Dómstóllinn að skapa slæmt fordæmi Hjörvar Ólafsson skrifar 19. september 2018 07:30 Það var innan þessara veggja sem áfrýjunardómstóll KSÍ kvað upp dóm um að Huginn og Völsungur þurfi að spila leik sinn að nýju. Vísir/Getty Síðdegis í dag leika Huginn og Völsungur merkilegan leik í sögu íslenskrar knattspyrnu. Huginn hafði betur í leik liðanna í 10. umferð 2. deildarinnar í knattspyrnu karla um miðjan ágúst. Þar sem áfrýjunardómstóll KSÍ áleit að maðkur hefði verið í mysunni við framkvæmd leiksins af hálfu dómara sem og við gerð leikskýrslu eftir leikinn telur dómstóllinn réttast að leikurinn verði endurtekinn. Viðmælendur Fréttablaðsins, bæði almenna knattspyrnuáhugamenn sem og löglærða, rekur ekki minni til þess að knattspyrnuleikur hafi þurft að fara fram að nýju vegna mistaka dómara. Þeir aðilar sem Fréttablaðið ræddi við telja að dómur áfrýjunardómstólsins opni á ormagryfju, sem sé ekki heillavænlegt fyrir knattspyrnuna til framtíðar. Það sé ekki góð þróun að mistök dómara leiði til dómsmála. Forsaga málsins er í stuttu máli sú að í leik liðanna á Seyðisfirði vísaði dómarinn leikmanni Völsungs ranglega af velli með rauðu spjaldi. Dómarinn taldi, með röngu, að hann hefði nú þegar áminnt leikmanninn þegar hann áminnti hann undir lok leiksins og rak hann þess vegna af velli. Huginn vann leikinn með marki sem liðið skoraði eftir að vera á óréttmætan hátt orðið einum leikmanni fleiri. Eftir leikinn áttaði dómarinn sig á mistökum sínum og leiðrétti þau á leikskýrslu sinni á þann hátt að brottvísun leikmannsins var ekki skráð á leikskýrsluna og þar af leiðandi var hann ekki úrskurðaður í leikbann. Eftir að aga- og úrskurðarnefnd úrskurðaði um að úrslit leiksins skyldu standa þrátt fyrir framkvæmd leiksins og frágang leikskýrslunnar og meint óvinveitt samskipti milli forráðamanns Völsungs og starfsmanns KSÍ, var málinu skotið til áfrýjunardómstóls KSÍ. Þar var úrskurði aga- og úrskurðarnefndarinnar hnekkt og dómur kveðinn upp um að leikurinn í heild sinni skyldi endurtekinn. Völsungur fær því aukalíf í baráttunni um að komast upp úr 2. deildinni og Huginn sem er nú þegar fallinn þarf að mæta aftur til leiks með ærnum tilkostnaði. Huginn fær engan kostnað greiddan á meðan ferðakostnaður Völsungs vegna nýs leiks er greiddur að fullu af KSÍ. Fram kemur í dómi áfrýjunardómstólsins að óumdeilt sé að dómarinn hafi gert mistök og er þar líklega vísað til athugasemda eftirlitsdómara leiksins sem hefur ekki vald til þess að dæma leikinn, ummæla dómara leiksins þar sem hann viðurkennir mistök sín og frágangs dómara leiksins á leikskýrslu sem gerð var í samráði við annan starfsmann KSÍ. Með því að gera þessi mistök, það er að veifa rauða spjaldinu fyrir agabrot sem hefði átt að verðskulda gult spjald, hafi dómarinn metið aðstæður rangt, farið út fyrir það svigrúm sem knattspyrnulögin veita og því sé leikurinn ógildur. Frágangur leikskýrslunnar hafi einnig farið á svig við það sem lög og reglur KSÍ kveða á um. Það er alkunna að dómarar leikja, líkt og aðrir þátttakendur hans, gera mistök og hæpið er að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ eða áfrýjunardómstóli KSÍ sé heimilt að láta endurtaka leiki vegna mistaka starfsmanns KSÍ. Þannig sé liðið sem ekkert hefur til saka unnið látið gjalda fyrir mistök sem starfsmenn KSÍ gera. Þarna er enn fremur skyggnst inn í hugarheim dómara á þeim tíma sem hann tók ákvörðunina eftir leik og úrslitum var breytt þar sem mistök hans leiddu til óhagstæðra úrslita fyrir það lið sem fyrir mistökunum varð. Þetta gæti orðið til þess að félög freistuðust í framtíðinni til að kæra í meiri mæli rangar ákvarðanir dómara um agabrot í leikjum sem verður til þess að úrslit leikja ráðist inni í dómssal en ekki á knattspyrnuvellinum eins og eðlilegra er. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55 Ítarlegt viðtal við Klöru: „Það er margt óljóst í þessu“ Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að áfrýjunardómstóll KSÍ sé æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar og að félögin hafi kosið þá menn sem sitja þar í stjórn. 17. september 2018 20:30 Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Fleiri fréttir Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Sjá meira
Síðdegis í dag leika Huginn og Völsungur merkilegan leik í sögu íslenskrar knattspyrnu. Huginn hafði betur í leik liðanna í 10. umferð 2. deildarinnar í knattspyrnu karla um miðjan ágúst. Þar sem áfrýjunardómstóll KSÍ áleit að maðkur hefði verið í mysunni við framkvæmd leiksins af hálfu dómara sem og við gerð leikskýrslu eftir leikinn telur dómstóllinn réttast að leikurinn verði endurtekinn. Viðmælendur Fréttablaðsins, bæði almenna knattspyrnuáhugamenn sem og löglærða, rekur ekki minni til þess að knattspyrnuleikur hafi þurft að fara fram að nýju vegna mistaka dómara. Þeir aðilar sem Fréttablaðið ræddi við telja að dómur áfrýjunardómstólsins opni á ormagryfju, sem sé ekki heillavænlegt fyrir knattspyrnuna til framtíðar. Það sé ekki góð þróun að mistök dómara leiði til dómsmála. Forsaga málsins er í stuttu máli sú að í leik liðanna á Seyðisfirði vísaði dómarinn leikmanni Völsungs ranglega af velli með rauðu spjaldi. Dómarinn taldi, með röngu, að hann hefði nú þegar áminnt leikmanninn þegar hann áminnti hann undir lok leiksins og rak hann þess vegna af velli. Huginn vann leikinn með marki sem liðið skoraði eftir að vera á óréttmætan hátt orðið einum leikmanni fleiri. Eftir leikinn áttaði dómarinn sig á mistökum sínum og leiðrétti þau á leikskýrslu sinni á þann hátt að brottvísun leikmannsins var ekki skráð á leikskýrsluna og þar af leiðandi var hann ekki úrskurðaður í leikbann. Eftir að aga- og úrskurðarnefnd úrskurðaði um að úrslit leiksins skyldu standa þrátt fyrir framkvæmd leiksins og frágang leikskýrslunnar og meint óvinveitt samskipti milli forráðamanns Völsungs og starfsmanns KSÍ, var málinu skotið til áfrýjunardómstóls KSÍ. Þar var úrskurði aga- og úrskurðarnefndarinnar hnekkt og dómur kveðinn upp um að leikurinn í heild sinni skyldi endurtekinn. Völsungur fær því aukalíf í baráttunni um að komast upp úr 2. deildinni og Huginn sem er nú þegar fallinn þarf að mæta aftur til leiks með ærnum tilkostnaði. Huginn fær engan kostnað greiddan á meðan ferðakostnaður Völsungs vegna nýs leiks er greiddur að fullu af KSÍ. Fram kemur í dómi áfrýjunardómstólsins að óumdeilt sé að dómarinn hafi gert mistök og er þar líklega vísað til athugasemda eftirlitsdómara leiksins sem hefur ekki vald til þess að dæma leikinn, ummæla dómara leiksins þar sem hann viðurkennir mistök sín og frágangs dómara leiksins á leikskýrslu sem gerð var í samráði við annan starfsmann KSÍ. Með því að gera þessi mistök, það er að veifa rauða spjaldinu fyrir agabrot sem hefði átt að verðskulda gult spjald, hafi dómarinn metið aðstæður rangt, farið út fyrir það svigrúm sem knattspyrnulögin veita og því sé leikurinn ógildur. Frágangur leikskýrslunnar hafi einnig farið á svig við það sem lög og reglur KSÍ kveða á um. Það er alkunna að dómarar leikja, líkt og aðrir þátttakendur hans, gera mistök og hæpið er að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ eða áfrýjunardómstóli KSÍ sé heimilt að láta endurtaka leiki vegna mistaka starfsmanns KSÍ. Þannig sé liðið sem ekkert hefur til saka unnið látið gjalda fyrir mistök sem starfsmenn KSÍ gera. Þarna er enn fremur skyggnst inn í hugarheim dómara á þeim tíma sem hann tók ákvörðunina eftir leik og úrslitum var breytt þar sem mistök hans leiddu til óhagstæðra úrslita fyrir það lið sem fyrir mistökunum varð. Þetta gæti orðið til þess að félög freistuðust í framtíðinni til að kæra í meiri mæli rangar ákvarðanir dómara um agabrot í leikjum sem verður til þess að úrslit leikja ráðist inni í dómssal en ekki á knattspyrnuvellinum eins og eðlilegra er.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55 Ítarlegt viðtal við Klöru: „Það er margt óljóst í þessu“ Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að áfrýjunardómstóll KSÍ sé æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar og að félögin hafi kosið þá menn sem sitja þar í stjórn. 17. september 2018 20:30 Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Fleiri fréttir Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Sjá meira
KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55
Ítarlegt viðtal við Klöru: „Það er margt óljóst í þessu“ Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að áfrýjunardómstóll KSÍ sé æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar og að félögin hafi kosið þá menn sem sitja þar í stjórn. 17. september 2018 20:30
Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13