„Málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. september 2018 16:25 Alma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í háls- nef- og eyrnalækningum, sendi fréttastofu yfirlýsingu vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn ríkinu. Mynd/Samsett Alma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í háls- nef- og eyrnalækningum, segir að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn ríkinu snúist ekki einungis um sig heldur um rétt sjúklinga og stefnu í íslenskum heilbrigðismálum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Alma sendi fréttastofu vegna málsins í dag.Sjá einnig: Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Alma fékk sérfræðiréttindi í Svíþjóð árið 2014 og hefur starfað þar í landi síðan þá. Vegna fjölskylduaðstæðna fluttist hún ásamt fjölskyldu sinni til Íslands í fyrra og sótti hún í kjölfarið um að komast á rammasamning Sjúkratrygginga Íslands. Umsókn Ölmu var synjað, eins og allra annarra sem sótt hafa um aðild að samningnum síðan árið 2016.Búist við því að hún snúi aftur til Svíþjóðar Alma, ásamt sjö sérfræðilæknum til viðbótar í jafnmörgum sérgreinum, ákvað því að höfða dómsmál gegn ríkinu. Málið var sótt með aðstoð Læknafélags Reykjavíkur og var dómur í málinu birtur í dag. Niðurstaða héraðsdóms felldi úr gildi synjun Sjúkratrygginga á umsókn Ölmu um aðild að rammasamningnum. Mun dómurinn hafa fordæmisgildi í málum hinna læknanna sjö. „Svo ég útskýri mínar aðstæður þá starfa ég sem háls-, nef- og eyrnalæknir á sjúkrahúsi í Svíþjóð. Það er ekki laus staða á Landspítala. Mér hefur verið neitað að komast inn á hinn umrædda rammasamning þannig að mín lausn er að starfa áfram í Svíþjóð,“ segir Alma í yfirlýsingu sinni. Hún flýgur nú mánaðarlega til Svíþjóðar og sinnir öðrum störfum meðfram því. Þetta segist hún gera til þess að geta framfleytt fjölskyldu sinni á Íslandi. Búist sé við því að hún snúi aftur til Svíþjóðar í fullt starf.Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, telur farsælast að heilbrigðisráðherra áfrýi ekki dómnum.vísir/gvaSigurinn einungis skref í rétta átt Alma segir dóminn í dag hluta af mun stærra máli og snerti heilbrigðiskerfið í heild. „En málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi. Þetta er einungis lítill hluti af miklu stærra máli sem snýst um rétt sjúklinga, stefnu í íslenskum heilbrigðismálum og mikilvægi þess að koma í veg fyrir tvöfalt heilbrigðiskerfi,“ segir Alma. Þá sé einnig afar slæmt hversu neikvæð áhrif afstaða stjórnvalda í málefnum sérfræðilækna hafi á nýliðun í stéttinni á Íslandi. Þeirri þróun verði erfitt að snúa. „Sigur okkar í dag er jákvæður í alla staði en þó einungis skref í rétta átt.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en hún hefur farið yfir dóminn með ríkislögmanni. Fundur ráðherra og ríkislögmanns mun fara fram á morgun en áfrýja verður dómnum innan fjögurra vikna.Yfirlýsing Ölmu Gunnarsdóttur:Málið snýst ekki einungis um mig. Við erum alls 8 sérfræðilæknar sem störfum innan mismunandi sérgreina þ.e.a.s. háls,nef og eyrnalækningar, hjartalækningar, gigtarlækningar, endurhæfingalækningar, lýtalækningar, svæfingalækningar, húðlækningar og augnlækningar. Í sumum þessara sérgreina er mikill skortur á sérfræðilæknum og í öðrum er yfirvofandi skortur á næstkomandi árum.Ég fluttist til Svíþjóðar í janúar 2010 í þeim tilgangi að öðlast sérfræðimenntum í Háls-, nef og eyrnalækningum. Ég fékk sænsk sérfræðiréttindi árið 2014 og hef starfað í Svíþjóð síðan þá. Vegna fjölskylduaðstæðna fluttum við fjölskyldan aftur til Íslands fyrir einu ári síðan. Ég sótti um að komast á hinn mikið umrædda rammasamning Sjúkratrygginga Íslands í þeim tilgangi að starfa á Íslandi, en fékk synjun eins og allir aðrir sem sóttu um. Fyrir einu ári síðan ákváðum við 8 sem öll stóðum í sömu sporum, að fara í dómsmál vegna þessa með aðstoð Læknafélags Reykjavíkur. Dómsmálið var nú loksins tekið fyrir um einu ári síðar.Svo ég útskýri mínar aðstæður þá starfa ég sem Háls, nef og eyrnalæknir á sjúkrahúsi í Svíþjóð. Það er ekki laus staða á Landspítala. Mér hefur verið neitað að komast inn á hinn umrædda rammasamning þannig að mín lausn er að starfa áfram í Svíþjóð. Þangað fer ég mánaðarlega og þess á milli starfa ég sem ráðgjafi og sinni ýmsum málum í gegnum tölvu og síma sem er í raun mín lausn til þess fá skikkanleg laun og framfleyta fjölskyldunni á Íslandi. Í Svíþjóð er enn búist við að ég komi aftur og starfi 100%.En málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi. Þetta er einungis lítill hluti af miklu stærra máli sem snýst um rétt sjúklinga, stefnu í íslenskum heilbrigðismálum og mikilvægi þess að koma í veg fyrir tvöfalt heilbrigðiskerfi. Það sem einnig er afar slæmt er að neikvæð áhrif á nýliðun sérfræðilækna hérlendis sem þetta veldur, verður erfitt að snúa. Sigur okkar í dag er jákvæður í alla staði en þó einungis skref í rétta átt.Með kærri kveðju,Alma GunnarsdóttirSérfræðilæknir í háls, nef og eyrnalækningum Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. 18. september 2018 15:21 Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 Ríkið hefur ekki átt formlegar viðræður við sérfræðilækna um greiðsluþátttöku eftir áramót Sérfræðilæknar eru farnir að skipuleggja langt inn á næsta ár en óvíst er hvort ríkið taki þátt í greiðslum 11. september 2018 18:45 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Alma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í háls- nef- og eyrnalækningum, segir að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn ríkinu snúist ekki einungis um sig heldur um rétt sjúklinga og stefnu í íslenskum heilbrigðismálum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Alma sendi fréttastofu vegna málsins í dag.Sjá einnig: Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Alma fékk sérfræðiréttindi í Svíþjóð árið 2014 og hefur starfað þar í landi síðan þá. Vegna fjölskylduaðstæðna fluttist hún ásamt fjölskyldu sinni til Íslands í fyrra og sótti hún í kjölfarið um að komast á rammasamning Sjúkratrygginga Íslands. Umsókn Ölmu var synjað, eins og allra annarra sem sótt hafa um aðild að samningnum síðan árið 2016.Búist við því að hún snúi aftur til Svíþjóðar Alma, ásamt sjö sérfræðilæknum til viðbótar í jafnmörgum sérgreinum, ákvað því að höfða dómsmál gegn ríkinu. Málið var sótt með aðstoð Læknafélags Reykjavíkur og var dómur í málinu birtur í dag. Niðurstaða héraðsdóms felldi úr gildi synjun Sjúkratrygginga á umsókn Ölmu um aðild að rammasamningnum. Mun dómurinn hafa fordæmisgildi í málum hinna læknanna sjö. „Svo ég útskýri mínar aðstæður þá starfa ég sem háls-, nef- og eyrnalæknir á sjúkrahúsi í Svíþjóð. Það er ekki laus staða á Landspítala. Mér hefur verið neitað að komast inn á hinn umrædda rammasamning þannig að mín lausn er að starfa áfram í Svíþjóð,“ segir Alma í yfirlýsingu sinni. Hún flýgur nú mánaðarlega til Svíþjóðar og sinnir öðrum störfum meðfram því. Þetta segist hún gera til þess að geta framfleytt fjölskyldu sinni á Íslandi. Búist sé við því að hún snúi aftur til Svíþjóðar í fullt starf.Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, telur farsælast að heilbrigðisráðherra áfrýi ekki dómnum.vísir/gvaSigurinn einungis skref í rétta átt Alma segir dóminn í dag hluta af mun stærra máli og snerti heilbrigðiskerfið í heild. „En málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi. Þetta er einungis lítill hluti af miklu stærra máli sem snýst um rétt sjúklinga, stefnu í íslenskum heilbrigðismálum og mikilvægi þess að koma í veg fyrir tvöfalt heilbrigðiskerfi,“ segir Alma. Þá sé einnig afar slæmt hversu neikvæð áhrif afstaða stjórnvalda í málefnum sérfræðilækna hafi á nýliðun í stéttinni á Íslandi. Þeirri þróun verði erfitt að snúa. „Sigur okkar í dag er jákvæður í alla staði en þó einungis skref í rétta átt.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en hún hefur farið yfir dóminn með ríkislögmanni. Fundur ráðherra og ríkislögmanns mun fara fram á morgun en áfrýja verður dómnum innan fjögurra vikna.Yfirlýsing Ölmu Gunnarsdóttur:Málið snýst ekki einungis um mig. Við erum alls 8 sérfræðilæknar sem störfum innan mismunandi sérgreina þ.e.a.s. háls,nef og eyrnalækningar, hjartalækningar, gigtarlækningar, endurhæfingalækningar, lýtalækningar, svæfingalækningar, húðlækningar og augnlækningar. Í sumum þessara sérgreina er mikill skortur á sérfræðilæknum og í öðrum er yfirvofandi skortur á næstkomandi árum.Ég fluttist til Svíþjóðar í janúar 2010 í þeim tilgangi að öðlast sérfræðimenntum í Háls-, nef og eyrnalækningum. Ég fékk sænsk sérfræðiréttindi árið 2014 og hef starfað í Svíþjóð síðan þá. Vegna fjölskylduaðstæðna fluttum við fjölskyldan aftur til Íslands fyrir einu ári síðan. Ég sótti um að komast á hinn mikið umrædda rammasamning Sjúkratrygginga Íslands í þeim tilgangi að starfa á Íslandi, en fékk synjun eins og allir aðrir sem sóttu um. Fyrir einu ári síðan ákváðum við 8 sem öll stóðum í sömu sporum, að fara í dómsmál vegna þessa með aðstoð Læknafélags Reykjavíkur. Dómsmálið var nú loksins tekið fyrir um einu ári síðar.Svo ég útskýri mínar aðstæður þá starfa ég sem Háls, nef og eyrnalæknir á sjúkrahúsi í Svíþjóð. Það er ekki laus staða á Landspítala. Mér hefur verið neitað að komast inn á hinn umrædda rammasamning þannig að mín lausn er að starfa áfram í Svíþjóð. Þangað fer ég mánaðarlega og þess á milli starfa ég sem ráðgjafi og sinni ýmsum málum í gegnum tölvu og síma sem er í raun mín lausn til þess fá skikkanleg laun og framfleyta fjölskyldunni á Íslandi. Í Svíþjóð er enn búist við að ég komi aftur og starfi 100%.En málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi. Þetta er einungis lítill hluti af miklu stærra máli sem snýst um rétt sjúklinga, stefnu í íslenskum heilbrigðismálum og mikilvægi þess að koma í veg fyrir tvöfalt heilbrigðiskerfi. Það sem einnig er afar slæmt er að neikvæð áhrif á nýliðun sérfræðilækna hérlendis sem þetta veldur, verður erfitt að snúa. Sigur okkar í dag er jákvæður í alla staði en þó einungis skref í rétta átt.Með kærri kveðju,Alma GunnarsdóttirSérfræðilæknir í háls, nef og eyrnalækningum
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. 18. september 2018 15:21 Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 Ríkið hefur ekki átt formlegar viðræður við sérfræðilækna um greiðsluþátttöku eftir áramót Sérfræðilæknar eru farnir að skipuleggja langt inn á næsta ár en óvíst er hvort ríkið taki þátt í greiðslum 11. september 2018 18:45 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. 18. september 2018 15:21
Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13
Ríkið hefur ekki átt formlegar viðræður við sérfræðilækna um greiðsluþátttöku eftir áramót Sérfræðilæknar eru farnir að skipuleggja langt inn á næsta ár en óvíst er hvort ríkið taki þátt í greiðslum 11. september 2018 18:45
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda