Del Piero: Enginn þjálfari mikilvægari en Cristiano Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. september 2018 17:30 Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty Juventus goðsögn segir að áhrifin frá Cristiano Ronaldo á Juventus liðið séu mun meiri en frá nokkrum þjálfara og líkur honum við LeBron James í NBA. Cristiano Ronaldo er þekktur fyrir að geta útslagið inn á vellinum með snilli sinni og markaskorun en áhrifin eru meiri en inn á vellinum. Alessandro Del Piero er ein af stærstu hetjunum í sögu Juventus en hann vinnur nú sem fótboltaspekingur hjá Sky Sport Italia. Del Piero hefur tjáð sig um komu Cristiano Ronaldo til hans gamla félags.Would Cristiano Ronaldo make a good coach? pic.twitter.com/KNFkesP2iD — ESPN FC (@ESPNFC) September 13, 2018 „Að mínu meti er enginn þjálfari mikilvægari en CR7. Hann er magnaður sigurvegari og hefur hugarfar sem aðeins íþróttafólk í sérflokki býr yfir,“ sagði Alessandro Del Piero í viðtali við Gazzetta dello Sport. Alessandro Del Piero líkir Cristiano Ronaldo við NBA-körfuboltamanninn LeBron James. James hefur breytt örlögum liða í NBA með því að yfirgefa þau eða koma til þeirra. Enn eitt dæmið um það verður koma hans til Los Angeles Lakers í sumar. En hversu gott er lið Juventus með Cristiano Ronaldo. „Þetta lið í dag er án vafa eitt það allra besta í Evrópu. Það eru fleiri um hituna en þetta Juventus lið á skilið að ná mjög langt,“ sagði Del Piero. Það kom Del Piero á óvært þegar Juventus tókst að fá Cristiano Ronaldo til sín í sumar. „Ég trúði því ekki þegar ég heyrði þetta fyrst. Ég hélt að þetta væri gabb,“ sagði Alessandro Del Piero. Hvernig lítur tímabilið í Meisataradeildinni út að mati Alessandro Del Piero? „Real Madrid hefur unnið þrjá titla í röð og er ennþá sigurstranglegasta liðið þrátt fyrir að hafa misst Ronaldo. Í anarri röð eru lið eins og Juve, Manchester City og PSG. Í þriðju röðinni koma svo Barcelona, Bayern og Liverpool,“ segir Del Piero en er Juve liðið í dag eitt það besta hjá félaginu í sögunni. „Það er erfitt að bera saman fótboltalið frá mismunandi tíma en ég tel samt ekki að þetta lið sé búið að ná Lippi-liði Juventus. Við komust þá í fjóra úrslitaleiki í Evrópukeppni á fjórum árum. Ég er ennþá svekktur yfir því að hafa aðeins unnið einn þeirra,“ sagði Del Piero. Fyrir þá sem skilja ítölsku má sjá viðtalið við Alessandro Del Piero hér fyrir neðan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Fótbolti Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Leik lokið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Luiz Diaz til Bayern Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Leik lokið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Sjá meira
Juventus goðsögn segir að áhrifin frá Cristiano Ronaldo á Juventus liðið séu mun meiri en frá nokkrum þjálfara og líkur honum við LeBron James í NBA. Cristiano Ronaldo er þekktur fyrir að geta útslagið inn á vellinum með snilli sinni og markaskorun en áhrifin eru meiri en inn á vellinum. Alessandro Del Piero er ein af stærstu hetjunum í sögu Juventus en hann vinnur nú sem fótboltaspekingur hjá Sky Sport Italia. Del Piero hefur tjáð sig um komu Cristiano Ronaldo til hans gamla félags.Would Cristiano Ronaldo make a good coach? pic.twitter.com/KNFkesP2iD — ESPN FC (@ESPNFC) September 13, 2018 „Að mínu meti er enginn þjálfari mikilvægari en CR7. Hann er magnaður sigurvegari og hefur hugarfar sem aðeins íþróttafólk í sérflokki býr yfir,“ sagði Alessandro Del Piero í viðtali við Gazzetta dello Sport. Alessandro Del Piero líkir Cristiano Ronaldo við NBA-körfuboltamanninn LeBron James. James hefur breytt örlögum liða í NBA með því að yfirgefa þau eða koma til þeirra. Enn eitt dæmið um það verður koma hans til Los Angeles Lakers í sumar. En hversu gott er lið Juventus með Cristiano Ronaldo. „Þetta lið í dag er án vafa eitt það allra besta í Evrópu. Það eru fleiri um hituna en þetta Juventus lið á skilið að ná mjög langt,“ sagði Del Piero. Það kom Del Piero á óvært þegar Juventus tókst að fá Cristiano Ronaldo til sín í sumar. „Ég trúði því ekki þegar ég heyrði þetta fyrst. Ég hélt að þetta væri gabb,“ sagði Alessandro Del Piero. Hvernig lítur tímabilið í Meisataradeildinni út að mati Alessandro Del Piero? „Real Madrid hefur unnið þrjá titla í röð og er ennþá sigurstranglegasta liðið þrátt fyrir að hafa misst Ronaldo. Í anarri röð eru lið eins og Juve, Manchester City og PSG. Í þriðju röðinni koma svo Barcelona, Bayern og Liverpool,“ segir Del Piero en er Juve liðið í dag eitt það besta hjá félaginu í sögunni. „Það er erfitt að bera saman fótboltalið frá mismunandi tíma en ég tel samt ekki að þetta lið sé búið að ná Lippi-liði Juventus. Við komust þá í fjóra úrslitaleiki í Evrópukeppni á fjórum árum. Ég er ennþá svekktur yfir því að hafa aðeins unnið einn þeirra,“ sagði Del Piero. Fyrir þá sem skilja ítölsku má sjá viðtalið við Alessandro Del Piero hér fyrir neðan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Fótbolti Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Leik lokið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Luiz Diaz til Bayern Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Leik lokið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti