Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. september 2018 15:21 Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. vísir/gva Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sérfræðilæknis sé fordæmisgefandi í málum annarra sérfræðilækna. Þá telur hann farsælast að heilbrigðisráðherra áfrýi ekki dómnum. Ráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. Vísir greindi frá því í dag að héraðsdómur hefði fellt úr gildiákvörðun Sjúkratrygginga Íslands, SÍ, um að hafna umsókn Ölmu Gunnarsdóttur, sérfræðings í háls- nef- og eyrnalækningum, um aðild að rammasamningi SÍ og sérgreinalækna. Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu 1,8 milljón krónur í málskostnað.Gott að fá staðfestingu á afstöðu SÍ Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, var búinn að fara yfir dóminn þegar fréttastofa náði af honum tali síðdegis í dag. Aðspurður um hvað blasi nú við í málum SÍ og sérfræðilækna segir hann að farsælast væri að áfrýja ekki dómnum. „Það er í rauninni bara gott að fá afstöðu Sjúkratrygginga staðfesta. Spurningin er hvað ráðherra gerir í framhaldinu, mín skoðun er sú að það væri farsælast fyrir alla aðila að virða þennan dóm og áfrýja ekki. En það er auðvitað ráðherrans að taka af skarið með það.“Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Fréttablaðið/ErnirRÚV greindi frá því í október í fyrra að átta sérfræðilæknar hygðust stefna ríkinu vegna synjunar á umsókn að rammasamningi SÍ. Alma er ein þessara lækna og reiknar Steingrímur með að dómur í hennar máli hafi fordæmisgildi. „Þannig að það er nær alveg óvírætt að þessi úrskurður hefur fordæmisgildi fyrir hina sjö. Og svo er í rauninni sjálfgefið að hann hefur líka fordæmisgildi fyrir þá sem hafa sótt um aðild að samningnum síðan,“ segir Steingrímur. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að rammasamningi SÍ síðan 1. janúar 2016.Ráðherra tjáir sig ekki að svo stöddu Inntur eftir því hvort Alma komist á samning hjá Sjúkratryggingum Íslands segir Steingrímur aftur að það velti á ákvörðun heilbrigðisráðherra. „Niðurstaða héraðsdóms er að fella synjunina úr gildi. Það þýðir að það þyrfti að taka umsóknina aftur til afgreiðslu. Það verður auðvitað ekki gert fyrr en ráðherra hefur tjáð sig.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en hún hefur farið yfir dóminn með ríkislögmanni. Fundur ráðherra og ríkislögmanns mun fara fram á morgun. Áfrýja verður dómnum innan fjögurra vikna. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga Taugalæknir sem hefur opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar telur óásættanlegt að yfirvöld taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga. 3. september 2018 19:28 Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 Ríkið hefur ekki átt formlegar viðræður við sérfræðilækna um greiðsluþátttöku eftir áramót Sérfræðilæknar eru farnir að skipuleggja langt inn á næsta ár en óvíst er hvort ríkið taki þátt í greiðslum 11. september 2018 18:45 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira
Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sérfræðilæknis sé fordæmisgefandi í málum annarra sérfræðilækna. Þá telur hann farsælast að heilbrigðisráðherra áfrýi ekki dómnum. Ráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. Vísir greindi frá því í dag að héraðsdómur hefði fellt úr gildiákvörðun Sjúkratrygginga Íslands, SÍ, um að hafna umsókn Ölmu Gunnarsdóttur, sérfræðings í háls- nef- og eyrnalækningum, um aðild að rammasamningi SÍ og sérgreinalækna. Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu 1,8 milljón krónur í málskostnað.Gott að fá staðfestingu á afstöðu SÍ Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, var búinn að fara yfir dóminn þegar fréttastofa náði af honum tali síðdegis í dag. Aðspurður um hvað blasi nú við í málum SÍ og sérfræðilækna segir hann að farsælast væri að áfrýja ekki dómnum. „Það er í rauninni bara gott að fá afstöðu Sjúkratrygginga staðfesta. Spurningin er hvað ráðherra gerir í framhaldinu, mín skoðun er sú að það væri farsælast fyrir alla aðila að virða þennan dóm og áfrýja ekki. En það er auðvitað ráðherrans að taka af skarið með það.“Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Fréttablaðið/ErnirRÚV greindi frá því í október í fyrra að átta sérfræðilæknar hygðust stefna ríkinu vegna synjunar á umsókn að rammasamningi SÍ. Alma er ein þessara lækna og reiknar Steingrímur með að dómur í hennar máli hafi fordæmisgildi. „Þannig að það er nær alveg óvírætt að þessi úrskurður hefur fordæmisgildi fyrir hina sjö. Og svo er í rauninni sjálfgefið að hann hefur líka fordæmisgildi fyrir þá sem hafa sótt um aðild að samningnum síðan,“ segir Steingrímur. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að rammasamningi SÍ síðan 1. janúar 2016.Ráðherra tjáir sig ekki að svo stöddu Inntur eftir því hvort Alma komist á samning hjá Sjúkratryggingum Íslands segir Steingrímur aftur að það velti á ákvörðun heilbrigðisráðherra. „Niðurstaða héraðsdóms er að fella synjunina úr gildi. Það þýðir að það þyrfti að taka umsóknina aftur til afgreiðslu. Það verður auðvitað ekki gert fyrr en ráðherra hefur tjáð sig.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en hún hefur farið yfir dóminn með ríkislögmanni. Fundur ráðherra og ríkislögmanns mun fara fram á morgun. Áfrýja verður dómnum innan fjögurra vikna.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga Taugalæknir sem hefur opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar telur óásættanlegt að yfirvöld taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga. 3. september 2018 19:28 Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 Ríkið hefur ekki átt formlegar viðræður við sérfræðilækna um greiðsluþátttöku eftir áramót Sérfræðilæknar eru farnir að skipuleggja langt inn á næsta ár en óvíst er hvort ríkið taki þátt í greiðslum 11. september 2018 18:45 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira
Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga Taugalæknir sem hefur opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar telur óásættanlegt að yfirvöld taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga. 3. september 2018 19:28
Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13
Ríkið hefur ekki átt formlegar viðræður við sérfræðilækna um greiðsluþátttöku eftir áramót Sérfræðilæknar eru farnir að skipuleggja langt inn á næsta ár en óvíst er hvort ríkið taki þátt í greiðslum 11. september 2018 18:45