Heimilislaus í London tíu ára gamall en kominn í NFL-deildina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. september 2018 22:45 Obada kátur inn í klefa með boltann eftir leik. panthers Saga breska NFL-leikmannsins Efe Obada er engri lík en hann spilaði sinn fyrsta leik í deildinni um síðustu helgi og sló í gegn. Hinn 26 ára gamli Obada er fæddur í Nígeríu en flutti ungur að árum til Hollands. Er hann var tíu ára gamall var hann sendur ásamt systur sinni til London. Þar voru þau heimilislaus á götunni. Vinur foreldra þeirra tók þau til sín í skamman tíma en þar sem viðkomandi átti þegar fyrir fimm börn gat hún ekki verið með þau lengi. Þá voru systkinin send til félagsþjónustunnar og þau flökkuðu milli fósturheimila næstu árin. Obada byrjaði að reyna fyrir sér í amerískum fótbolta og fyrir fjórum árum síðan komst hann í liðið hjá London Warriors. Þar vakti hann fljótt athygli og Dallas Cowboys fór að spyrjast fyrir um hann og hann æfði með liðinu í London. Hann fékk svo æfingasamning og fór með liðinu til Bandaríkjanna. Obada náði ekki heilla nægilega mikið og var sleppt. Þá var komið að Kansas City Chiefs sem fékk hann til æfinga árið 2016. Hann stoppaði stutt þar og fór nokkrum mánuðum síðar til Atlanta. Hann náði ekki í 53 manna hóp hjá hvorugu félaginu. Hann komst síðan í hóp hjá Carolina Panthers á síðasta ári en spilaði ekki fyrr en um síðustu helgi og sá nýtti tækifærið.You're not taking this play from Efe‼️ pic.twitter.com/8LN4DqdgEd — Carolina Panthers (@Panthers) September 23, 2018 Obada stal bolta í þriðja leikhluta og átti mikilvæga leikstjórnandafellu í lokaleikhlutanum. Sú fella stöðvaði áhlaup Bengals og sá til þess að Carolina klárðai leikinn. „Er þeir kölluðu á mig þá vissi ég að þetta tækifæri yrði ég að nýta í botn,“ sagði himinlifandi Obada en honum var hrósað í hástert af liðsfélögum eftir leikinn og fór heim með boltann úr leiknum. Verður áhugavert að fylgjast með framhaldinu hjá honum.TELL US HOW YOU FEEL @EfeObadaUK pic.twitter.com/0HHtsJNP9I — Carolina Panthers (@Panthers) September 23, 2018 NFL Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Sjá meira
Saga breska NFL-leikmannsins Efe Obada er engri lík en hann spilaði sinn fyrsta leik í deildinni um síðustu helgi og sló í gegn. Hinn 26 ára gamli Obada er fæddur í Nígeríu en flutti ungur að árum til Hollands. Er hann var tíu ára gamall var hann sendur ásamt systur sinni til London. Þar voru þau heimilislaus á götunni. Vinur foreldra þeirra tók þau til sín í skamman tíma en þar sem viðkomandi átti þegar fyrir fimm börn gat hún ekki verið með þau lengi. Þá voru systkinin send til félagsþjónustunnar og þau flökkuðu milli fósturheimila næstu árin. Obada byrjaði að reyna fyrir sér í amerískum fótbolta og fyrir fjórum árum síðan komst hann í liðið hjá London Warriors. Þar vakti hann fljótt athygli og Dallas Cowboys fór að spyrjast fyrir um hann og hann æfði með liðinu í London. Hann fékk svo æfingasamning og fór með liðinu til Bandaríkjanna. Obada náði ekki heilla nægilega mikið og var sleppt. Þá var komið að Kansas City Chiefs sem fékk hann til æfinga árið 2016. Hann stoppaði stutt þar og fór nokkrum mánuðum síðar til Atlanta. Hann náði ekki í 53 manna hóp hjá hvorugu félaginu. Hann komst síðan í hóp hjá Carolina Panthers á síðasta ári en spilaði ekki fyrr en um síðustu helgi og sá nýtti tækifærið.You're not taking this play from Efe‼️ pic.twitter.com/8LN4DqdgEd — Carolina Panthers (@Panthers) September 23, 2018 Obada stal bolta í þriðja leikhluta og átti mikilvæga leikstjórnandafellu í lokaleikhlutanum. Sú fella stöðvaði áhlaup Bengals og sá til þess að Carolina klárðai leikinn. „Er þeir kölluðu á mig þá vissi ég að þetta tækifæri yrði ég að nýta í botn,“ sagði himinlifandi Obada en honum var hrósað í hástert af liðsfélögum eftir leikinn og fór heim með boltann úr leiknum. Verður áhugavert að fylgjast með framhaldinu hjá honum.TELL US HOW YOU FEEL @EfeObadaUK pic.twitter.com/0HHtsJNP9I — Carolina Panthers (@Panthers) September 23, 2018
NFL Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Sjá meira