Nota falsfréttir til að grafa undan vestrænu lýðræði Höskuldur Kári Schram skrifar 13. september 2018 18:45 Yfirmaður hjá utanríkisþjónustu Evrópusambandsins segir að skipulagðir hópar dreifi falsfréttum á samfélagsmiðlum með það að markmiði að grafa undan vestrænu lýðræði. Röngum og misvísandi upplýsingum er þannig komið á framfæri til að hafa áhrif á skoðanir almennings. Giles Portman var aðalræðumaður á fundi um falsfréttir, fjölmiðla og lýðræði í Norræna húsinu í dag. Portman er yfirmaður sérstakrar netsveitar á vegum utanríkisþjónustu Evrópusambandsins sem hefur meðal annars það hlutverk að berjast gegn falsfréttum en Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um að framleiða þær á færibandi. Portman segir augljóst að slíkar fréttir séu notaðar í pólitískum tilgangi og til að grafa undan lýðræðislegu ferli. „Við höfum orðið vör við það á undanförnum 2 til 3 árum að sífellt er gerð tilraun til að afskræma, hagræða og rangfæra kosningaferli í Evrópu. Hvort sem um er ræða þingkosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslur,“ segir Portman. Sveitin heldur úti netsíðu þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um þær falsfréttir sem eru gangi á hverjum tíma. Portman segir að oft sé mörg hundruð misvísandi sögum komið í drefingu til að rugla fólk í ríminu og að þessari aðferð hafi meðal annars verið beitt í kringum eiturefnaárásina á Skripal feðginin í Bretlandi. „Við sáum að þetta var greinilega skipulögð herferð og tilgangurinn var slá ryki í augum fólks. Markmiðið var að fæla fólk frá því að rannsaka málið með því að koma þeim skilaboðum á framfæri að það væri allt svo flókið að ógjörningur væri að komast til botns í því,“ segir Portman. Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar segir að ekki liggi fyrir rannsókn á notkun og dreifingu falsfrétta hér á landi. „En þetta hefur verið rannsakað á öllum hinum Norðurlöndunum og þar er til dæmis búið að sýna fram á að Rússar eru að hafa bein áhrif með tröllaverksmiðju þar sem menn eru að skrifa inn í ummælakerfi til að rugla umræðuna. Þetta er eitthvað sem er að gerast á öllum hinum Norðurlöndunum en við vitum ekki hvernig staðan er á Íslandi,“ segir Elfa. Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Yfirmaður hjá utanríkisþjónustu Evrópusambandsins segir að skipulagðir hópar dreifi falsfréttum á samfélagsmiðlum með það að markmiði að grafa undan vestrænu lýðræði. Röngum og misvísandi upplýsingum er þannig komið á framfæri til að hafa áhrif á skoðanir almennings. Giles Portman var aðalræðumaður á fundi um falsfréttir, fjölmiðla og lýðræði í Norræna húsinu í dag. Portman er yfirmaður sérstakrar netsveitar á vegum utanríkisþjónustu Evrópusambandsins sem hefur meðal annars það hlutverk að berjast gegn falsfréttum en Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um að framleiða þær á færibandi. Portman segir augljóst að slíkar fréttir séu notaðar í pólitískum tilgangi og til að grafa undan lýðræðislegu ferli. „Við höfum orðið vör við það á undanförnum 2 til 3 árum að sífellt er gerð tilraun til að afskræma, hagræða og rangfæra kosningaferli í Evrópu. Hvort sem um er ræða þingkosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslur,“ segir Portman. Sveitin heldur úti netsíðu þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um þær falsfréttir sem eru gangi á hverjum tíma. Portman segir að oft sé mörg hundruð misvísandi sögum komið í drefingu til að rugla fólk í ríminu og að þessari aðferð hafi meðal annars verið beitt í kringum eiturefnaárásina á Skripal feðginin í Bretlandi. „Við sáum að þetta var greinilega skipulögð herferð og tilgangurinn var slá ryki í augum fólks. Markmiðið var að fæla fólk frá því að rannsaka málið með því að koma þeim skilaboðum á framfæri að það væri allt svo flókið að ógjörningur væri að komast til botns í því,“ segir Portman. Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar segir að ekki liggi fyrir rannsókn á notkun og dreifingu falsfrétta hér á landi. „En þetta hefur verið rannsakað á öllum hinum Norðurlöndunum og þar er til dæmis búið að sýna fram á að Rússar eru að hafa bein áhrif með tröllaverksmiðju þar sem menn eru að skrifa inn í ummælakerfi til að rugla umræðuna. Þetta er eitthvað sem er að gerast á öllum hinum Norðurlöndunum en við vitum ekki hvernig staðan er á Íslandi,“ segir Elfa.
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira