Neitun eða afneitun? Sif Sigmarsdóttir skrifar 15. september 2018 08:00 Í dag eru tíu ár frá því að bandaríski fjárfestingarbankinn Lehman Brothers varð gjaldþrota. Fall bankans, stærsta gjaldþrot í sögu Bandaríkjanna, markaði upphaf alþjóðlegrar fjármálakreppu og leiddi til bankahrunsins á Íslandi. Nokkrum vikum fyrir hrunið birtist forsíðuviðtal í Viðskiptablaðinu við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þáverandi utanríkisráðherra og formann Samfylkingar. Fyrirsögn viðtalsins var: „Hér er engin kreppa.“ Afdráttarlaus athugasemd Eiginmaður minn er annálaður brandarakarl. Orðstírinn hefur hann þó getið sér fyrir magn fremur en gæði. Eins og dyggri eiginkonu sæmir sýni ég hugðarefni bóndans stuðning og gæti þess ávallt að hlæja dátt þegar hann segir brandara eða „læka“ fari hann með gamanmál á samfélagsmiðlum. Nýverið smellti ég af skyldurækni hjarta á Twitter-færslu karlsins, léttvægt grín um minnkandi túrisma á Íslandi og ósk um annað eldgos sem vakið gæti athygli á landinu er það stöðvaði flugumferð um víða veröld. Afdráttarlaus athugasemd annars Twitter-notanda við lítilfjörlegan brandarann vakti með mér ugg: „Túrismi fer ekki minnkandi.“ Nokkuð hefur borið á fréttum af samdrætti í ferðaþjónustu síðustu vikur. „Bakslag í ferðaþjónustunni verulegt áhyggjuefni“ var fyrirsögn fréttar um samdrátt í bókun gistinótta á hótelum. „Verðstríð, færri ferðamenn og minni eyðsla veldur áhyggjum“ sagði um ástand ferðamála á Norðurlandi. „Þungt hljóð í veitingamönnum í Reykjavík“ var haft eftir formanni Matvæla- og veitingafélags Íslands eftir slæma tíð í sumar. Þótt fyrirsagnirnar hljómi ískyggilega eru varnaðarorðin þó ekki stærsta vísbendingin um að blikur séu á lofti. „Af engri ástæðu“ Fyrir rúmu ári flaug Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, svo hátt að hann missti allt jarðsamband og spáði því í viðtali við Business Insider að senn myndi hann greiða farþegum fyrir að fljúga með sér en ekki öfugt. En dramb er falli næst. Ekki leið á löngu uns fjölmiðillinn Stundin birti frétt undir fyrirsögninni „WOW air birtir ársuppgjör seinna en í fyrra af „engri ástæðu““. Viðbrögðin á samfélagsmiðlum einkenndust af sama afdráttarleysi og brandari eiginmannsins vakti: „Það er eitthvað alvarlegt að hjá ritstjórn Stundarinnar … Ef þeim [sic] vantar hugmyndir að efni til að skrifa um þá er af nógu áhugaverðu að taka þegar kemur að WOW air. Meðal annars hvernig hver einasti starfsmaður lagðist á eitt að byggja upp öflugt flugfélag með jákvæðni, áhuga og eljusemi að leiðarljósi.“ Annar bætti við: „Það er verið að raða saman sögusögnum og slúðri … Til hvers er þetta?“ Öllum er nú ljóst að það var ekki af „engri ástæðu“, eins og Skúli Mogensen orðaði það, að WOW air var ekkert að flýta sér að kynna ársuppgjör sitt fyrir 2017. Í vikunni bárust daglega fréttir af því hvernig flugfélagið berst í bökkum. „Konan lofar of miklu“ „The lady doth protest too much, methinks,“ er sagt í Hamlet um konu nokkra sem heitir því af svo yfirdrifinni staðfestu að hún muni aldrei ganga að eiga annan mann eftir andlát eiginmanns síns að yfirlýsingin þykir ekki trúverðug. Það eru ekki fréttirnar um rekstrarerfiðleika sem helst renna stoðum undir þá kenningu að halli undan fæti í ferðaþjónustu. Þvert á móti er það fjöldi frétta um alla þá sem þvertaka fyrir það sem vekur ugg. „Engin kreppa í ferðaþjónustunni,“ sagði forstjóri Bláa lónsins. „Engar þjóðhagsspár sem sýna kreppu í nánd,“ var haft eftir Bjarna Benediktssyni. Fyrir tíu árum var okkur heitið því af staðfestu að „hér væri engin kreppa“. Shakespeare vissi sem var um aldamótin 1600: „Konan lofar of miklu, þykir mér.“ Senn minnumst við Íslendingar þess að tíu ár eru liðin frá hruni. Nú, rétt eins og þá, er okkur talin trú um að við búum við óhaggandi hagsæld; hér er engin kreppa. En hvort sem árið er 1600, 2008 eða 2018 eru það gömul sannindi og ný: Afgerandi neitun er oftar en ekki afneitun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í dag eru tíu ár frá því að bandaríski fjárfestingarbankinn Lehman Brothers varð gjaldþrota. Fall bankans, stærsta gjaldþrot í sögu Bandaríkjanna, markaði upphaf alþjóðlegrar fjármálakreppu og leiddi til bankahrunsins á Íslandi. Nokkrum vikum fyrir hrunið birtist forsíðuviðtal í Viðskiptablaðinu við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þáverandi utanríkisráðherra og formann Samfylkingar. Fyrirsögn viðtalsins var: „Hér er engin kreppa.“ Afdráttarlaus athugasemd Eiginmaður minn er annálaður brandarakarl. Orðstírinn hefur hann þó getið sér fyrir magn fremur en gæði. Eins og dyggri eiginkonu sæmir sýni ég hugðarefni bóndans stuðning og gæti þess ávallt að hlæja dátt þegar hann segir brandara eða „læka“ fari hann með gamanmál á samfélagsmiðlum. Nýverið smellti ég af skyldurækni hjarta á Twitter-færslu karlsins, léttvægt grín um minnkandi túrisma á Íslandi og ósk um annað eldgos sem vakið gæti athygli á landinu er það stöðvaði flugumferð um víða veröld. Afdráttarlaus athugasemd annars Twitter-notanda við lítilfjörlegan brandarann vakti með mér ugg: „Túrismi fer ekki minnkandi.“ Nokkuð hefur borið á fréttum af samdrætti í ferðaþjónustu síðustu vikur. „Bakslag í ferðaþjónustunni verulegt áhyggjuefni“ var fyrirsögn fréttar um samdrátt í bókun gistinótta á hótelum. „Verðstríð, færri ferðamenn og minni eyðsla veldur áhyggjum“ sagði um ástand ferðamála á Norðurlandi. „Þungt hljóð í veitingamönnum í Reykjavík“ var haft eftir formanni Matvæla- og veitingafélags Íslands eftir slæma tíð í sumar. Þótt fyrirsagnirnar hljómi ískyggilega eru varnaðarorðin þó ekki stærsta vísbendingin um að blikur séu á lofti. „Af engri ástæðu“ Fyrir rúmu ári flaug Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, svo hátt að hann missti allt jarðsamband og spáði því í viðtali við Business Insider að senn myndi hann greiða farþegum fyrir að fljúga með sér en ekki öfugt. En dramb er falli næst. Ekki leið á löngu uns fjölmiðillinn Stundin birti frétt undir fyrirsögninni „WOW air birtir ársuppgjör seinna en í fyrra af „engri ástæðu““. Viðbrögðin á samfélagsmiðlum einkenndust af sama afdráttarleysi og brandari eiginmannsins vakti: „Það er eitthvað alvarlegt að hjá ritstjórn Stundarinnar … Ef þeim [sic] vantar hugmyndir að efni til að skrifa um þá er af nógu áhugaverðu að taka þegar kemur að WOW air. Meðal annars hvernig hver einasti starfsmaður lagðist á eitt að byggja upp öflugt flugfélag með jákvæðni, áhuga og eljusemi að leiðarljósi.“ Annar bætti við: „Það er verið að raða saman sögusögnum og slúðri … Til hvers er þetta?“ Öllum er nú ljóst að það var ekki af „engri ástæðu“, eins og Skúli Mogensen orðaði það, að WOW air var ekkert að flýta sér að kynna ársuppgjör sitt fyrir 2017. Í vikunni bárust daglega fréttir af því hvernig flugfélagið berst í bökkum. „Konan lofar of miklu“ „The lady doth protest too much, methinks,“ er sagt í Hamlet um konu nokkra sem heitir því af svo yfirdrifinni staðfestu að hún muni aldrei ganga að eiga annan mann eftir andlát eiginmanns síns að yfirlýsingin þykir ekki trúverðug. Það eru ekki fréttirnar um rekstrarerfiðleika sem helst renna stoðum undir þá kenningu að halli undan fæti í ferðaþjónustu. Þvert á móti er það fjöldi frétta um alla þá sem þvertaka fyrir það sem vekur ugg. „Engin kreppa í ferðaþjónustunni,“ sagði forstjóri Bláa lónsins. „Engar þjóðhagsspár sem sýna kreppu í nánd,“ var haft eftir Bjarna Benediktssyni. Fyrir tíu árum var okkur heitið því af staðfestu að „hér væri engin kreppa“. Shakespeare vissi sem var um aldamótin 1600: „Konan lofar of miklu, þykir mér.“ Senn minnumst við Íslendingar þess að tíu ár eru liðin frá hruni. Nú, rétt eins og þá, er okkur talin trú um að við búum við óhaggandi hagsæld; hér er engin kreppa. En hvort sem árið er 1600, 2008 eða 2018 eru það gömul sannindi og ný: Afgerandi neitun er oftar en ekki afneitun.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun