36 milljónir bíla greiddu fyrir Hvalafjarðargöngin Heimir Már Pétursson skrifar 28. september 2018 12:44 Viðskiptavinir eiga á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir hjá fyrirtækinu. Vísir/Jói K Um þrjátíu og sex milljónir bíla og um 70 milljón manns hafa farið um Hvalfjarðargöng frá því umferð var hleypt á þau árið 1998. Göngunum verður skilað til ríkissjóðs í dag og eftir það verður umferð um þau gjaldfrjáls. Viðskiptavinir eiga á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir hjá fyrirtækinu. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra tekur formlega við göngunum við norðurenda þeirra klukkan eitt í dag en þar með lýkur tuttugu ára stjórn Spalar á göngunum. Gísli Gíslason stjórnarformaður fyrirtækisins segir daginn í dag því marka tímamót bæði fyrir Spöl og vegfarendur, sem aka frítt í gegnum göngin eftir klukkan eitt í dag. „Þetta mannvirki er auðvitað orðið tuttugu ára gamalt en stendur vel fyrir sínu. Eftir úttektir er þetta gott mannvirki. En það er fyrst og fremst gott fyrir vegfarendur. Mér sýnist að um 36 milljónir bíla verði búnir að aka í gegn um göngin núna í lok September,” segir Gísli. Sé reiknað með að tveir vegfarendur séu í hverjum bíl að meðaltali hafi um 70 milljón manns keyrt um gögnin. Óhöpp hafi verið tiltölulega smá fyrir utan eitt banaslys sem hafi komið illa við fólk. Í framhaldinu sé mikilvægt að vel sé hugað að öryggismálum eins og hingað til í göngunum. Spölur hafi verið verkfæri til að byggja göngin og reka þau síðast liðin tuttugu ár. „Það eru auðvitað vegfarendur fyrst og fremst sem eru að greiða fyrir þetta mannvirki og það eru auðvitað vegfarendur sem eru að skila því nú til ríkisins til rekstar.”Er spölur þá orðin skuldlaus í dag? „Síðasta afborgun af lánum spalar var greidd í gær. Þannig að nú erum við skuldlaus í þessum langtíma skuldum,” segir Gísli. Hins vegar eigi vegfarendur margir inneignir hjá fyrirtækinu með fyrir fram greiddum ferðum. En reiknað sé með að Spölur hafi greitt þær og verði skuldlaus áður en árið sé liðið. „Við hvetjum alla til að líta inn á vef Spalar, spölur.is, og kynna sér hvar og hvernig megi nálgast endurgreiðslur. Menn fá þrjú þúsund krónur fyrir hvern lykil sem skilað er inn. Inneignir verða endurgreiddar og ef rauðu miðunum frægu er skilað er endurgreiðsla fólgin í því,” segir Gísli. En rauðu miðarnir eru afsláttarmiðar og um 50 þúsund lyklar hafi verið í umferð. Gísli hafði ekki nákvæma tölu á takteinum varðandi útistandandi inneignir en sagðist reikna með að þær væru á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir króna. Samgöngur Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Um þrjátíu og sex milljónir bíla og um 70 milljón manns hafa farið um Hvalfjarðargöng frá því umferð var hleypt á þau árið 1998. Göngunum verður skilað til ríkissjóðs í dag og eftir það verður umferð um þau gjaldfrjáls. Viðskiptavinir eiga á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir hjá fyrirtækinu. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra tekur formlega við göngunum við norðurenda þeirra klukkan eitt í dag en þar með lýkur tuttugu ára stjórn Spalar á göngunum. Gísli Gíslason stjórnarformaður fyrirtækisins segir daginn í dag því marka tímamót bæði fyrir Spöl og vegfarendur, sem aka frítt í gegnum göngin eftir klukkan eitt í dag. „Þetta mannvirki er auðvitað orðið tuttugu ára gamalt en stendur vel fyrir sínu. Eftir úttektir er þetta gott mannvirki. En það er fyrst og fremst gott fyrir vegfarendur. Mér sýnist að um 36 milljónir bíla verði búnir að aka í gegn um göngin núna í lok September,” segir Gísli. Sé reiknað með að tveir vegfarendur séu í hverjum bíl að meðaltali hafi um 70 milljón manns keyrt um gögnin. Óhöpp hafi verið tiltölulega smá fyrir utan eitt banaslys sem hafi komið illa við fólk. Í framhaldinu sé mikilvægt að vel sé hugað að öryggismálum eins og hingað til í göngunum. Spölur hafi verið verkfæri til að byggja göngin og reka þau síðast liðin tuttugu ár. „Það eru auðvitað vegfarendur fyrst og fremst sem eru að greiða fyrir þetta mannvirki og það eru auðvitað vegfarendur sem eru að skila því nú til ríkisins til rekstar.”Er spölur þá orðin skuldlaus í dag? „Síðasta afborgun af lánum spalar var greidd í gær. Þannig að nú erum við skuldlaus í þessum langtíma skuldum,” segir Gísli. Hins vegar eigi vegfarendur margir inneignir hjá fyrirtækinu með fyrir fram greiddum ferðum. En reiknað sé með að Spölur hafi greitt þær og verði skuldlaus áður en árið sé liðið. „Við hvetjum alla til að líta inn á vef Spalar, spölur.is, og kynna sér hvar og hvernig megi nálgast endurgreiðslur. Menn fá þrjú þúsund krónur fyrir hvern lykil sem skilað er inn. Inneignir verða endurgreiddar og ef rauðu miðunum frægu er skilað er endurgreiðsla fólgin í því,” segir Gísli. En rauðu miðarnir eru afsláttarmiðar og um 50 þúsund lyklar hafi verið í umferð. Gísli hafði ekki nákvæma tölu á takteinum varðandi útistandandi inneignir en sagðist reikna með að þær væru á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir króna.
Samgöngur Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira