Segir frumvarp um mannanöfn frelsismál hinsegin fólks Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. september 2018 13:03 Þorsteinn Víglundsson er flutningsmaður frumvarpsins Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, hyggst leggja fram frumvarp um mannanöfn þess efnis að binda endi á opinber afskipti í slíkum ákvörðunum. Hann segir að í umræðum muni líklega mætast átök milli frelsis og forræðishyggju. Frumvarpið var flutt á síðasta þingi en náði ekki fram að ganga. Málið er nú endurflutt að teknu tilliti til þeirra umsagna sem allsherjar- og menntamálanefnd aflaði. Þorsteinn Víglundsson, flutningsmaður segir að um frelsismál sé að ræða sem hafi mikla þýðingu fyrir réttindi hinsegin fólks. „Frumvarpið snýr í grundvallaratriðum að frelsi fólks til að ákveða eigið nafn eða nafn barna sinna og binda endi á opinber afskipti af slíkri ákvörðun. Þetta er ákveðið frelsismál og það sem skiptir miklu máli eru réttindi hinsegin fólks til að bæði skipta um nöfn, en einnig að breyta kynskráningu sinni. Þetta dregur því verulega úr þeim hömlum sem í dag eru á slíku ferli. Í frjálslyndu samfélagi eigum við ekki að hafa ríkisafskipti af því hvað fólk heitir eða hvernig það kýs að breyta nafni sínu frá einum tíma til annars,“ segir Þorsteinn. Frumvarpið er á dagskrá þingsins á morgun og vonar Þorsteinn að málið komist hratt til nefndar og ljúki á þessu þingi. Hann segir að í umræðum muni líklega mætast átök milli frelsis og forræðishyggju. „Það eru vafalítið skiptar skoðanir um þetta. Ég held að þetta snúi auðvitað fyrst og fremst um það hvort þingheimur styðji frelsi einstaklingsins til að ákvarða þetta sjálft. Við getu sagt að þetta endurspegli ákveðin átök milli frelsis og forræðishyggju. Ég hlakka til umræðunnar um það,“ segir Þorsteinn.Hér er hægt að lesa frumvarpið. Stj.mál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, hyggst leggja fram frumvarp um mannanöfn þess efnis að binda endi á opinber afskipti í slíkum ákvörðunum. Hann segir að í umræðum muni líklega mætast átök milli frelsis og forræðishyggju. Frumvarpið var flutt á síðasta þingi en náði ekki fram að ganga. Málið er nú endurflutt að teknu tilliti til þeirra umsagna sem allsherjar- og menntamálanefnd aflaði. Þorsteinn Víglundsson, flutningsmaður segir að um frelsismál sé að ræða sem hafi mikla þýðingu fyrir réttindi hinsegin fólks. „Frumvarpið snýr í grundvallaratriðum að frelsi fólks til að ákveða eigið nafn eða nafn barna sinna og binda endi á opinber afskipti af slíkri ákvörðun. Þetta er ákveðið frelsismál og það sem skiptir miklu máli eru réttindi hinsegin fólks til að bæði skipta um nöfn, en einnig að breyta kynskráningu sinni. Þetta dregur því verulega úr þeim hömlum sem í dag eru á slíku ferli. Í frjálslyndu samfélagi eigum við ekki að hafa ríkisafskipti af því hvað fólk heitir eða hvernig það kýs að breyta nafni sínu frá einum tíma til annars,“ segir Þorsteinn. Frumvarpið er á dagskrá þingsins á morgun og vonar Þorsteinn að málið komist hratt til nefndar og ljúki á þessu þingi. Hann segir að í umræðum muni líklega mætast átök milli frelsis og forræðishyggju. „Það eru vafalítið skiptar skoðanir um þetta. Ég held að þetta snúi auðvitað fyrst og fremst um það hvort þingheimur styðji frelsi einstaklingsins til að ákvarða þetta sjálft. Við getu sagt að þetta endurspegli ákveðin átök milli frelsis og forræðishyggju. Ég hlakka til umræðunnar um það,“ segir Þorsteinn.Hér er hægt að lesa frumvarpið.
Stj.mál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira