Browns tapaði öllum leikjum sínum á síðustu leiktíð en síðasti sigur liðsins kom á aðfangadag fyrir tveimur árum síðan.
Í fyrsta leik tímabilsins gerði liðið jafntefli í leik þar sem tækifæri gáfust til þess að vinna en spörkin klikkuðu.
Það verður að teljast frekar ólíklegt að sparkarinn Zane Gonzalez verði áfram með vinnu um næstu helgi eftir hörmungina sem hann bauð upp á er Browns tapaði gegn New Orleans í gær, 21-18.
Gonzalez klúðraði fjórum spörkum í gær sem kostuðu liðið átta stig. Hann hefði getað komið liðinu í eins stigs forystu með mínútu eftir í gær en klúðraði þá aukastiginu. Þá hafði Cleveland skorað frábært snertimark á fjórðu tilraun. Sending frá miðju endaði með snertimarki. Það snertimark og spark Gonzalez má sjá hér að neðan.
Tyrod Taylor to Antonio Callaway for SIX on 4th down to tie it up.
The extra point is NO GOOD.
1:16 left in the game.
: FOX #CLEvsNOpic.twitter.com/vAI5kFqjo6
— NFL (@NFL) September 16, 2018
„Þetta tap skrifast 100 prósent á mig. Ég get engum um kennt nema sjálfum mér. Ég brást öllum hér í dag og það er miður því það er svo langt síðan við unnum leik,“ sagði niðurbrotinn Gonzalez eftir leik.
Eftir leikinn sat aumingja sparkarinn einn og yfirgefinn á bekknum. Enginn kom að hughreysta hann nema Wil Lutz, sparkari Saints, sem fann til með kollega sínum.
Awesome moment of true sportsmanship between two kickers. @wil_lutz5pic.twitter.com/VgxHXVubj3
— The Checkdown (@thecheckdown) September 16, 2018