Segir útilokað að læknar vinni eftir útrunnum samningi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. september 2018 19:30 Sjúklingar gætu þurft að greiða heimsóknir til sérfræðilækna að fullu sjálfir ef ekki nást samningar á milli ríkisins og læknanna fyrir áramót. Formaður Læknafélags Reykjavíkur útilokar að sérfræðilæknar vinni eftir núgildandi samningi við ríkið þegar hann rennur út. Í gær fjölluðum við um konu með stökkbreytingu í brakkageni sem þurfti að fara í brjóstnám á Englandi hjá íslenskum lækni sem starfar hérlendis til að fá aðgerðina niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Læknirinn segist finna fyrir vaxandi eftirspurn sjúklinga á aðgerðum framkvæmdum erlendis. „Ég hef sjálfur fundið fyrir vaxandi eftirspurn eftir því að konur vilji hugsanlega koma til mín til aðgerða á nýju ári. Það er sjálfsagt að taka á móti þeim en það er glórulaust að geta ekki sinnt þessum hópi heima,“ segir Kristján Skúli Ásgeirsson, læknir.Samningar sérfræðilækna við Sjúkratryggingar Íslands renna út um áramótin og er formaður Læknafélags Reykjavíkur orðinn áhyggjufullur yfir stöðunni. „Við sjáum eins og er engan vilja hjá ráðherra til að semja við sérfræðilækna. Það hafa engar viðræður verið boðaðar og samningarnir renna út eftir þrjá mánuði. Þetta eru flóknir samningar, 24 sérgreinar og það tekur langan tíma að semja. Það hefur vanalega tekið sex til átta mánuði að semja um þetta. Því miður er það útilokað að læknar muni vinna á útrunnum samningi eftir áramót mánuði í senn,“ segir Þórarinn Guðnason, læknir og formaður Læknafélags Reykjavíkur. „Hljóðið er almennt ákaflega dökkt. Það er algjörlega glórulaust fyrir íslenska sjúklinga að standa í þessu,“ segir Kristján Skúli. „Það er gríðarlega breið samstaða meðal lækna að vinna ekki eftir þessum samningi þegar hann rennur út um áramótin. Þetta er þar að auki samningur sem hefur ítrekað verið brotinn, en við munum halda læknastofum okkar opnum. Við munum sinna öllum sjúklingum eins og venjulega, en það sem mun hins vegar verða öðruvísi er að sjúklingar gætu þurft að borga fyrir heimsóknina að fullu, leggja út fyrir henni að minnsta kosti og síðan skoða hvort þeir eiga endurkröfurétt á heilbrigðisyfirvöld vegna þess að það eru sjúkratryggingar í landinu. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tók yfirdrátt fyrir brjóstnámi í Englandi Kona sem greindist með stökkbreytingu í brakkageni þurfti að fara í brjóstnám á Englandi hjá íslenskum lækni, sem starfar á Íslandi, til þess að fá aðgerðina niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Hún tók þriggja og hálfrar milljóna króna yfirdrátt til þess að eiga fyrir aðgerðinni. 14. september 2018 20:00 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Sjá meira
Sjúklingar gætu þurft að greiða heimsóknir til sérfræðilækna að fullu sjálfir ef ekki nást samningar á milli ríkisins og læknanna fyrir áramót. Formaður Læknafélags Reykjavíkur útilokar að sérfræðilæknar vinni eftir núgildandi samningi við ríkið þegar hann rennur út. Í gær fjölluðum við um konu með stökkbreytingu í brakkageni sem þurfti að fara í brjóstnám á Englandi hjá íslenskum lækni sem starfar hérlendis til að fá aðgerðina niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Læknirinn segist finna fyrir vaxandi eftirspurn sjúklinga á aðgerðum framkvæmdum erlendis. „Ég hef sjálfur fundið fyrir vaxandi eftirspurn eftir því að konur vilji hugsanlega koma til mín til aðgerða á nýju ári. Það er sjálfsagt að taka á móti þeim en það er glórulaust að geta ekki sinnt þessum hópi heima,“ segir Kristján Skúli Ásgeirsson, læknir.Samningar sérfræðilækna við Sjúkratryggingar Íslands renna út um áramótin og er formaður Læknafélags Reykjavíkur orðinn áhyggjufullur yfir stöðunni. „Við sjáum eins og er engan vilja hjá ráðherra til að semja við sérfræðilækna. Það hafa engar viðræður verið boðaðar og samningarnir renna út eftir þrjá mánuði. Þetta eru flóknir samningar, 24 sérgreinar og það tekur langan tíma að semja. Það hefur vanalega tekið sex til átta mánuði að semja um þetta. Því miður er það útilokað að læknar muni vinna á útrunnum samningi eftir áramót mánuði í senn,“ segir Þórarinn Guðnason, læknir og formaður Læknafélags Reykjavíkur. „Hljóðið er almennt ákaflega dökkt. Það er algjörlega glórulaust fyrir íslenska sjúklinga að standa í þessu,“ segir Kristján Skúli. „Það er gríðarlega breið samstaða meðal lækna að vinna ekki eftir þessum samningi þegar hann rennur út um áramótin. Þetta er þar að auki samningur sem hefur ítrekað verið brotinn, en við munum halda læknastofum okkar opnum. Við munum sinna öllum sjúklingum eins og venjulega, en það sem mun hins vegar verða öðruvísi er að sjúklingar gætu þurft að borga fyrir heimsóknina að fullu, leggja út fyrir henni að minnsta kosti og síðan skoða hvort þeir eiga endurkröfurétt á heilbrigðisyfirvöld vegna þess að það eru sjúkratryggingar í landinu.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tók yfirdrátt fyrir brjóstnámi í Englandi Kona sem greindist með stökkbreytingu í brakkageni þurfti að fara í brjóstnám á Englandi hjá íslenskum lækni, sem starfar á Íslandi, til þess að fá aðgerðina niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Hún tók þriggja og hálfrar milljóna króna yfirdrátt til þess að eiga fyrir aðgerðinni. 14. september 2018 20:00 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Sjá meira
Tók yfirdrátt fyrir brjóstnámi í Englandi Kona sem greindist með stökkbreytingu í brakkageni þurfti að fara í brjóstnám á Englandi hjá íslenskum lækni, sem starfar á Íslandi, til þess að fá aðgerðina niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Hún tók þriggja og hálfrar milljóna króna yfirdrátt til þess að eiga fyrir aðgerðinni. 14. september 2018 20:00
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði