Sigmundur Davíð: „Verða þeir stoppaðir við nýju tollahlið samgönguráðherra og sagt að hjóla að borgarlínunni?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. september 2018 20:20 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og Framsóknarflokksins, síns gamla flokks, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Hann sagði að erfitt hefði verið að fylgjast með Framsókn gefa eftir sín helstu kosningaloforð í ríkisstjórnarsamstarfinu. Sigmundur gagnrýndi Katrínu Jakobsdóttur fyrir að útlista aðeins „göfug stefnumál“ en að leggja ekki til neinar aðferðir. „Hvernig á að ná markmiðunum?“ spurði Sigmundur Davíð. Það litla sem hafi verið sagt um það hafi verið „í anda sýndarpólitíkur og kerfisvæðingar.“ Þá sagði hann jafnlaunavottun ríkisstjórnarinnar „stolnar fjaðrir“ og að hann minnti að Viðreisn hafi átt veg og vanda að henni á sínum tíma. „En málið er jafnvitlaust fyrir það,“ bætti Sigmundur þó við og uppskar hlátur úr sal.Átakanleg svik Framsóknarflokksins við landsbyggðina Sigmundur var einnig harðorður í garð nýrrar loftslagsáætlunar sem ríkisstjórnin kynnti í fyrradag. Hann sagði áætlunina aðallega snúast um bönn og sýndaraðgerðir. Þá væri fjölgun rafmagnsbíla vissulega göfugt markmið, en að fráleitt sé að bensín og díselbílar verði bannaðir. Einhverjar undanþágur yrðu þó fyrir fólk á einhverjum stöðum á landsbyggðinni. „Ætli þeir fái að koma til borgarinnar á bensínbílunum sínum eða verða þeir stoppaðir við nýju tollahlið samgönguráðherra og sagt að hjóla að borgarlínunni?“ Að síðustu sagði Sigmundur að þungbært væri að horfa upp á Framsóknarflokkinn gefa upp öll sín stærstu kosningaloforð fyrir þrjá ráðherrastóla. Um sé að ræða átakanleg svik Framsóknar við landsbyggðina og innlenda matvælaframleiðslu. Þá lauk hann ræðunni með lokaskoti á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur: „Við erum með ríkisstjórn sem snýst bara um eitt, hún snýst bara um sjálfa sig.“ Alþingi Tengdar fréttir Logi: Stór hópur upplifir góðærið aðeins í gegnum meðaltöl og glanstímarit Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Sagði hann að stjórnvöld þurfi að koma með afgerandi hætti að lausn kjarasamninga sem lausir verða á næstunni. 12. september 2018 20:02 Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og Framsóknarflokksins, síns gamla flokks, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Hann sagði að erfitt hefði verið að fylgjast með Framsókn gefa eftir sín helstu kosningaloforð í ríkisstjórnarsamstarfinu. Sigmundur gagnrýndi Katrínu Jakobsdóttur fyrir að útlista aðeins „göfug stefnumál“ en að leggja ekki til neinar aðferðir. „Hvernig á að ná markmiðunum?“ spurði Sigmundur Davíð. Það litla sem hafi verið sagt um það hafi verið „í anda sýndarpólitíkur og kerfisvæðingar.“ Þá sagði hann jafnlaunavottun ríkisstjórnarinnar „stolnar fjaðrir“ og að hann minnti að Viðreisn hafi átt veg og vanda að henni á sínum tíma. „En málið er jafnvitlaust fyrir það,“ bætti Sigmundur þó við og uppskar hlátur úr sal.Átakanleg svik Framsóknarflokksins við landsbyggðina Sigmundur var einnig harðorður í garð nýrrar loftslagsáætlunar sem ríkisstjórnin kynnti í fyrradag. Hann sagði áætlunina aðallega snúast um bönn og sýndaraðgerðir. Þá væri fjölgun rafmagnsbíla vissulega göfugt markmið, en að fráleitt sé að bensín og díselbílar verði bannaðir. Einhverjar undanþágur yrðu þó fyrir fólk á einhverjum stöðum á landsbyggðinni. „Ætli þeir fái að koma til borgarinnar á bensínbílunum sínum eða verða þeir stoppaðir við nýju tollahlið samgönguráðherra og sagt að hjóla að borgarlínunni?“ Að síðustu sagði Sigmundur að þungbært væri að horfa upp á Framsóknarflokkinn gefa upp öll sín stærstu kosningaloforð fyrir þrjá ráðherrastóla. Um sé að ræða átakanleg svik Framsóknar við landsbyggðina og innlenda matvælaframleiðslu. Þá lauk hann ræðunni með lokaskoti á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur: „Við erum með ríkisstjórn sem snýst bara um eitt, hún snýst bara um sjálfa sig.“
Alþingi Tengdar fréttir Logi: Stór hópur upplifir góðærið aðeins í gegnum meðaltöl og glanstímarit Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Sagði hann að stjórnvöld þurfi að koma með afgerandi hætti að lausn kjarasamninga sem lausir verða á næstunni. 12. september 2018 20:02 Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Sjá meira
Logi: Stór hópur upplifir góðærið aðeins í gegnum meðaltöl og glanstímarit Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Sagði hann að stjórnvöld þurfi að koma með afgerandi hætti að lausn kjarasamninga sem lausir verða á næstunni. 12. september 2018 20:02
Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00