Haraldur Björnsson reyndist hetja Stjörnunnar í vítakeppninni. Hann varði eina spyrnu frá Blikum auk þess sem ein spyrna þeirra grænklæddu fór yfir markið.
Þetta er fyrsti bikartitill Stjörnunnar í karlaflokki og ljóst að það verður fagnað í Garðabænum í kvöld.
Í spilaranum hér fyrir neðan er hægt að sjá vítaspyrnukeppnina í heild sinni.