Bandarísku víkingarnir hafa nefnilega fengið klappið lánað og taka það óspart á heimaleikjum liðsins. Hefur það slegið í gegn og leikmenn elska það sem og stuðningsmenn.
Leikmennirnir sem mættu voru þeir Kyle Rudolph, Linval Joseph og Danielle Hunter. Með í för var tökulið frá Vikings sem hefur nú gefið út myndband af Íslandsförinni.
Sjá má innslagið að neðan.