Donni: Þetta er náttúrulega geggjað lið Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar 12. september 2018 20:01 Donni fagnar marki. vísir/ernir Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, var afar stoltur af sínu liði í leikslok er Þór/KA tapaði 1-0 fyrir stórliði Wolfsburg í fyrri leik liðanna i 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Við héldum skipulagi í 90 mínútur á móti besta liði heims, fengum bara á okkur eitt mark og gáfum okkur góðan séns fyrir útileikinn, sem er bara frábært,“ sagði Donni og bætti því við að hans konur hefðu hæglega getað sett þrjú mörk í leiknum. „Við vorum að spila við alveg hrikalega sterkt lið, það sást hvað þær voru góðar en mér fannst mitt lið líka mjög gott í að loka svæðum og henda sér fyrir það sem þurfti að henda sér fyrir.“ Leikmenn Þór/KA héldu boltanum ekki vel í leiknum og sagði Donni það vissulega rétt að hans stúlkur hefðu getað gert betur í því að halda boltanum. Þegar liðin gengu til búningsherbergja leiddu þær þýsku með einu marki og hálfleiksræða Donna var ekki flókin. „Bara halda áfram. Við vorum ekkert ósáttar við það þó það væri eitt núll. Við ætluðum alltaf að skora eitt mark og þá hefði verið 1 – 1 sem hefði verið vænleg staða fyrir okkur,“ sagði Donni og bætti við: „Það var pínu svekkjandi hvernig markið kom. Ég hefði frekar viljað fá hann hérna sláinn inn í staðinn fyrir að fá mark eftir fast leikatriði þar sem þær hirða seinni boltann.“ „Þetta er náttúrulega geggjað lið,“ sagði Donni og bætir því við að: „Eins marks tap gegn Wolfsburg, fyrir íslenskt lið er stórkostlegur sigur í rauninni og við gefum okkur möguleika, vitum að þeir eru ekki miklir, fyrir útileikinn sem er stórkostlegt, að geta farið til Þýskalands og eiga bara möguleika með eitt fast leikatriði sem dettur okkur í hag.“ Um leið og Donni ítrekaði hversu stoltur hann væri af sínum stelpum hrósaði hann áhorfendum á Þórsvelli sem töldu 1529 manns. „Ég er mjög ánægður með fólkið sem mætti hér í dag. Þvílíkur stuðningur sem skilaði mjög miklu til okkar allra sem stöndum að þessu,“ sagði Donni og þakkaði að lokum öllum þeim sem mættu og studdu stelpurnar í þessum gríðarlega mikilvæga leik. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, var afar stoltur af sínu liði í leikslok er Þór/KA tapaði 1-0 fyrir stórliði Wolfsburg í fyrri leik liðanna i 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Við héldum skipulagi í 90 mínútur á móti besta liði heims, fengum bara á okkur eitt mark og gáfum okkur góðan séns fyrir útileikinn, sem er bara frábært,“ sagði Donni og bætti því við að hans konur hefðu hæglega getað sett þrjú mörk í leiknum. „Við vorum að spila við alveg hrikalega sterkt lið, það sást hvað þær voru góðar en mér fannst mitt lið líka mjög gott í að loka svæðum og henda sér fyrir það sem þurfti að henda sér fyrir.“ Leikmenn Þór/KA héldu boltanum ekki vel í leiknum og sagði Donni það vissulega rétt að hans stúlkur hefðu getað gert betur í því að halda boltanum. Þegar liðin gengu til búningsherbergja leiddu þær þýsku með einu marki og hálfleiksræða Donna var ekki flókin. „Bara halda áfram. Við vorum ekkert ósáttar við það þó það væri eitt núll. Við ætluðum alltaf að skora eitt mark og þá hefði verið 1 – 1 sem hefði verið vænleg staða fyrir okkur,“ sagði Donni og bætti við: „Það var pínu svekkjandi hvernig markið kom. Ég hefði frekar viljað fá hann hérna sláinn inn í staðinn fyrir að fá mark eftir fast leikatriði þar sem þær hirða seinni boltann.“ „Þetta er náttúrulega geggjað lið,“ sagði Donni og bætir því við að: „Eins marks tap gegn Wolfsburg, fyrir íslenskt lið er stórkostlegur sigur í rauninni og við gefum okkur möguleika, vitum að þeir eru ekki miklir, fyrir útileikinn sem er stórkostlegt, að geta farið til Þýskalands og eiga bara möguleika með eitt fast leikatriði sem dettur okkur í hag.“ Um leið og Donni ítrekaði hversu stoltur hann væri af sínum stelpum hrósaði hann áhorfendum á Þórsvelli sem töldu 1529 manns. „Ég er mjög ánægður með fólkið sem mætti hér í dag. Þvílíkur stuðningur sem skilaði mjög miklu til okkar allra sem stöndum að þessu,“ sagði Donni og þakkaði að lokum öllum þeim sem mættu og studdu stelpurnar í þessum gríðarlega mikilvæga leik.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira