Donni: Þetta er náttúrulega geggjað lið Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar 12. september 2018 20:01 Donni fagnar marki. vísir/ernir Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, var afar stoltur af sínu liði í leikslok er Þór/KA tapaði 1-0 fyrir stórliði Wolfsburg í fyrri leik liðanna i 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Við héldum skipulagi í 90 mínútur á móti besta liði heims, fengum bara á okkur eitt mark og gáfum okkur góðan séns fyrir útileikinn, sem er bara frábært,“ sagði Donni og bætti því við að hans konur hefðu hæglega getað sett þrjú mörk í leiknum. „Við vorum að spila við alveg hrikalega sterkt lið, það sást hvað þær voru góðar en mér fannst mitt lið líka mjög gott í að loka svæðum og henda sér fyrir það sem þurfti að henda sér fyrir.“ Leikmenn Þór/KA héldu boltanum ekki vel í leiknum og sagði Donni það vissulega rétt að hans stúlkur hefðu getað gert betur í því að halda boltanum. Þegar liðin gengu til búningsherbergja leiddu þær þýsku með einu marki og hálfleiksræða Donna var ekki flókin. „Bara halda áfram. Við vorum ekkert ósáttar við það þó það væri eitt núll. Við ætluðum alltaf að skora eitt mark og þá hefði verið 1 – 1 sem hefði verið vænleg staða fyrir okkur,“ sagði Donni og bætti við: „Það var pínu svekkjandi hvernig markið kom. Ég hefði frekar viljað fá hann hérna sláinn inn í staðinn fyrir að fá mark eftir fast leikatriði þar sem þær hirða seinni boltann.“ „Þetta er náttúrulega geggjað lið,“ sagði Donni og bætir því við að: „Eins marks tap gegn Wolfsburg, fyrir íslenskt lið er stórkostlegur sigur í rauninni og við gefum okkur möguleika, vitum að þeir eru ekki miklir, fyrir útileikinn sem er stórkostlegt, að geta farið til Þýskalands og eiga bara möguleika með eitt fast leikatriði sem dettur okkur í hag.“ Um leið og Donni ítrekaði hversu stoltur hann væri af sínum stelpum hrósaði hann áhorfendum á Þórsvelli sem töldu 1529 manns. „Ég er mjög ánægður með fólkið sem mætti hér í dag. Þvílíkur stuðningur sem skilaði mjög miklu til okkar allra sem stöndum að þessu,“ sagði Donni og þakkaði að lokum öllum þeim sem mættu og studdu stelpurnar í þessum gríðarlega mikilvæga leik. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Sjá meira
Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, var afar stoltur af sínu liði í leikslok er Þór/KA tapaði 1-0 fyrir stórliði Wolfsburg í fyrri leik liðanna i 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Við héldum skipulagi í 90 mínútur á móti besta liði heims, fengum bara á okkur eitt mark og gáfum okkur góðan séns fyrir útileikinn, sem er bara frábært,“ sagði Donni og bætti því við að hans konur hefðu hæglega getað sett þrjú mörk í leiknum. „Við vorum að spila við alveg hrikalega sterkt lið, það sást hvað þær voru góðar en mér fannst mitt lið líka mjög gott í að loka svæðum og henda sér fyrir það sem þurfti að henda sér fyrir.“ Leikmenn Þór/KA héldu boltanum ekki vel í leiknum og sagði Donni það vissulega rétt að hans stúlkur hefðu getað gert betur í því að halda boltanum. Þegar liðin gengu til búningsherbergja leiddu þær þýsku með einu marki og hálfleiksræða Donna var ekki flókin. „Bara halda áfram. Við vorum ekkert ósáttar við það þó það væri eitt núll. Við ætluðum alltaf að skora eitt mark og þá hefði verið 1 – 1 sem hefði verið vænleg staða fyrir okkur,“ sagði Donni og bætti við: „Það var pínu svekkjandi hvernig markið kom. Ég hefði frekar viljað fá hann hérna sláinn inn í staðinn fyrir að fá mark eftir fast leikatriði þar sem þær hirða seinni boltann.“ „Þetta er náttúrulega geggjað lið,“ sagði Donni og bætir því við að: „Eins marks tap gegn Wolfsburg, fyrir íslenskt lið er stórkostlegur sigur í rauninni og við gefum okkur möguleika, vitum að þeir eru ekki miklir, fyrir útileikinn sem er stórkostlegt, að geta farið til Þýskalands og eiga bara möguleika með eitt fast leikatriði sem dettur okkur í hag.“ Um leið og Donni ítrekaði hversu stoltur hann væri af sínum stelpum hrósaði hann áhorfendum á Þórsvelli sem töldu 1529 manns. „Ég er mjög ánægður með fólkið sem mætti hér í dag. Þvílíkur stuðningur sem skilaði mjög miklu til okkar allra sem stöndum að þessu,“ sagði Donni og þakkaði að lokum öllum þeim sem mættu og studdu stelpurnar í þessum gríðarlega mikilvæga leik.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu