Dómstóllinn að skapa slæmt fordæmi Hjörvar Ólafsson skrifar 19. september 2018 07:30 Það var innan þessara veggja sem áfrýjunardómstóll KSÍ kvað upp dóm um að Huginn og Völsungur þurfi að spila leik sinn að nýju. Vísir/Getty Síðdegis í dag leika Huginn og Völsungur merkilegan leik í sögu íslenskrar knattspyrnu. Huginn hafði betur í leik liðanna í 10. umferð 2. deildarinnar í knattspyrnu karla um miðjan ágúst. Þar sem áfrýjunardómstóll KSÍ áleit að maðkur hefði verið í mysunni við framkvæmd leiksins af hálfu dómara sem og við gerð leikskýrslu eftir leikinn telur dómstóllinn réttast að leikurinn verði endurtekinn. Viðmælendur Fréttablaðsins, bæði almenna knattspyrnuáhugamenn sem og löglærða, rekur ekki minni til þess að knattspyrnuleikur hafi þurft að fara fram að nýju vegna mistaka dómara. Þeir aðilar sem Fréttablaðið ræddi við telja að dómur áfrýjunardómstólsins opni á ormagryfju, sem sé ekki heillavænlegt fyrir knattspyrnuna til framtíðar. Það sé ekki góð þróun að mistök dómara leiði til dómsmála. Forsaga málsins er í stuttu máli sú að í leik liðanna á Seyðisfirði vísaði dómarinn leikmanni Völsungs ranglega af velli með rauðu spjaldi. Dómarinn taldi, með röngu, að hann hefði nú þegar áminnt leikmanninn þegar hann áminnti hann undir lok leiksins og rak hann þess vegna af velli. Huginn vann leikinn með marki sem liðið skoraði eftir að vera á óréttmætan hátt orðið einum leikmanni fleiri. Eftir leikinn áttaði dómarinn sig á mistökum sínum og leiðrétti þau á leikskýrslu sinni á þann hátt að brottvísun leikmannsins var ekki skráð á leikskýrsluna og þar af leiðandi var hann ekki úrskurðaður í leikbann. Eftir að aga- og úrskurðarnefnd úrskurðaði um að úrslit leiksins skyldu standa þrátt fyrir framkvæmd leiksins og frágang leikskýrslunnar og meint óvinveitt samskipti milli forráðamanns Völsungs og starfsmanns KSÍ, var málinu skotið til áfrýjunardómstóls KSÍ. Þar var úrskurði aga- og úrskurðarnefndarinnar hnekkt og dómur kveðinn upp um að leikurinn í heild sinni skyldi endurtekinn. Völsungur fær því aukalíf í baráttunni um að komast upp úr 2. deildinni og Huginn sem er nú þegar fallinn þarf að mæta aftur til leiks með ærnum tilkostnaði. Huginn fær engan kostnað greiddan á meðan ferðakostnaður Völsungs vegna nýs leiks er greiddur að fullu af KSÍ. Fram kemur í dómi áfrýjunardómstólsins að óumdeilt sé að dómarinn hafi gert mistök og er þar líklega vísað til athugasemda eftirlitsdómara leiksins sem hefur ekki vald til þess að dæma leikinn, ummæla dómara leiksins þar sem hann viðurkennir mistök sín og frágangs dómara leiksins á leikskýrslu sem gerð var í samráði við annan starfsmann KSÍ. Með því að gera þessi mistök, það er að veifa rauða spjaldinu fyrir agabrot sem hefði átt að verðskulda gult spjald, hafi dómarinn metið aðstæður rangt, farið út fyrir það svigrúm sem knattspyrnulögin veita og því sé leikurinn ógildur. Frágangur leikskýrslunnar hafi einnig farið á svig við það sem lög og reglur KSÍ kveða á um. Það er alkunna að dómarar leikja, líkt og aðrir þátttakendur hans, gera mistök og hæpið er að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ eða áfrýjunardómstóli KSÍ sé heimilt að láta endurtaka leiki vegna mistaka starfsmanns KSÍ. Þannig sé liðið sem ekkert hefur til saka unnið látið gjalda fyrir mistök sem starfsmenn KSÍ gera. Þarna er enn fremur skyggnst inn í hugarheim dómara á þeim tíma sem hann tók ákvörðunina eftir leik og úrslitum var breytt þar sem mistök hans leiddu til óhagstæðra úrslita fyrir það lið sem fyrir mistökunum varð. Þetta gæti orðið til þess að félög freistuðust í framtíðinni til að kæra í meiri mæli rangar ákvarðanir dómara um agabrot í leikjum sem verður til þess að úrslit leikja ráðist inni í dómssal en ekki á knattspyrnuvellinum eins og eðlilegra er. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55 Ítarlegt viðtal við Klöru: „Það er margt óljóst í þessu“ Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að áfrýjunardómstóll KSÍ sé æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar og að félögin hafi kosið þá menn sem sitja þar í stjórn. 17. september 2018 20:30 Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Fleiri fréttir Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Sjá meira
Síðdegis í dag leika Huginn og Völsungur merkilegan leik í sögu íslenskrar knattspyrnu. Huginn hafði betur í leik liðanna í 10. umferð 2. deildarinnar í knattspyrnu karla um miðjan ágúst. Þar sem áfrýjunardómstóll KSÍ áleit að maðkur hefði verið í mysunni við framkvæmd leiksins af hálfu dómara sem og við gerð leikskýrslu eftir leikinn telur dómstóllinn réttast að leikurinn verði endurtekinn. Viðmælendur Fréttablaðsins, bæði almenna knattspyrnuáhugamenn sem og löglærða, rekur ekki minni til þess að knattspyrnuleikur hafi þurft að fara fram að nýju vegna mistaka dómara. Þeir aðilar sem Fréttablaðið ræddi við telja að dómur áfrýjunardómstólsins opni á ormagryfju, sem sé ekki heillavænlegt fyrir knattspyrnuna til framtíðar. Það sé ekki góð þróun að mistök dómara leiði til dómsmála. Forsaga málsins er í stuttu máli sú að í leik liðanna á Seyðisfirði vísaði dómarinn leikmanni Völsungs ranglega af velli með rauðu spjaldi. Dómarinn taldi, með röngu, að hann hefði nú þegar áminnt leikmanninn þegar hann áminnti hann undir lok leiksins og rak hann þess vegna af velli. Huginn vann leikinn með marki sem liðið skoraði eftir að vera á óréttmætan hátt orðið einum leikmanni fleiri. Eftir leikinn áttaði dómarinn sig á mistökum sínum og leiðrétti þau á leikskýrslu sinni á þann hátt að brottvísun leikmannsins var ekki skráð á leikskýrsluna og þar af leiðandi var hann ekki úrskurðaður í leikbann. Eftir að aga- og úrskurðarnefnd úrskurðaði um að úrslit leiksins skyldu standa þrátt fyrir framkvæmd leiksins og frágang leikskýrslunnar og meint óvinveitt samskipti milli forráðamanns Völsungs og starfsmanns KSÍ, var málinu skotið til áfrýjunardómstóls KSÍ. Þar var úrskurði aga- og úrskurðarnefndarinnar hnekkt og dómur kveðinn upp um að leikurinn í heild sinni skyldi endurtekinn. Völsungur fær því aukalíf í baráttunni um að komast upp úr 2. deildinni og Huginn sem er nú þegar fallinn þarf að mæta aftur til leiks með ærnum tilkostnaði. Huginn fær engan kostnað greiddan á meðan ferðakostnaður Völsungs vegna nýs leiks er greiddur að fullu af KSÍ. Fram kemur í dómi áfrýjunardómstólsins að óumdeilt sé að dómarinn hafi gert mistök og er þar líklega vísað til athugasemda eftirlitsdómara leiksins sem hefur ekki vald til þess að dæma leikinn, ummæla dómara leiksins þar sem hann viðurkennir mistök sín og frágangs dómara leiksins á leikskýrslu sem gerð var í samráði við annan starfsmann KSÍ. Með því að gera þessi mistök, það er að veifa rauða spjaldinu fyrir agabrot sem hefði átt að verðskulda gult spjald, hafi dómarinn metið aðstæður rangt, farið út fyrir það svigrúm sem knattspyrnulögin veita og því sé leikurinn ógildur. Frágangur leikskýrslunnar hafi einnig farið á svig við það sem lög og reglur KSÍ kveða á um. Það er alkunna að dómarar leikja, líkt og aðrir þátttakendur hans, gera mistök og hæpið er að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ eða áfrýjunardómstóli KSÍ sé heimilt að láta endurtaka leiki vegna mistaka starfsmanns KSÍ. Þannig sé liðið sem ekkert hefur til saka unnið látið gjalda fyrir mistök sem starfsmenn KSÍ gera. Þarna er enn fremur skyggnst inn í hugarheim dómara á þeim tíma sem hann tók ákvörðunina eftir leik og úrslitum var breytt þar sem mistök hans leiddu til óhagstæðra úrslita fyrir það lið sem fyrir mistökunum varð. Þetta gæti orðið til þess að félög freistuðust í framtíðinni til að kæra í meiri mæli rangar ákvarðanir dómara um agabrot í leikjum sem verður til þess að úrslit leikja ráðist inni í dómssal en ekki á knattspyrnuvellinum eins og eðlilegra er.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55 Ítarlegt viðtal við Klöru: „Það er margt óljóst í þessu“ Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að áfrýjunardómstóll KSÍ sé æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar og að félögin hafi kosið þá menn sem sitja þar í stjórn. 17. september 2018 20:30 Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Fleiri fréttir Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Sjá meira
KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55
Ítarlegt viðtal við Klöru: „Það er margt óljóst í þessu“ Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að áfrýjunardómstóll KSÍ sé æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar og að félögin hafi kosið þá menn sem sitja þar í stjórn. 17. september 2018 20:30
Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13