stjórnvöld til þessa ná niður vaxtastiginu sem heimilum og fyrirtækjum stendur til boða í bankakerfinu. Sjái stjórnvöld sér ekki fært að afnema skattinn er eðlileg krafa að hann verði lagður á alla þá sem stunda útlánastarfsemi til þess að jafna þau kjör sem ólíkum einstaklingum og heimilum stendur til boða á lánamarkaði.Ójöfn samkeppni Þetta óheilbrigða samkeppnisumhverfi hefur haft verulegar afleiðingar á lánamarkaði. Hin þunga sókn lífeyrissjóða inn á fasteignalánamarkaðinn hófst af fullum þunga eftir að bankaskatturinn var hækkaður. Lífeyrissjóðir greiða hvorki bankaskatt né tekjuskatt og geta því boðið hagstæðari kjör en bankarnir. Þau kjör standa ekki öllum til boða þar sem hámark veðsetningar er lægra hjá lífeyrissjóðum en bönkum. Þetta þýðir með öðrum orðum að hinum eignamestu standa til boða hagstæðari kjör lífeyrissjóða sem ekki þurfa að greiða bankaskatt á meðan hinir eignaminni og fyrstu kaupendur þurfa í raun að bera bankaskattinn. Í aðdraganda kjarasamninga hefur nokkuð verið rætt um mikilvægi þess að ná niður vaxtastiginu og þar af leiðandi fjármagnskostnaði heimila og fyrirtækja. Ein leið til þess væri að fella niður bankaskattinn og ráðast í endurskoðun á skattastefnu stjórnvalda gagnvart fjármálafyrirtækjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Sjá meira
Sæhrímnir heitir gölturinn sem einherjar og æsir í Valhöll hafa sér til matar. Honum er slátrað á hverjum degi en er alltaf heill að kvöldi og aldrei er svo mikill mannfjöldi í Valhöll, að þeim endist ekki flesk galtarins. Stundum hvarflar það að manni að stjórnmálamenn og álitsgjafar gangi út frá því sem vísu að íslensk fjármálafyrirtæki búi yfir sömu eiginleikum og hinn goðsagnakenndi göltur: Þau geti borið allar þær byrðar sem á þau eru lagðar án þess að það hafi nokkur áhrif á getu þeirra til að sinna hlutverki sínu í hagkerfinu. Það er fjarri lagi. Aðildarfélög Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) hafa verið að greiða um 35 til 40 milljarða króna í opinber gjöld á ári hverju undanfarið en samanlagt greiðir fjármálageirinn um 50 milljarða til ríkisins. Í skýrslu fjármála- og efnahagsmálaráðherra um skatttekjur, skattrannsóknir og skatteftirlit sem lögð var fyrir 147. löggjafarþing er þróun opinberra gjalda lögaðila skipt eftir atvinnugreinaflokkum borin saman. Þar sést að fyrirtæki í fjármála- og vátryggingastarfsemi bera langþyngstu byrðarnar þegar kemur að innheimtu opinberra gjalda en þau borga tæplega þriðjung allra opinberra gjalda hér á landi. Í raun er hlutfallið enn hærra þegar hlutur hins opinbera er tekinn úr jöfnunni.Hæsta framlagið Framlag fjármálafyrirtækja hefur þannig aukist verulega þegar kemur að innheimtu opinberra gjalda og skattheimtu. Hefur heildarhlutur fjármála- og vátryggingafyrirtækja þegar kemur að greiðslu opinberra gjalda aukist um 233% frá árinu 2010. Til þess að varpa ljósi á þá staðreynd að þessi aukning er ekki tilkomin vegna aukinna umsvifa heldur vegna aukningar á álögum má benda á þróun tekjuskattsstofnsins. Hann hefur þannig aðeins aukist um 79% frá árinu 2010 hjá fjármála og vátryggingafyrirtækjum Þessi skattheimta er meðal annars tilkomin vegna fjölda sérskatta sem eru lagðir á aðildarfélög SFF og eru ekki tekjutengdir. Af ótekjutengdum sköttum er bankaskatturinn svokallaði þungbærastur. Bankaskatturinn er íþyngjandi skattur sem skaðar hagsmuni viðskiptavina einnar tegundar lánafyrirtækja og grefur undan hagsmunum ríkisins sem stærsta eiganda fjármálakerfisins. Sökum þessa er brýnt að afnema skattinn í stað þess að lækka hann í áföngum á árunum 2020 til 2023 í upphaflegt hlutfall. Afnám skattsins væri skilvirk leið fyrir stjórnvöld til þessa ná niður vaxtastiginu sem heimilum og fyrirtækjum stendur til boða í bankakerfinu. Sjái stjórnvöld sér ekki fært að afnema skattinn er eðlileg krafa að hann verði lagður á alla þá sem stunda útlánastarfsemi til þess að jafna þau kjör sem ólíkum einstaklingum og heimilum stendur til boða á lánamarkaði.Ójöfn samkeppni Þetta óheilbrigða samkeppnisumhverfi hefur haft verulegar afleiðingar á lánamarkaði. Hin þunga sókn lífeyrissjóða inn á fasteignalánamarkaðinn hófst af fullum þunga eftir að bankaskatturinn var hækkaður. Lífeyrissjóðir greiða hvorki bankaskatt né tekjuskatt og geta því boðið hagstæðari kjör en bankarnir. Þau kjör standa ekki öllum til boða þar sem hámark veðsetningar er lægra hjá lífeyrissjóðum en bönkum. Þetta þýðir með öðrum orðum að hinum eignamestu standa til boða hagstæðari kjör lífeyrissjóða sem ekki þurfa að greiða bankaskatt á meðan hinir eignaminni og fyrstu kaupendur þurfa í raun að bera bankaskattinn. Í aðdraganda kjarasamninga hefur nokkuð verið rætt um mikilvægi þess að ná niður vaxtastiginu og þar af leiðandi fjármagnskostnaði heimila og fyrirtækja. Ein leið til þess væri að fella niður bankaskattinn og ráðast í endurskoðun á skattastefnu stjórnvalda gagnvart fjármálafyrirtækjum.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun