Klopp segir að Neymar sé enginn svindlari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2018 11:00 Neymar skoraði fyrir Brasilíu í vináttulandsleik á Anfield í júní síðastliðnum. Vísir/Getty Brasilíski knattspyrnmaðurinn Neymar mætir á Anfield í kvöld þegar lið hans Paris Saint Germain spilar við Liverpool í Meistaradeildinni. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur tjáð sig um leikaraskap Neymar og hefur kannski aðra sýn á hann en margir. Neymar „eyðilagði“ endanlega ímynd sína á HM í Rússlandi í sumar með endalausum leikaraskap og látalátum eftir meinlausustu brot. Klopp kom honum engu að síður til varnar á blaðmannafundi fyrir leikinn og Daily Mail sló því upp í blaði sínu í morgun.EXPRESS SPORT: Neymar’s no cheat says Klopp #tomorrowspaperstodaypic.twitter.com/lNSdUmfMAM — Helen Miller (@MsHelicat) September 17, 2018Dæmi um vandamál Neymar vegna orðsporðsins var í vináttulandsleik á dögunum en þar fékk hann spjald fyrir leikaraskap þótt að hafi verið brotið á honum. Leiksýningin hans í Rússlandi í sumar mun fylgja honum um ókomna tíð. „Ég er ekki mikið að fylgjast með svona hlutum en ég sá nokkra leiki á HM og vissi að fólk var mikið að tala um það að hann gerði of mikið úr hlutunum,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundinum. „Þetta eru eðlileg viðbrögð hjá honum að mínu mati því hann er skotspónn varnarmanna og hann vill verja sjálfan sig. Ef mótherji fær gult spjald þá er hann um leið mun nær því að fá rautt spjald,“ sagði Klopp. „Mér finnst þetta vera klókt hjá honum og hann er að bjarga sjálfum sér. Það þarf samt enginn að hafa áhyggjur af því að við ætlum að sparka hann niður. Við spilum fótbolta og reynum að vinna boltann. Við reynum að loka á sendingar til hans og reynum að sjá til þess að hann vinni ekki boltann. Það er ekki létt verk samt,“ sagði Klopp. „Neymar er frábær fótboltamður og einstakur leikmaður. Hann var ekki heill á HM. Hann spilaði samt fyrir þjóð sína. Ég tel hann ekki vera leikmann sem vill stunda leikaraskap. Ef svo væri þá gæti hann ekki spilað sinn fótbolta,“ sagði Klopp. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Fleiri fréttir Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Brasilíski knattspyrnmaðurinn Neymar mætir á Anfield í kvöld þegar lið hans Paris Saint Germain spilar við Liverpool í Meistaradeildinni. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur tjáð sig um leikaraskap Neymar og hefur kannski aðra sýn á hann en margir. Neymar „eyðilagði“ endanlega ímynd sína á HM í Rússlandi í sumar með endalausum leikaraskap og látalátum eftir meinlausustu brot. Klopp kom honum engu að síður til varnar á blaðmannafundi fyrir leikinn og Daily Mail sló því upp í blaði sínu í morgun.EXPRESS SPORT: Neymar’s no cheat says Klopp #tomorrowspaperstodaypic.twitter.com/lNSdUmfMAM — Helen Miller (@MsHelicat) September 17, 2018Dæmi um vandamál Neymar vegna orðsporðsins var í vináttulandsleik á dögunum en þar fékk hann spjald fyrir leikaraskap þótt að hafi verið brotið á honum. Leiksýningin hans í Rússlandi í sumar mun fylgja honum um ókomna tíð. „Ég er ekki mikið að fylgjast með svona hlutum en ég sá nokkra leiki á HM og vissi að fólk var mikið að tala um það að hann gerði of mikið úr hlutunum,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundinum. „Þetta eru eðlileg viðbrögð hjá honum að mínu mati því hann er skotspónn varnarmanna og hann vill verja sjálfan sig. Ef mótherji fær gult spjald þá er hann um leið mun nær því að fá rautt spjald,“ sagði Klopp. „Mér finnst þetta vera klókt hjá honum og hann er að bjarga sjálfum sér. Það þarf samt enginn að hafa áhyggjur af því að við ætlum að sparka hann niður. Við spilum fótbolta og reynum að vinna boltann. Við reynum að loka á sendingar til hans og reynum að sjá til þess að hann vinni ekki boltann. Það er ekki létt verk samt,“ sagði Klopp. „Neymar er frábær fótboltamður og einstakur leikmaður. Hann var ekki heill á HM. Hann spilaði samt fyrir þjóð sína. Ég tel hann ekki vera leikmann sem vill stunda leikaraskap. Ef svo væri þá gæti hann ekki spilað sinn fótbolta,“ sagði Klopp.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Fleiri fréttir Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira