Bjarni ætlar ekki að tjá sig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. september 2018 12:23 Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Fréttablaðið/Stefán Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitur Reykjavíkur, ætlar að svo stöddu ekki að tjá sig opinberlega um starfslok starfsfólks hjá Orkuveitunni eða dótturfélaginu, Orku náttúrunnar. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af Bjarna í morgun í kjölfar pistils Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi starfsmanns Orku náttúrunnar, en án árangurs. Bjarni segir í tilkynningu til fjölmiðla að óski starfsmaður eftir því að farið verði betur yfir skýringar á ástæðum starfsloka þá standi það að sjálfsögðu til boða. „Í tilefni af opinberri umræðu um starfslok starfsfólks hjá Orku náttúrunnar hef ég ákveðið að ræða þau ekki frekar opinberlega að svo stöddu. Mér bar skylda til að skýra frá ástæðu starfsloka framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. Um opinberar umræður um málefni annars starfsfólks en æðsta stjórnanda gildir öðru máli. Óski starfsmaður að fara betur yfir skýringar á ástæðum starfsloka, stendur slíkt að sjálfsögðu til boða,“ segir Bjarni í tilkynningu til fjölmiðla.Ósátt við viðbrögð Bjarna „Ég get ekki skilið þessi orð öðru vísi en að ruddaleg, niðurlægjandi og í raun svívirðileg framkoma gagnvart konum sé á einhvern hátt réttlætanlegt verð að greiða fyrir þetta sem forstjórinn metur greinilega umfram allt annað.“ Svo segir í ítarlegri og harðorðri færsla Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fráfarandi forstöðumanns einstaklingsmarkaðar hjá Orku Náttúrunnar, sem vakti mikla athygli í morgun. Vísir hefur greint frá efni hennar og birt en þó hún snúist á yfirborðinu um dólgslega framgöngu fyrrverandi framkvæmdastjóra ON, sem leiddi til brottrekstrar hans, beinir Áslaug Thelma ekki síst spjótum sínum að Bjarna forstjóra OR, en ON er dótturfyrirtæki OR. Áslaug Thelma, sem var rekin frá ON, segir af bréfi og fundi sem hún og Einar Bárðarson athafnamaður, eiginmaður hennar, áttu með Bjarna og lögfræðingi félagsins. Einar hefur sagt af þessum fundi, sem fór fram á miðvikudag í síðustu viku og á þá leið að Bjarni hafi í raun viljað standa með umræddri framgöngu framkvæmdastjóra síns á annarlegum forsendum. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, tjáði fréttastofu á föstudag að stjórnin styddi ákvörðunina að segja Bjarna Má Júlíussyni upp sem framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. Þá stytti stjórnin aðgerðir forstjórans í málinu. Guðjón Viðar Guðjónsson, stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, tjáði fréttastofu í morgun að hann styðji brottvikningu Bjarna Más Júlíussonar, framkvæmdastjóra ON, og að hann vilji að það verði skoðað ofan í kjölinn hvernig staðið var að uppsögn Áslaugar Thelmu. Hildur Björnsdóttir, sömuleiðis stjórnarmaður í OR, er sama sinnis að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.Berglind tekur við af Bjarna Má Ákveðið hefur verið að forstöðumaður fyrirtækjamarkaða ON, Berglind Rán Ólafsdóttir, taki tímabundið við starfi framkvæmdastjóra ON sem Bjarni Már gegndi áður. Þetta kemur fram í annarri tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur. Til stóð að hún tæki við stöðu forstöðumanns tækniþróunar. Berglind er sameindalíffræðingur með MBA próf frá IESE í Barcelona. Hún kom til starfa hjá Orku náttúrunnar fyrir ári og hafði þá meira en áratugarreynslu af viðskiptaþróun meðal annars hjá Landsvirkjun, Medis og Íslenskri erfðagreiningu MeToo Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitur Reykjavíkur, ætlar að svo stöddu ekki að tjá sig opinberlega um starfslok starfsfólks hjá Orkuveitunni eða dótturfélaginu, Orku náttúrunnar. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af Bjarna í morgun í kjölfar pistils Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi starfsmanns Orku náttúrunnar, en án árangurs. Bjarni segir í tilkynningu til fjölmiðla að óski starfsmaður eftir því að farið verði betur yfir skýringar á ástæðum starfsloka þá standi það að sjálfsögðu til boða. „Í tilefni af opinberri umræðu um starfslok starfsfólks hjá Orku náttúrunnar hef ég ákveðið að ræða þau ekki frekar opinberlega að svo stöddu. Mér bar skylda til að skýra frá ástæðu starfsloka framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. Um opinberar umræður um málefni annars starfsfólks en æðsta stjórnanda gildir öðru máli. Óski starfsmaður að fara betur yfir skýringar á ástæðum starfsloka, stendur slíkt að sjálfsögðu til boða,“ segir Bjarni í tilkynningu til fjölmiðla.Ósátt við viðbrögð Bjarna „Ég get ekki skilið þessi orð öðru vísi en að ruddaleg, niðurlægjandi og í raun svívirðileg framkoma gagnvart konum sé á einhvern hátt réttlætanlegt verð að greiða fyrir þetta sem forstjórinn metur greinilega umfram allt annað.“ Svo segir í ítarlegri og harðorðri færsla Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fráfarandi forstöðumanns einstaklingsmarkaðar hjá Orku Náttúrunnar, sem vakti mikla athygli í morgun. Vísir hefur greint frá efni hennar og birt en þó hún snúist á yfirborðinu um dólgslega framgöngu fyrrverandi framkvæmdastjóra ON, sem leiddi til brottrekstrar hans, beinir Áslaug Thelma ekki síst spjótum sínum að Bjarna forstjóra OR, en ON er dótturfyrirtæki OR. Áslaug Thelma, sem var rekin frá ON, segir af bréfi og fundi sem hún og Einar Bárðarson athafnamaður, eiginmaður hennar, áttu með Bjarna og lögfræðingi félagsins. Einar hefur sagt af þessum fundi, sem fór fram á miðvikudag í síðustu viku og á þá leið að Bjarni hafi í raun viljað standa með umræddri framgöngu framkvæmdastjóra síns á annarlegum forsendum. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, tjáði fréttastofu á föstudag að stjórnin styddi ákvörðunina að segja Bjarna Má Júlíussyni upp sem framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. Þá stytti stjórnin aðgerðir forstjórans í málinu. Guðjón Viðar Guðjónsson, stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, tjáði fréttastofu í morgun að hann styðji brottvikningu Bjarna Más Júlíussonar, framkvæmdastjóra ON, og að hann vilji að það verði skoðað ofan í kjölinn hvernig staðið var að uppsögn Áslaugar Thelmu. Hildur Björnsdóttir, sömuleiðis stjórnarmaður í OR, er sama sinnis að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.Berglind tekur við af Bjarna Má Ákveðið hefur verið að forstöðumaður fyrirtækjamarkaða ON, Berglind Rán Ólafsdóttir, taki tímabundið við starfi framkvæmdastjóra ON sem Bjarni Már gegndi áður. Þetta kemur fram í annarri tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur. Til stóð að hún tæki við stöðu forstöðumanns tækniþróunar. Berglind er sameindalíffræðingur með MBA próf frá IESE í Barcelona. Hún kom til starfa hjá Orku náttúrunnar fyrir ári og hafði þá meira en áratugarreynslu af viðskiptaþróun meðal annars hjá Landsvirkjun, Medis og Íslenskri erfðagreiningu
MeToo Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21
Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51