Hagsmunamat Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 15. september 2018 08:00 Liðin vika hefur verið undirlögð fregnum af skuldabréfaútboði WOW air og framtíð félagsins. Ljóst er að ýmislegt hefur gengið á. Fjármálamarkaðir hafa sveiflast í takt við fréttir fjölmiðla af málinu. Krónan hefur ýmist styrkst eða veikst og hlutabréfaverð sveiflast. Í gær barst svo tilkynning um að fjármögnuninni væri um það bil lokið. Forsvarsmönnum WOW hefur því tekist, að minnsta kosti í bili, að létta því óvissuástandi sem hefur varað. Lengi hefur verið vitað að WOW stæði tæpt ef ekki fengist nýtt fé að félaginu. Fyrir síðustu helgi bárust fregnir af því að forsvarsmenn WOW hefðu fundað með stjórnvöldum. Þá var því lofað að mál myndu skýrast á þriðjudag, svo frestað fram á föstudag þar til tilkynning barst síðdegis í gær. Óvissa er aldrei jákvæð í fyrirtækjarekstri. Ómögulegt er annað en að ástandið hafi haft áhrif á miðapantanir hjá WOW. Venjulegt fólk vill ekki taka áhættu með fríið sitt. Slíkur ótti kann að vera óþarfur, en hann er mannlegur. Birgjar og aðrir sem eiga í viðskiptum við félagið hljóta sömuleiðis að hafa verið órólegir. Mikilvægt er að hraða för þegar svona aðstæður skapast. Óvissan ein og sér getur grandað fyrirtækjum ef ekki er varlega farið. Skera þarf á hnútinn. Af eða á. Það gerðu Skúli Mogensen og félagar í gær. Ekki er óeðlilegt að spyrja hvað beri að gera í stöðu sem þessari þegar óvissa er uppi um rekstrarhæfi félags sem talist getur kerfislega mikilvægt. Í bankahruninu var stærð íslenska bankakerfisins slík að ríkissjóður hefði aldrei ráðið við að bjarga bönkunum. Sennilega varð það okkur til happs. Hvað varðar flugfélögin er staðan önnur, raunar vill það oft gleymast að íslenska ríkið hefur lagt Icelandair og forverum þess félags lið, til dæmis í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Hjá WOW starfa ríflega þúsund manns. Afleidd störf skipta nokkrum þúsundum. Flugfélagið flytur þriðja hvern farþega til landsins. Í tilviki Icelandair eru breyturnar enn stærri, og sveiflur í hlutabréfavirði undanfarna daga og misseri segja okkur að fjárfestar eru langt í frá sannfærðir um að viðsnúnings í rekstri félagsins sé að vænta. Fall annars eða beggja flugfélaganna myndi óhjákvæmilega hafa slæmar efnahagslegar afleiðingar. Að minnsta kosti til skamms tíma. Krónan myndi veikjast verulega. Eignaverð lækka. Efnahagslegum og pólitískum stöðugleika í landinu væri teflt í tvísýnu. Það gæti verið skynsamleg fjárfesting af hálfu ríkisins að veita flugfélagi liðsinni ef út í það færi. Staðreyndin er sú að fjárþörf WOW í tengslum við útboðið var ekki stórkostleg í samhengi við fjármál ríkisins. Nokkurra milljarða framlag til að koma félaginu fyrir horn hefði því getað verið skynsamleg ráðstöfun. Minni hagsmunum fórnað fyrir meiri, jafnvel þótt einhverjir í ríkisstjórninni myndu sennilega sitja eftir með hugmyndafræðilegt óbragð í munni. Vonandi hafa stjórnvöld lagt upp í svipaðar bollaleggingar og gert upp hug sinn ef til kæmi. Eins og svo oft í viðskiptum og lífinu almennt yrði hik sennilega sama og tap í þeim efnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Liðin vika hefur verið undirlögð fregnum af skuldabréfaútboði WOW air og framtíð félagsins. Ljóst er að ýmislegt hefur gengið á. Fjármálamarkaðir hafa sveiflast í takt við fréttir fjölmiðla af málinu. Krónan hefur ýmist styrkst eða veikst og hlutabréfaverð sveiflast. Í gær barst svo tilkynning um að fjármögnuninni væri um það bil lokið. Forsvarsmönnum WOW hefur því tekist, að minnsta kosti í bili, að létta því óvissuástandi sem hefur varað. Lengi hefur verið vitað að WOW stæði tæpt ef ekki fengist nýtt fé að félaginu. Fyrir síðustu helgi bárust fregnir af því að forsvarsmenn WOW hefðu fundað með stjórnvöldum. Þá var því lofað að mál myndu skýrast á þriðjudag, svo frestað fram á föstudag þar til tilkynning barst síðdegis í gær. Óvissa er aldrei jákvæð í fyrirtækjarekstri. Ómögulegt er annað en að ástandið hafi haft áhrif á miðapantanir hjá WOW. Venjulegt fólk vill ekki taka áhættu með fríið sitt. Slíkur ótti kann að vera óþarfur, en hann er mannlegur. Birgjar og aðrir sem eiga í viðskiptum við félagið hljóta sömuleiðis að hafa verið órólegir. Mikilvægt er að hraða för þegar svona aðstæður skapast. Óvissan ein og sér getur grandað fyrirtækjum ef ekki er varlega farið. Skera þarf á hnútinn. Af eða á. Það gerðu Skúli Mogensen og félagar í gær. Ekki er óeðlilegt að spyrja hvað beri að gera í stöðu sem þessari þegar óvissa er uppi um rekstrarhæfi félags sem talist getur kerfislega mikilvægt. Í bankahruninu var stærð íslenska bankakerfisins slík að ríkissjóður hefði aldrei ráðið við að bjarga bönkunum. Sennilega varð það okkur til happs. Hvað varðar flugfélögin er staðan önnur, raunar vill það oft gleymast að íslenska ríkið hefur lagt Icelandair og forverum þess félags lið, til dæmis í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Hjá WOW starfa ríflega þúsund manns. Afleidd störf skipta nokkrum þúsundum. Flugfélagið flytur þriðja hvern farþega til landsins. Í tilviki Icelandair eru breyturnar enn stærri, og sveiflur í hlutabréfavirði undanfarna daga og misseri segja okkur að fjárfestar eru langt í frá sannfærðir um að viðsnúnings í rekstri félagsins sé að vænta. Fall annars eða beggja flugfélaganna myndi óhjákvæmilega hafa slæmar efnahagslegar afleiðingar. Að minnsta kosti til skamms tíma. Krónan myndi veikjast verulega. Eignaverð lækka. Efnahagslegum og pólitískum stöðugleika í landinu væri teflt í tvísýnu. Það gæti verið skynsamleg fjárfesting af hálfu ríkisins að veita flugfélagi liðsinni ef út í það færi. Staðreyndin er sú að fjárþörf WOW í tengslum við útboðið var ekki stórkostleg í samhengi við fjármál ríkisins. Nokkurra milljarða framlag til að koma félaginu fyrir horn hefði því getað verið skynsamleg ráðstöfun. Minni hagsmunum fórnað fyrir meiri, jafnvel þótt einhverjir í ríkisstjórninni myndu sennilega sitja eftir með hugmyndafræðilegt óbragð í munni. Vonandi hafa stjórnvöld lagt upp í svipaðar bollaleggingar og gert upp hug sinn ef til kæmi. Eins og svo oft í viðskiptum og lífinu almennt yrði hik sennilega sama og tap í þeim efnum.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun