Borgaralegu flokkarnir vilja stjórnarmyndunarumboð Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 10. september 2018 19:00 Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, hefur farið fram á stjórnarmyndunarumboð eftir fund með leiðtogum borgaralegu flokkanna í Svíþjóð. Svíþjóðardemókratar hafa þegar óskað eftir viðræðum við borgaralegu blokkina en Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við háskólann í Malmö, segir það ekki hugnast borgaraflokkunum að vinna með Svíþjóðardemókrötum. „Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókratanna, sendi út boð til borgaralegu blokkarinnar eða Moderaterna sem er stærsti flokkurinn og þeir hafa ekki samþykkt að ganga til samstarfs við Svíþjóðardemókrata,“ segir hún. Hinsvegar mun það reynast snúið að mynda ríkisstjórn án Svíþjóðardemókrata eða vinstriflokkanna sem mynda núverandi ríkisstjórn. „Borgaralega blokkin hefur það að sameiginlegu markmiði að koma ríkisstjórn Stefan Löfven frá völdum. Það er því ákaflega flókin staða ef að borgaralega blokkin vill ekki reiða sig á stuðning Svíþjóðardemókrata."Stefan Löfven, forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmannaflokksins, sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að úrslitin mörkuðu dauða blokkastjórnmálanna. Hann bauð flokkunum á miðju og hægri væng stjórnmálanna til viðræðna strax í gærkvöldi en nú er ljóst að borgaralegu flokkarnir vilja gera það á sínum forsendum. Gunnhildur tekur undir með Löfven um dauða blokkastjórnmála. „Ég held að þetta sé að einhverju endalok blokkapólitíkurinnar í Svíþjóð,“ segir hún. „Svíþjóðardemókratar eru orðnir það stórir að þeir eru í raun þriðja blokkin og hinar tvær blokkirnar verða að vinna saman." Gunnhildur telur að staða forsætisráðherrans sé afar þröng en formenn Moderaterna og Miðflokksins hafa kallað á eftir afsögn hans. „Jafnvel þó að Jafnaðarmenn eru stærsti flokkurinn verða þeir að leita yfir til borgaralegu blokkarinnar. Hann hefur verið að vinna að því undanförnum vikum en hann virðist geta hugsað sér að mynda sttjórn með Miðuflokknum og Frjálslyndum.“ Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Segir Svíþjóðardemókrata í oddastöðu Svíþjóðardemókratar eru í oddastöðu, þrátt fyrir að vera ekki líklegir til að sitja í ríkisstjórn, að sögn stjórnmálafræðings við háskólann í Malmö. Nýtt pólitískt landslag blasir við í Svíþjóð í framhaldi af þingkosningunum í dag en búist er við góðri kjörsókn og spennandi kosningum. 9. september 2018 13:05 Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00 Löfven segir úrslitin vera dauða blokkapólitíkurinnar Sagði ekki af sér líkt og formaður Modertana hafði kallað eftir. 9. september 2018 22:47 Formaður Svíþjóðardemókrata segir flokkinn eiga eftir að ráða miklu um stefnu Svíþjóðar Flokkur hans hefur markað sér skýra stefnu gegn innflytjendum og hét Akesson því að nýta sér þennan meðbyr sem flokkurinn hans hefur fengið til aðgerða. 9. september 2018 21:49 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, hefur farið fram á stjórnarmyndunarumboð eftir fund með leiðtogum borgaralegu flokkanna í Svíþjóð. Svíþjóðardemókratar hafa þegar óskað eftir viðræðum við borgaralegu blokkina en Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við háskólann í Malmö, segir það ekki hugnast borgaraflokkunum að vinna með Svíþjóðardemókrötum. „Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókratanna, sendi út boð til borgaralegu blokkarinnar eða Moderaterna sem er stærsti flokkurinn og þeir hafa ekki samþykkt að ganga til samstarfs við Svíþjóðardemókrata,“ segir hún. Hinsvegar mun það reynast snúið að mynda ríkisstjórn án Svíþjóðardemókrata eða vinstriflokkanna sem mynda núverandi ríkisstjórn. „Borgaralega blokkin hefur það að sameiginlegu markmiði að koma ríkisstjórn Stefan Löfven frá völdum. Það er því ákaflega flókin staða ef að borgaralega blokkin vill ekki reiða sig á stuðning Svíþjóðardemókrata."Stefan Löfven, forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmannaflokksins, sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að úrslitin mörkuðu dauða blokkastjórnmálanna. Hann bauð flokkunum á miðju og hægri væng stjórnmálanna til viðræðna strax í gærkvöldi en nú er ljóst að borgaralegu flokkarnir vilja gera það á sínum forsendum. Gunnhildur tekur undir með Löfven um dauða blokkastjórnmála. „Ég held að þetta sé að einhverju endalok blokkapólitíkurinnar í Svíþjóð,“ segir hún. „Svíþjóðardemókratar eru orðnir það stórir að þeir eru í raun þriðja blokkin og hinar tvær blokkirnar verða að vinna saman." Gunnhildur telur að staða forsætisráðherrans sé afar þröng en formenn Moderaterna og Miðflokksins hafa kallað á eftir afsögn hans. „Jafnvel þó að Jafnaðarmenn eru stærsti flokkurinn verða þeir að leita yfir til borgaralegu blokkarinnar. Hann hefur verið að vinna að því undanförnum vikum en hann virðist geta hugsað sér að mynda sttjórn með Miðuflokknum og Frjálslyndum.“
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Segir Svíþjóðardemókrata í oddastöðu Svíþjóðardemókratar eru í oddastöðu, þrátt fyrir að vera ekki líklegir til að sitja í ríkisstjórn, að sögn stjórnmálafræðings við háskólann í Malmö. Nýtt pólitískt landslag blasir við í Svíþjóð í framhaldi af þingkosningunum í dag en búist er við góðri kjörsókn og spennandi kosningum. 9. september 2018 13:05 Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00 Löfven segir úrslitin vera dauða blokkapólitíkurinnar Sagði ekki af sér líkt og formaður Modertana hafði kallað eftir. 9. september 2018 22:47 Formaður Svíþjóðardemókrata segir flokkinn eiga eftir að ráða miklu um stefnu Svíþjóðar Flokkur hans hefur markað sér skýra stefnu gegn innflytjendum og hét Akesson því að nýta sér þennan meðbyr sem flokkurinn hans hefur fengið til aðgerða. 9. september 2018 21:49 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Segir Svíþjóðardemókrata í oddastöðu Svíþjóðardemókratar eru í oddastöðu, þrátt fyrir að vera ekki líklegir til að sitja í ríkisstjórn, að sögn stjórnmálafræðings við háskólann í Malmö. Nýtt pólitískt landslag blasir við í Svíþjóð í framhaldi af þingkosningunum í dag en búist er við góðri kjörsókn og spennandi kosningum. 9. september 2018 13:05
Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00
Löfven segir úrslitin vera dauða blokkapólitíkurinnar Sagði ekki af sér líkt og formaður Modertana hafði kallað eftir. 9. september 2018 22:47
Formaður Svíþjóðardemókrata segir flokkinn eiga eftir að ráða miklu um stefnu Svíþjóðar Flokkur hans hefur markað sér skýra stefnu gegn innflytjendum og hét Akesson því að nýta sér þennan meðbyr sem flokkurinn hans hefur fengið til aðgerða. 9. september 2018 21:49