Til dæmis má sjá Captain Marvel slá aldraða konu í andlitið í stiklunni leiða má líkur að því að þar sé um geimveru að ræða. Annað hvort það eða þá að þessi mynd verður ekki alveg í þeim anda sem kvikmyndaheimur Marvel hefur verið hingað til.
Þetta er fyrsta ofurhetjumynd Marvel með konu í aðallhlutverki og stiklan ber keim af því. Captain Marvel er ein af öflugust persónum söguheims Marvel.
Samuel L. Jakcson snýr aftur í hlutverki ungs Nick Fury. Clark Gregg er einnig í myndinni í hlutverki Phil Coulson. Báðir hafa þeir verið gerðir yngri með tövluvinnslu. Þeir Lee Pace og Djimon Hounsou snúa einnig aftur sem þeir Ronan og Korath úr Guardians of the Galaxy. Þá eru einnig þeir Jude Law og Ben Mendelsohn í myndinni.
Captain Marvel verður frumsýnd þann 28. mars á næsta ári.
Here's your first look at the teaser poster for Marvel Studios’ #CaptainMarvel, in theaters March 8, 2019. pic.twitter.com/hnTX8yoRIu
— Captain Marvel (@captainmarvel) September 18, 2018