Spánverjarnir hringdu auðvitað í Saul Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2018 15:30 Saul Niguez. Vísir/Getty Margir Spánverjar höfðu örugglega miklar áhyggjur af miðju spænska landsliðsins eftir að landsliðsskór Andres Iniesta og David Silva fóru upp á hillu í sumar. En ekki lengur. Ný stjarna fæddist í fyrstu landsleikjunum eftir þessi kynslóðarskipti en þar er á ferðinni miðjumaður sem helsti sérfræðingur um spænska boltann, Guillem Balague, segir að muni verða næsta stórstjarna spænska fótboltans. BBC segir frá. Heimsmeistarakeppnin í Rússlandi í sumar var mjög vandræðaleg fyrir spænska landsliðið, þar sem þjálfarinn var rekinn tveimur dögum fyrir fyrsta leik og liðið datt síðan út strax í sextán liða úrslitum. Eftir HM tók Luis Enrique við þjálfun liðsins og Spánverjar unnu Englendinga á Wembley (2-1) og 6-0 stórsigur á silfurliði Króata í fyrstu tveimur leikjunum undir hans stjórn. Guillem Balague ræddi stöðuna á spænska landsliðinu í hlaðvarpi BBC Radio 5 live. Hann var mjög hrifinn af nýja manninum á miðju Spánverja sem er hinn 23 ára gamli Saul Niguez. Saul Niguez and Luis Enrique's impact on Spain's new era - BBC Sport https://t.co/6tkhRw3Fpj — Spain report (@Spainreport) September 13, 2018 Saul Niguez hefur leikið með aðalliði Atlético Madrid undanfarin fjögur tímabil en var aðeins búinn að spila 10 landsleiki fyrir leikina á móti Englandi og Króatíu. Saul Niguez skoraði í þeim báðum, jafnaði fyrst metin í 2-1 sigri á Englandi og skoraði síðan fyrsta markið í stórsigrinum á Króötum. Þetta voru hans fyrstu landsliðsmörk. Balague er á því að Saul Niguez geti orðið besti miðjumaður Evrópu. „Saul er með allt til þess að spila í þessu agressíva kerfi sem Dirego Simone er með hjá Atletico en hann er líka með hæfileikana fyrir Barcelona kerfið þar sem hann er með mjög góðar sendinga líka,“ sagði Guillem Balague. „Við höfum aldrei átt svona miðjumann. Loksins er fólk búið að átti sig á því hversu hæfileikaríkur hann er,“ sagði Guillem Balague. „Þegar hann var 18 ára gamall var Everton boðið hann en þeir sögðu nei. Þegar hann var 20 ára gamall þá gat Manchester United líka fengið hann en þeir sögðu líka nei takk. Ég held að á næstu árum verðum við að tala um hann sem einn af þeim bestu ef ekki besta miðjumann Evrópu,“ sagði Guillem Balague. Barcelona are preparing an eye-watering bid for Spanish sensation Saul Niguez. But any club wanting to buy him must pay Atletico his ridiculously expensive release clause - it's almost a quarter of a billion Australian dollars! RUMOUR MILL: https://t.co/kML3QlCPtz pic.twitter.com/4ewvItlzQ7 — FOX Sports Football (@FOXFOOTBALL) September 14, 2018 „Hann getur spilað leikstíl Simeone án bolta og er fljótur að setja pressu á liðin. Hann er líka góður í leikstíl Barcelona ef hann þyrfti að spila þar enda öflugur í snöggum nákvæmum sendingum. Hann hefur líka hæfileikana til að koma með flott hlaup inn á teiginn eins og hann sýndi í markinu sínu á móti Króatíu. Við erum þarna með allt í einum leikmanni,“ sagði Balague. Allt gott tekur enda eins og Andres Iniesta hjá spænska landsliðinu og Walter White í Breaking Bad. Þá er alltaf best að hringja í Saul. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Sjá meira
Margir Spánverjar höfðu örugglega miklar áhyggjur af miðju spænska landsliðsins eftir að landsliðsskór Andres Iniesta og David Silva fóru upp á hillu í sumar. En ekki lengur. Ný stjarna fæddist í fyrstu landsleikjunum eftir þessi kynslóðarskipti en þar er á ferðinni miðjumaður sem helsti sérfræðingur um spænska boltann, Guillem Balague, segir að muni verða næsta stórstjarna spænska fótboltans. BBC segir frá. Heimsmeistarakeppnin í Rússlandi í sumar var mjög vandræðaleg fyrir spænska landsliðið, þar sem þjálfarinn var rekinn tveimur dögum fyrir fyrsta leik og liðið datt síðan út strax í sextán liða úrslitum. Eftir HM tók Luis Enrique við þjálfun liðsins og Spánverjar unnu Englendinga á Wembley (2-1) og 6-0 stórsigur á silfurliði Króata í fyrstu tveimur leikjunum undir hans stjórn. Guillem Balague ræddi stöðuna á spænska landsliðinu í hlaðvarpi BBC Radio 5 live. Hann var mjög hrifinn af nýja manninum á miðju Spánverja sem er hinn 23 ára gamli Saul Niguez. Saul Niguez and Luis Enrique's impact on Spain's new era - BBC Sport https://t.co/6tkhRw3Fpj — Spain report (@Spainreport) September 13, 2018 Saul Niguez hefur leikið með aðalliði Atlético Madrid undanfarin fjögur tímabil en var aðeins búinn að spila 10 landsleiki fyrir leikina á móti Englandi og Króatíu. Saul Niguez skoraði í þeim báðum, jafnaði fyrst metin í 2-1 sigri á Englandi og skoraði síðan fyrsta markið í stórsigrinum á Króötum. Þetta voru hans fyrstu landsliðsmörk. Balague er á því að Saul Niguez geti orðið besti miðjumaður Evrópu. „Saul er með allt til þess að spila í þessu agressíva kerfi sem Dirego Simone er með hjá Atletico en hann er líka með hæfileikana fyrir Barcelona kerfið þar sem hann er með mjög góðar sendinga líka,“ sagði Guillem Balague. „Við höfum aldrei átt svona miðjumann. Loksins er fólk búið að átti sig á því hversu hæfileikaríkur hann er,“ sagði Guillem Balague. „Þegar hann var 18 ára gamall var Everton boðið hann en þeir sögðu nei. Þegar hann var 20 ára gamall þá gat Manchester United líka fengið hann en þeir sögðu líka nei takk. Ég held að á næstu árum verðum við að tala um hann sem einn af þeim bestu ef ekki besta miðjumann Evrópu,“ sagði Guillem Balague. Barcelona are preparing an eye-watering bid for Spanish sensation Saul Niguez. But any club wanting to buy him must pay Atletico his ridiculously expensive release clause - it's almost a quarter of a billion Australian dollars! RUMOUR MILL: https://t.co/kML3QlCPtz pic.twitter.com/4ewvItlzQ7 — FOX Sports Football (@FOXFOOTBALL) September 14, 2018 „Hann getur spilað leikstíl Simeone án bolta og er fljótur að setja pressu á liðin. Hann er líka góður í leikstíl Barcelona ef hann þyrfti að spila þar enda öflugur í snöggum nákvæmum sendingum. Hann hefur líka hæfileikana til að koma með flott hlaup inn á teiginn eins og hann sýndi í markinu sínu á móti Króatíu. Við erum þarna með allt í einum leikmanni,“ sagði Balague. Allt gott tekur enda eins og Andres Iniesta hjá spænska landsliðinu og Walter White í Breaking Bad. Þá er alltaf best að hringja í Saul.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Sjá meira