Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2018 21:00 Undanfarnir dagar hafa vægast sagt verið tíðindamiklir hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Fréttablaðið/Anton Brink Ólga er meðal starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur (OR), dótturfyrirtækja og víðar vegna umræðu um hegðun þriggja stjórnenda þar innanhúss. Tveir eru sakaðir um kynferðislega áreitni í starfi og sá þriðji sætir ásökunum um kynferðisbrot áður en hann hóf störf hjá Orkuveitunni. Framundan er úttekt á vinnustaðamenningunni hjá Orkuveitunni. Forstjórinn Bjarni Bjarnason hefur óskað eftir því að fá að stíga til hliðar á meðan úttektin fer fram. Fyrrverandi forstöðumaður segir nýlega uppsögn sína tilhæfulausa og ætlar alla leið með málið. Atburðarásin hefur verið hröð frá því að Orkuveitan sendi frá sér tilkynningu á fimmtudaginn þess efnis að Bjarna Má Júlíussyni, framkvæmdastjóra hjá dótturfyrirtækinu Orku náttúrunnar, hefði verið sagt upp vegna óviðeigandi hegðunar. Hér að neðan verður atburðarásin undanfarna rúma viku rakin í réttri tímaröð, ekki þeirri röð sem fjallað var um þá í fjölmiðlum.Áslaug Thelma Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar.Mánudagur 10. september Áslaugu Thelmu Einarsdóttur, forstöðumanni markaðs- og kynningarmála hjá Orku náttúrunnar, er sagt upp störfum. Uppsögnin var að hennar sögn án nokkurra haldbærra skýringa og kom eins og þruma úr heiðskíru lofti.Þriðjudagur 11. september Einar Bárðarson, umboðsmaður og eiginmaður Áslaugar, og Áslaug senda Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, og Sólrúnu Kristjánsdóttur starfsmannastjóra harðorðan tölvupóst. Póstinum fylgir afrit af tölvupósti sem Bjarni Már sendi kvenundirmönnum sínum og hjólreiðafélögum í mars. Í póstinum var linkur á frétt Smartlandsins þess efnis að hjólreiðafólk stundaði betra kynlíf. Í framhaldinu boðar Bjarni Einar á fund sinn með lögfræðingi klukkan tíu á miðvikudagsmorgun.Einar Bárðarson gefur lítið fyrir fund sinn með Bjarna Bjarnasyni forstjóra.Miðvikudagur 12. september Áslaug Thelma Einarsdóttir og Einar Bárðarson funda með Bjarna Bjarnasyni, starfsmannastjóranum Sólrúnu Kristjánsdóttur auk Óskars Norðmann, lögfræðingi í starfsmannamálum hjá OR. Fundurinn fer fram klukkan tíu að morgni. Bjarni segist hafa tekið málið alvarlega og næsta skref væri að funda með stjórn Orku náttúrunnar. Bjarni boðar til fundar hjá stjórn ON sem hefst klukkan 14:30. Á fundinum er ákveðið að segja Bjarna Má upp störfum. Einar Bárðarson skrifar harðorða færslu á Facebook klukkan 18:18. Þar lýsir hann upplifun sinni af fundinum án þess að nefna persónur og leikendur. Segir hann forstjórann hafa sýnt honum fram á að það væri í lagi að framkvæmdastjóri á hans vakt sendi klámfengna tölvupósta á kvenundirmenn sína. Bjarni forstjóri fundar með Bjarna Má og starfsmannastjóranum um kvöldið þar sem Bjarna Má er tilkynnt uppsögnin.Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Orku náttúrunnar, segist ekki vera dónadall þótt hann mætti vanda orðaval sitt betur. hefur verið rekinn úr starfi sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar fyrir óviðeigandi framkomu í garð samstarfsfólks.Orka náttúrunnarFimmtudagur 13. september Orka náttúrunnar sendir tilkynningu um klukkan 15 þar sem greint er frá uppsögn Bjarna Más og vísað til „óviðeigandi hegðunar“. Fram kemur að Þórður Ásmundsson taki við stöðunni til bráðabirgða. Þetta er í fyrsta skipti sem fjallað er um málið í fjölmiðlum. Bjarni Már segist í viðtali við Vísi ekki vera dónakall. Hann mætti þó vanda orðaval sitt betur og segist hafa beðist afsökunar á fyrrnefndum tölvupósti daginn eftir að hann sendi hann. „En ætli ég geti ekki sjálfum mér um kennt,“ segir Bjarni Már. Bjarni Bjarnason tjáði Vísi að hann hefði fengið frá Einari upplýsingar um hegðun Bjarna Más sem honum hefði ekki verið kunnugt áður. Vísaði hann þar til fyrrnefnds tölvupósts.Brynhildur Davíðsdóttir prófessor og stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur.Föstudagur 14. septemberStjórnarfundur haldinn eftir hádegi hjá Orkuveitu Reykjavíkur þar sem fjölmargir stjórnarmenn funda símleiðis því þeir eru staddir erlendis. Brynhildur Davíðsdóttir stjórnarformaður segir stjórnina styðja ákvörðunina að segja Bjarna Má upp störfum. Þá bæri stjórnin fullt traust til Bjarna forstjóra. Hildur Björnsdóttir, stjórnarmaður í Orkuveitunni, segist á Facebook að sér hafi brugðið við þessi orð stjórnarformannsins. Stjórn hafi ekki gefið út neina yfirlýsingu vegna málsins. Hún hefur síðar sagt að ekki hafi verið tilefni til að lýsa yfir trausti frekar en vantrausti. Orkuveita Reykjavíkur fær seint á föstudeginum upplýsingar um að Þórður Ásmundsson sé grunaður um kynferðisbrot. Um leið ákveður stjórn OR að Þórður taki ekki við framkvæmdastjórastöðunni af Bjarna. Þórður er sendur í leyfi.Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Hann ætlar að stíga til hliðar á meðan málið er skoðað.Fréttablaðið/StefánMánudagur 17. september Forstjóri boðar til starfsmannafundar hjá Orkuveitu Reykjavíkur þar sem starfsmenn eru hvattir til að spyrja út í málin, hafi þeir spurningar. Áslaug Thelma skrifar langa færslu á Facebook klukkan níu að morgni þar sem hún rekur sína hlið málsins. Segir hún uppsögn sína með öllu tilhæfulausa og hafa komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Eina mögulega ástæða þess að hún hafi verið rekin séu athugasemdir hennar við framkomu Bjarna Más. Bjarni Bjarnason forstjóri segist í tilkynningu til fjölmiðla klukkan 12 ekki ætla að tjá sig frekar opinberlega um starfsflok OR. Vilji starfsmenn, sem sagt hafi verið upp, ræða uppsögn sína frekar við sig sé það í boði. Tuttugu mínútum síðar er send út önnur tilkynning þar sem fram kemur að Berglind Rán Ólafsdóttir taki við starfinu af Bjarna Má Júlíussyni. Ekki kemur fram hvers vegna.Stjórn Félags kvenna í atvinnurekenda ásamt framkvæmdastjóranum.FKAÁ sjötta tímanum sendir Félag kvenna í atvinnulífinu frá sér tilkynningu og segir algjörlega óviðunandi eftir alla þá umræðu sem orðið hafi í kjölfar #MeToo byltingarinnar að ekki sé staðið faglega að málum vegna kynbundins ofbeldis og áreitni. Kallað er eftir rannsókn á máli Áslaugar Thelmu og Bjarna Más. Rúmri klukkustund síðar berst tilkynning frá Orkuveitu Reykjavíkur þess efnis að Bjarni forstjóri óski eftir því að stíga til hliðar á meðan vinnustaðamenning og starfsmannamál séu rannsökuð.Kvöldfréttir RÚV greina frá því að Þórður Ásmundsson sé sakaður um kynferðisbrot og því hafi hann ekki tekið við stöðunni af Bjarna Má. Síðar um kvöldið sendir Orkuveitan enn tilkynningu, nú fyrir hönd Ingvars Stefánssonar framkvæmdastjóra fjármála, þar sem hann greinir frá kynferðislegri áreitni af sinni hálfu gegn tveimur kvenstarfsmönnum á árshátíð fyrir þremur árum. Meðfylgjandi er skrifleg áminning frá forstjóranum þar sem fram kemur að bæti hann ekki ráð sitt verði hann rekinn. Honum er skipað að bæta ráð sitt og fara í viðeigandi meðferð og nýta úrræði sem Orkuveitan leggur til.Tvo daga í röð hafa starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur verið boðaðir á starfsmannafund.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNÞriðjudagur 18. september Brynhildur stjórnarformaður boðar til starfsmannafundar vegna stöðu mála. Fram kemur að undirbúningur á úttekt á vinnustaðamenningu og tilteknum starfsmannamálum sé hafinn. Beiðni Bjarna um að víkja úr starfi forstjóra verði tekin fyrir á stjórnarfundi daginn eftir, miðvikudaginn 19. september, og sömuleiðis ákveðið hver eigi að fylla í skarð Bjarna á meðan. Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu segist í viðtali í Morgunútvarpinu þekkja dæmi þess að uppsagnir séu sviðsettar í kjölfar þess að fólk tilkynnir óviðeigandi hegðun annarra starfsmanna, hvort sem það geri það formlega eða óformlega. Fréttaskýringar MeToo Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Hvernig fyrirtæki er Orkuveita Reykjavíkur? Þeirri spurningu reyndu starfsmenn að svara fyrr á árinu. 18. september 2018 09:00 Taka ákvörðun um arftaka Bjarna á morgun Efnt var til starfsmannafundar hjá Orkuveitu Reykjavíkur í morgun. 18. september 2018 11:20 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Sjá meira
Ólga er meðal starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur (OR), dótturfyrirtækja og víðar vegna umræðu um hegðun þriggja stjórnenda þar innanhúss. Tveir eru sakaðir um kynferðislega áreitni í starfi og sá þriðji sætir ásökunum um kynferðisbrot áður en hann hóf störf hjá Orkuveitunni. Framundan er úttekt á vinnustaðamenningunni hjá Orkuveitunni. Forstjórinn Bjarni Bjarnason hefur óskað eftir því að fá að stíga til hliðar á meðan úttektin fer fram. Fyrrverandi forstöðumaður segir nýlega uppsögn sína tilhæfulausa og ætlar alla leið með málið. Atburðarásin hefur verið hröð frá því að Orkuveitan sendi frá sér tilkynningu á fimmtudaginn þess efnis að Bjarna Má Júlíussyni, framkvæmdastjóra hjá dótturfyrirtækinu Orku náttúrunnar, hefði verið sagt upp vegna óviðeigandi hegðunar. Hér að neðan verður atburðarásin undanfarna rúma viku rakin í réttri tímaröð, ekki þeirri röð sem fjallað var um þá í fjölmiðlum.Áslaug Thelma Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar.Mánudagur 10. september Áslaugu Thelmu Einarsdóttur, forstöðumanni markaðs- og kynningarmála hjá Orku náttúrunnar, er sagt upp störfum. Uppsögnin var að hennar sögn án nokkurra haldbærra skýringa og kom eins og þruma úr heiðskíru lofti.Þriðjudagur 11. september Einar Bárðarson, umboðsmaður og eiginmaður Áslaugar, og Áslaug senda Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, og Sólrúnu Kristjánsdóttur starfsmannastjóra harðorðan tölvupóst. Póstinum fylgir afrit af tölvupósti sem Bjarni Már sendi kvenundirmönnum sínum og hjólreiðafélögum í mars. Í póstinum var linkur á frétt Smartlandsins þess efnis að hjólreiðafólk stundaði betra kynlíf. Í framhaldinu boðar Bjarni Einar á fund sinn með lögfræðingi klukkan tíu á miðvikudagsmorgun.Einar Bárðarson gefur lítið fyrir fund sinn með Bjarna Bjarnasyni forstjóra.Miðvikudagur 12. september Áslaug Thelma Einarsdóttir og Einar Bárðarson funda með Bjarna Bjarnasyni, starfsmannastjóranum Sólrúnu Kristjánsdóttur auk Óskars Norðmann, lögfræðingi í starfsmannamálum hjá OR. Fundurinn fer fram klukkan tíu að morgni. Bjarni segist hafa tekið málið alvarlega og næsta skref væri að funda með stjórn Orku náttúrunnar. Bjarni boðar til fundar hjá stjórn ON sem hefst klukkan 14:30. Á fundinum er ákveðið að segja Bjarna Má upp störfum. Einar Bárðarson skrifar harðorða færslu á Facebook klukkan 18:18. Þar lýsir hann upplifun sinni af fundinum án þess að nefna persónur og leikendur. Segir hann forstjórann hafa sýnt honum fram á að það væri í lagi að framkvæmdastjóri á hans vakt sendi klámfengna tölvupósta á kvenundirmenn sína. Bjarni forstjóri fundar með Bjarna Má og starfsmannastjóranum um kvöldið þar sem Bjarna Má er tilkynnt uppsögnin.Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Orku náttúrunnar, segist ekki vera dónadall þótt hann mætti vanda orðaval sitt betur. hefur verið rekinn úr starfi sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar fyrir óviðeigandi framkomu í garð samstarfsfólks.Orka náttúrunnarFimmtudagur 13. september Orka náttúrunnar sendir tilkynningu um klukkan 15 þar sem greint er frá uppsögn Bjarna Más og vísað til „óviðeigandi hegðunar“. Fram kemur að Þórður Ásmundsson taki við stöðunni til bráðabirgða. Þetta er í fyrsta skipti sem fjallað er um málið í fjölmiðlum. Bjarni Már segist í viðtali við Vísi ekki vera dónakall. Hann mætti þó vanda orðaval sitt betur og segist hafa beðist afsökunar á fyrrnefndum tölvupósti daginn eftir að hann sendi hann. „En ætli ég geti ekki sjálfum mér um kennt,“ segir Bjarni Már. Bjarni Bjarnason tjáði Vísi að hann hefði fengið frá Einari upplýsingar um hegðun Bjarna Más sem honum hefði ekki verið kunnugt áður. Vísaði hann þar til fyrrnefnds tölvupósts.Brynhildur Davíðsdóttir prófessor og stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur.Föstudagur 14. septemberStjórnarfundur haldinn eftir hádegi hjá Orkuveitu Reykjavíkur þar sem fjölmargir stjórnarmenn funda símleiðis því þeir eru staddir erlendis. Brynhildur Davíðsdóttir stjórnarformaður segir stjórnina styðja ákvörðunina að segja Bjarna Má upp störfum. Þá bæri stjórnin fullt traust til Bjarna forstjóra. Hildur Björnsdóttir, stjórnarmaður í Orkuveitunni, segist á Facebook að sér hafi brugðið við þessi orð stjórnarformannsins. Stjórn hafi ekki gefið út neina yfirlýsingu vegna málsins. Hún hefur síðar sagt að ekki hafi verið tilefni til að lýsa yfir trausti frekar en vantrausti. Orkuveita Reykjavíkur fær seint á föstudeginum upplýsingar um að Þórður Ásmundsson sé grunaður um kynferðisbrot. Um leið ákveður stjórn OR að Þórður taki ekki við framkvæmdastjórastöðunni af Bjarna. Þórður er sendur í leyfi.Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Hann ætlar að stíga til hliðar á meðan málið er skoðað.Fréttablaðið/StefánMánudagur 17. september Forstjóri boðar til starfsmannafundar hjá Orkuveitu Reykjavíkur þar sem starfsmenn eru hvattir til að spyrja út í málin, hafi þeir spurningar. Áslaug Thelma skrifar langa færslu á Facebook klukkan níu að morgni þar sem hún rekur sína hlið málsins. Segir hún uppsögn sína með öllu tilhæfulausa og hafa komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Eina mögulega ástæða þess að hún hafi verið rekin séu athugasemdir hennar við framkomu Bjarna Más. Bjarni Bjarnason forstjóri segist í tilkynningu til fjölmiðla klukkan 12 ekki ætla að tjá sig frekar opinberlega um starfsflok OR. Vilji starfsmenn, sem sagt hafi verið upp, ræða uppsögn sína frekar við sig sé það í boði. Tuttugu mínútum síðar er send út önnur tilkynning þar sem fram kemur að Berglind Rán Ólafsdóttir taki við starfinu af Bjarna Má Júlíussyni. Ekki kemur fram hvers vegna.Stjórn Félags kvenna í atvinnurekenda ásamt framkvæmdastjóranum.FKAÁ sjötta tímanum sendir Félag kvenna í atvinnulífinu frá sér tilkynningu og segir algjörlega óviðunandi eftir alla þá umræðu sem orðið hafi í kjölfar #MeToo byltingarinnar að ekki sé staðið faglega að málum vegna kynbundins ofbeldis og áreitni. Kallað er eftir rannsókn á máli Áslaugar Thelmu og Bjarna Más. Rúmri klukkustund síðar berst tilkynning frá Orkuveitu Reykjavíkur þess efnis að Bjarni forstjóri óski eftir því að stíga til hliðar á meðan vinnustaðamenning og starfsmannamál séu rannsökuð.Kvöldfréttir RÚV greina frá því að Þórður Ásmundsson sé sakaður um kynferðisbrot og því hafi hann ekki tekið við stöðunni af Bjarna Má. Síðar um kvöldið sendir Orkuveitan enn tilkynningu, nú fyrir hönd Ingvars Stefánssonar framkvæmdastjóra fjármála, þar sem hann greinir frá kynferðislegri áreitni af sinni hálfu gegn tveimur kvenstarfsmönnum á árshátíð fyrir þremur árum. Meðfylgjandi er skrifleg áminning frá forstjóranum þar sem fram kemur að bæti hann ekki ráð sitt verði hann rekinn. Honum er skipað að bæta ráð sitt og fara í viðeigandi meðferð og nýta úrræði sem Orkuveitan leggur til.Tvo daga í röð hafa starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur verið boðaðir á starfsmannafund.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNÞriðjudagur 18. september Brynhildur stjórnarformaður boðar til starfsmannafundar vegna stöðu mála. Fram kemur að undirbúningur á úttekt á vinnustaðamenningu og tilteknum starfsmannamálum sé hafinn. Beiðni Bjarna um að víkja úr starfi forstjóra verði tekin fyrir á stjórnarfundi daginn eftir, miðvikudaginn 19. september, og sömuleiðis ákveðið hver eigi að fylla í skarð Bjarna á meðan. Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu segist í viðtali í Morgunútvarpinu þekkja dæmi þess að uppsagnir séu sviðsettar í kjölfar þess að fólk tilkynnir óviðeigandi hegðun annarra starfsmanna, hvort sem það geri það formlega eða óformlega.
Fréttaskýringar MeToo Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Hvernig fyrirtæki er Orkuveita Reykjavíkur? Þeirri spurningu reyndu starfsmenn að svara fyrr á árinu. 18. september 2018 09:00 Taka ákvörðun um arftaka Bjarna á morgun Efnt var til starfsmannafundar hjá Orkuveitu Reykjavíkur í morgun. 18. september 2018 11:20 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Sjá meira
Hvernig fyrirtæki er Orkuveita Reykjavíkur? Þeirri spurningu reyndu starfsmenn að svara fyrr á árinu. 18. september 2018 09:00
Taka ákvörðun um arftaka Bjarna á morgun Efnt var til starfsmannafundar hjá Orkuveitu Reykjavíkur í morgun. 18. september 2018 11:20