Liðsfélagi Gylfa hjá Everton sjóðheitur með brasilíska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2018 07:45 Richarlison fagnar marki í nótt.Hann var í níunni hjá brasilíska landsliðinu. Vísir/Getty Richarlison hefur byrjað tímabilið vel með Everton og hann fylgdi því eftir með flottri frammistöðu með brasilíska landsliðinu í nótt. Richarlison skoraði tvö mörk í leiknum og fiskaði einnig víti. Neymar, Philippe Coutinho og Marquinhos voru líka á skotskónum. Neymar gaf þrjár stoðsendingar í leiknum.ACABOU! Cheio de novidades na escalação, o #Brasil goleia @LaSelecta_SLV e fecha mais um compromisso com duas vitórias! #GigantesPorNatureza 5-0 | #BRAxESApic.twitter.com/A4NbojAbbo — CBF Futebol (@CBF_Futebol) September 12, 2018Richarlison var í fyrsta sinn í byrjunarliði Brasilíu þegar liðið vann 5-0 sigur á El Slavador á FedExField leikvanginum í Maryland. Richarlison er nýorðinn liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar en Everton keypti hann frá Watford fyrir 50 milljónir punda í sumar. Hann hefur skoraði 3 mörk í fyrstu 3 leikjum sínum með Everton-liðinu í ensku úrvalsdeildinni. Richarlison var fljótur að láta til sín taka í leiknum í nótt því hann fiskaði víti strax á annarri mínútur. Neymar skoraði úr vítinu. Richarlison skoraði síðan sjálfur á 16. mínútu eftir sendingu frá Neymar og Neymar lagði líka upp mark fyrir Philippe Coutinho á 30. mínútu. Brasilíumenn voru því 3-0 yfir í hálfleik. Richarlison skoraði fjórða markið og annað markið sitt á 50. mínútu og varnarmaðurinn Marquinhos skallaði síðan boltann í markið á lokamínútu leiksins eftir sendingu frá Neymar.O primeiro pela #SeleçãoBrasileira é inesquecível! @richarlison97#BRAxESA#DançadoPombo Lucas Figueiredo / CBF pic.twitter.com/NiYuGMmEp5 — CBF Futebol (@CBF_Futebol) September 12, 2018Argentínumenn léku án Lionel Messi í nótt og urðu að sætta sig við markalaust jafntefli á móti Kólumbíu. Hinn 19 ára gamli miðjumaður Tyler Adam tryggði bandaríska landsliðinu 1-0 sigur á Mexíkó þegar liðin mættust í Nashville. Fjórum mínútum fyrir markið þá misstu Mexíkóbúar Angel Zaldivar útaf með rautt spjald. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira
Richarlison hefur byrjað tímabilið vel með Everton og hann fylgdi því eftir með flottri frammistöðu með brasilíska landsliðinu í nótt. Richarlison skoraði tvö mörk í leiknum og fiskaði einnig víti. Neymar, Philippe Coutinho og Marquinhos voru líka á skotskónum. Neymar gaf þrjár stoðsendingar í leiknum.ACABOU! Cheio de novidades na escalação, o #Brasil goleia @LaSelecta_SLV e fecha mais um compromisso com duas vitórias! #GigantesPorNatureza 5-0 | #BRAxESApic.twitter.com/A4NbojAbbo — CBF Futebol (@CBF_Futebol) September 12, 2018Richarlison var í fyrsta sinn í byrjunarliði Brasilíu þegar liðið vann 5-0 sigur á El Slavador á FedExField leikvanginum í Maryland. Richarlison er nýorðinn liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar en Everton keypti hann frá Watford fyrir 50 milljónir punda í sumar. Hann hefur skoraði 3 mörk í fyrstu 3 leikjum sínum með Everton-liðinu í ensku úrvalsdeildinni. Richarlison var fljótur að láta til sín taka í leiknum í nótt því hann fiskaði víti strax á annarri mínútur. Neymar skoraði úr vítinu. Richarlison skoraði síðan sjálfur á 16. mínútu eftir sendingu frá Neymar og Neymar lagði líka upp mark fyrir Philippe Coutinho á 30. mínútu. Brasilíumenn voru því 3-0 yfir í hálfleik. Richarlison skoraði fjórða markið og annað markið sitt á 50. mínútu og varnarmaðurinn Marquinhos skallaði síðan boltann í markið á lokamínútu leiksins eftir sendingu frá Neymar.O primeiro pela #SeleçãoBrasileira é inesquecível! @richarlison97#BRAxESA#DançadoPombo Lucas Figueiredo / CBF pic.twitter.com/NiYuGMmEp5 — CBF Futebol (@CBF_Futebol) September 12, 2018Argentínumenn léku án Lionel Messi í nótt og urðu að sætta sig við markalaust jafntefli á móti Kólumbíu. Hinn 19 ára gamli miðjumaður Tyler Adam tryggði bandaríska landsliðinu 1-0 sigur á Mexíkó þegar liðin mættust í Nashville. Fjórum mínútum fyrir markið þá misstu Mexíkóbúar Angel Zaldivar útaf með rautt spjald.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira