Ólga í Umhyggju Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 27. september 2018 17:00 Ragna K. Marinósdóttir er framkvæmdastjóri Umhyggju. Hún vildi ekki tjá sig um afsögn stjórnarmeðlima. Fréttablaðið/Stefán Átök eru innan stjórnar Umhyggju, félags sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Þrír stjórnarmeðlimir sögðu sig úr stjórninni og telja félagið ekki sinna skyldum sínum gagnvart þeim fjölskyldum sem það vinnur fyrir. Umhyggja er eingöngu rekin fyrir gjafafé og styrki almennings. Tilgangur félagsins er meðal annars að efla og styrkja tengsl fagfólks og foreldra langveikra barna, stuðla að upplýsingamiðlun milli foreldrahópa langveikra barna og auka skilning stjórnvalda og almennings á vandamálum og þörfum sem þessar fjölskyldur standa frammi fyrir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur ítrekað verið kvartað undan störfum framkvæmdastjóra félagsins og félagið verið gagnrýnt fyrir að sinna ekki hlutverki sínu og hafa sofnað á verðinum. Lítið hafi farið fyrir félaginu síðustu ár.Töldu ákvarðanir stjórnar hunsaðar Stjórnin samanstendur af sjö einstaklingum; þremur fagaðilum, þremur foreldrum og einni áhugamanneskju. Foreldrarnir þrír hættu allir í stjórn eftir að hafa lýst yfir óánægju sinni í þónokkurn tíma með störf félagsins. Á síðasta stjórnarfundi lögðu foreldarnir fram bókun og samkvæmt henni töldu þau framkvæmdastjóra ítrekað hunsa ákvarðanir stjórnar og telja hana hafa framið trúnaðarbrot með því að upplýsa aðra stjórnarmeðlimi, með tölvupósti, um styrktarumsóknir í sjóði Umhyggju. Í bókuninni, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur einnig fram: Framkvæmdastjóri lét þess einnig ógert að boða skoðunarmenn ársreikninga á aðalfund og veita þeim aðgang að nauðsynlegum gögnum. Þurfti annar þeirra að tala við stjórnarformann til að fá aðgengi að ársreikningum til að geta sinnt hlutverki sínu. Þá lét framkvæmdastjóri eingöngu frambjóðendur á sínum vegum vita af því að aðalfundi hafi verið frestað eftir að framkvæmdastjóri boðaði ekki fundinn með löglegum hætti.Ekki beitt sér sem skyldi Sérfræðingur sem starfar á þessu sviði segir í samtali við fréttastofu að félagið hafi ekki hafa beitt sér sem skyldi síðustu ár. Foreldrar hafa kvartað yfir að þurfa að ganga mikið á eftir sínum málum innan félagsins; „Það er svolítið eins og félagið sé ekki í tengingu við þennan hóp og viti ekki hvað er í gangi. Það virðist ekki jafnt yfir alla ganga varðandi styrkveitingar og örlítil henti stefna hver fær hvað þegar kemur að því. Sama við hvern ég hef talað þá þekkir engin verkferla fjármagnsins þarna inni,” segir sérfræðingurinn. Þann 16. september síðastliðinn sendi stjórn Umhyggju frá sér yfirlýsingu til aðildarfélaga sinna. Þar kom fram að félagið taki úrsagnirnar alvarlega og stjórnin hafi ákveðið að óháður aðili muni gera úttekt á starfsemi Umhyggju, bæði hvað varðar starfsemi framkvæmdastjóra og stjórnar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hver muni sjá um úttektina og samkvæmt stjórn þá er málið í ferli og litið alvarlegum augum. Í samtali við fréttastofu taldi framkvæmdastjóri Umhyggju, Ragna K. Marínósdóttir, best að tjá sig ekki um málið. Heilbrigðismál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Átök eru innan stjórnar Umhyggju, félags sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Þrír stjórnarmeðlimir sögðu sig úr stjórninni og telja félagið ekki sinna skyldum sínum gagnvart þeim fjölskyldum sem það vinnur fyrir. Umhyggja er eingöngu rekin fyrir gjafafé og styrki almennings. Tilgangur félagsins er meðal annars að efla og styrkja tengsl fagfólks og foreldra langveikra barna, stuðla að upplýsingamiðlun milli foreldrahópa langveikra barna og auka skilning stjórnvalda og almennings á vandamálum og þörfum sem þessar fjölskyldur standa frammi fyrir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur ítrekað verið kvartað undan störfum framkvæmdastjóra félagsins og félagið verið gagnrýnt fyrir að sinna ekki hlutverki sínu og hafa sofnað á verðinum. Lítið hafi farið fyrir félaginu síðustu ár.Töldu ákvarðanir stjórnar hunsaðar Stjórnin samanstendur af sjö einstaklingum; þremur fagaðilum, þremur foreldrum og einni áhugamanneskju. Foreldrarnir þrír hættu allir í stjórn eftir að hafa lýst yfir óánægju sinni í þónokkurn tíma með störf félagsins. Á síðasta stjórnarfundi lögðu foreldarnir fram bókun og samkvæmt henni töldu þau framkvæmdastjóra ítrekað hunsa ákvarðanir stjórnar og telja hana hafa framið trúnaðarbrot með því að upplýsa aðra stjórnarmeðlimi, með tölvupósti, um styrktarumsóknir í sjóði Umhyggju. Í bókuninni, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur einnig fram: Framkvæmdastjóri lét þess einnig ógert að boða skoðunarmenn ársreikninga á aðalfund og veita þeim aðgang að nauðsynlegum gögnum. Þurfti annar þeirra að tala við stjórnarformann til að fá aðgengi að ársreikningum til að geta sinnt hlutverki sínu. Þá lét framkvæmdastjóri eingöngu frambjóðendur á sínum vegum vita af því að aðalfundi hafi verið frestað eftir að framkvæmdastjóri boðaði ekki fundinn með löglegum hætti.Ekki beitt sér sem skyldi Sérfræðingur sem starfar á þessu sviði segir í samtali við fréttastofu að félagið hafi ekki hafa beitt sér sem skyldi síðustu ár. Foreldrar hafa kvartað yfir að þurfa að ganga mikið á eftir sínum málum innan félagsins; „Það er svolítið eins og félagið sé ekki í tengingu við þennan hóp og viti ekki hvað er í gangi. Það virðist ekki jafnt yfir alla ganga varðandi styrkveitingar og örlítil henti stefna hver fær hvað þegar kemur að því. Sama við hvern ég hef talað þá þekkir engin verkferla fjármagnsins þarna inni,” segir sérfræðingurinn. Þann 16. september síðastliðinn sendi stjórn Umhyggju frá sér yfirlýsingu til aðildarfélaga sinna. Þar kom fram að félagið taki úrsagnirnar alvarlega og stjórnin hafi ákveðið að óháður aðili muni gera úttekt á starfsemi Umhyggju, bæði hvað varðar starfsemi framkvæmdastjóra og stjórnar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hver muni sjá um úttektina og samkvæmt stjórn þá er málið í ferli og litið alvarlegum augum. Í samtali við fréttastofu taldi framkvæmdastjóri Umhyggju, Ragna K. Marínósdóttir, best að tjá sig ekki um málið.
Heilbrigðismál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda