Umskurður drengja kannski þegar bannaður með lögum Heimir Már Pétursson skrifar 18. september 2018 12:00 Silja Dögg Gunnarsdóttir Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins lagði fram frumvarp á Alþingi síðastliðinn vetur um bann við umskurði ólögráða drengja. Vísir/vilhelm Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins telur að umskurður ólögráða drengja án læknisfræðilegrar ástæðu kunni nú þegar að vera bannaður samkvæmt íslenskum lögum og jafnvel stjórnarskrá. Hún hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra til að fá úr þessu skorið og boðar nýtt frumvarp um bann við umskurði gerist þess þörf. Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins lagði fram frumvarp á Alþingi síðastliðinn vetur um bann við umskurði ólögráða drengja. Frumvarpið fór til nefndar eftir fyrstu umræðu en fékk ekki afgreiðslu í nefndinni. „Nefndin hafði kannski ekki tíma til að fullvinna málið og svara þeim spurningum sem brunnu á. Umsagnirnar voru reyndar fjölmargar en okkur vantaði ákveðnar upplýsingar inn í málið. Þess vegna ákvað ég að senda skriflega fyrirspurn til dómsmálaráðherra til að fá úr ákveðnum hlutum skorðið áður en lengra verði haldið,“ segir Silja Dögg. Fyrirspurn Silju Daggar til Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra er í þremur liðum. Hún spyr hvort heimilt sé að framkvæma umskurð á kynfærum drengja ef ekki liggi fyrir læknisfræðilegar ástæður eða rök fyrir þörf á slíku óafturkræfu inngripi. Ef svo sé vill Silja fá að vita í hvaða tilvikum væri það heimilt. Þá spyr Silja Dögg ráðherra hvort hún telji vert að láta skoða hvort slíkt óafturkræft inngrip sem umskurður á kynfærum drengja sé geti verið refsivert samkvæmt almennri refsilöggjöf. Og hvort ráðherra telji vert að láta skoða hvort slíkt óafturkræft inngrip geti verið andstætt mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar, m.a. um jafnræði og um friðhelgi einkalífs, ákvæðum barnaverndarlaga, laga um heilbrigðisstarfsfólk, laga um réttindi sjúklinga og laga um mannréttindasáttmála Evrópu auk barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „En sumir lögfræðingar hafa nefnt að það sé hægt að gera þetta nú þegar. Þannig að ég vildi fá formlega niðurstöðu við þeim spurningum. Það er nauðsynlegt til að vita hvert skal stefna.“Þannig að þú metur þá stöðuna í framhaldi af þessum svörum, hvort nauðsynlegt sé að leggja fram annað frumvarp?„Já, ég geri það. Ég þarf náttúrlega ekki að leggja fram frumvarp að nýju ef þetta er þegar bannað. Það segir sig sjálft,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir. Alþingi Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47 Gefur ekki upp hvort hún myndi styðja umskurðarfrumvarp í atkvæðagreiðslu Heilbrigðisráðherra gefur ekki upp hvort hún muni styðja frumvarp þar sem fangelsisrefsing er lögð við umskurði. Hún telur markmiðið réttmætt, en hefur efasemdir um útfærsluna. Á fimmta hundrað íslenskra lækna hafa fagnað frumvarpinu, en landlæknir leggst gegn því. 18. mars 2018 13:00 Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins telur að umskurður ólögráða drengja án læknisfræðilegrar ástæðu kunni nú þegar að vera bannaður samkvæmt íslenskum lögum og jafnvel stjórnarskrá. Hún hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra til að fá úr þessu skorið og boðar nýtt frumvarp um bann við umskurði gerist þess þörf. Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins lagði fram frumvarp á Alþingi síðastliðinn vetur um bann við umskurði ólögráða drengja. Frumvarpið fór til nefndar eftir fyrstu umræðu en fékk ekki afgreiðslu í nefndinni. „Nefndin hafði kannski ekki tíma til að fullvinna málið og svara þeim spurningum sem brunnu á. Umsagnirnar voru reyndar fjölmargar en okkur vantaði ákveðnar upplýsingar inn í málið. Þess vegna ákvað ég að senda skriflega fyrirspurn til dómsmálaráðherra til að fá úr ákveðnum hlutum skorðið áður en lengra verði haldið,“ segir Silja Dögg. Fyrirspurn Silju Daggar til Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra er í þremur liðum. Hún spyr hvort heimilt sé að framkvæma umskurð á kynfærum drengja ef ekki liggi fyrir læknisfræðilegar ástæður eða rök fyrir þörf á slíku óafturkræfu inngripi. Ef svo sé vill Silja fá að vita í hvaða tilvikum væri það heimilt. Þá spyr Silja Dögg ráðherra hvort hún telji vert að láta skoða hvort slíkt óafturkræft inngrip sem umskurður á kynfærum drengja sé geti verið refsivert samkvæmt almennri refsilöggjöf. Og hvort ráðherra telji vert að láta skoða hvort slíkt óafturkræft inngrip geti verið andstætt mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar, m.a. um jafnræði og um friðhelgi einkalífs, ákvæðum barnaverndarlaga, laga um heilbrigðisstarfsfólk, laga um réttindi sjúklinga og laga um mannréttindasáttmála Evrópu auk barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „En sumir lögfræðingar hafa nefnt að það sé hægt að gera þetta nú þegar. Þannig að ég vildi fá formlega niðurstöðu við þeim spurningum. Það er nauðsynlegt til að vita hvert skal stefna.“Þannig að þú metur þá stöðuna í framhaldi af þessum svörum, hvort nauðsynlegt sé að leggja fram annað frumvarp?„Já, ég geri það. Ég þarf náttúrlega ekki að leggja fram frumvarp að nýju ef þetta er þegar bannað. Það segir sig sjálft,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir.
Alþingi Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47 Gefur ekki upp hvort hún myndi styðja umskurðarfrumvarp í atkvæðagreiðslu Heilbrigðisráðherra gefur ekki upp hvort hún muni styðja frumvarp þar sem fangelsisrefsing er lögð við umskurði. Hún telur markmiðið réttmætt, en hefur efasemdir um útfærsluna. Á fimmta hundrað íslenskra lækna hafa fagnað frumvarpinu, en landlæknir leggst gegn því. 18. mars 2018 13:00 Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47
Gefur ekki upp hvort hún myndi styðja umskurðarfrumvarp í atkvæðagreiðslu Heilbrigðisráðherra gefur ekki upp hvort hún muni styðja frumvarp þar sem fangelsisrefsing er lögð við umskurði. Hún telur markmiðið réttmætt, en hefur efasemdir um útfærsluna. Á fimmta hundrað íslenskra lækna hafa fagnað frumvarpinu, en landlæknir leggst gegn því. 18. mars 2018 13:00
Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48