Rússar ætla að senda Sýrlendingum öflug loftvarnaloftskeyti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. september 2018 19:12 Hér má sjá loftskeyti af gerðinni S-300, þeirri sömu og Rússar hyggjast senda til S'yrlands. Myndin er tekin á hersýningu í Moskvu þar sem því var fangað að 71 ár er liðið frá sigri Sovétríkjanna í seinni heimsstyrjöld. Vísir/AP Rússneska ríkisstjórnin hyggst vopna sýrlensk stjórnvöld með hátækni loftvarnaloftskeytum (e. anti-aircraft missile) af gerðinni S-300 á næstu tveimur vikum. Þetta hefur Washington Post eftir varnarmálaráðherra Rússa, Sergei Shoigu. Rússland hefur löngum stutt sýrlensku ríkisstjórnina í stríðinu í Sýrlandi, en hefur þó látið vera að sjá henni fyrir loftskeytum eins og þeim sem um ræðir, meðal annars vegna mikillar andstöðu Ísrael við slíkar aðgerðir, en ísraelski herinn hefur þónokkur hernaðarumsvif í Sýrlandi þar sem hann berst við íranska andstæðinga sína. Nú hafa Rússar hins vegar tekið ákvörðun um að senda skeytin til Sýrlands. Þá ákvörðun má rekja til þess að rússnesk flugvél sem innihélt 15 rússneska útsendara í eftirlitsför yfir Sýrlandi var skotin niður. Vélin var skotin niður af sýrlensku loftskeyti en Rússar kenna Ísrael engu að síður um atvikið, þar sem þeir segja ísraelska orrustuþotu hafa notað rússnesku vélina til þess að komast undan skeytinu. Ísraelsk yfirvöld hafa hins vegar þvegið hendur sínar af málinu og segja vélar sínar hafa verið komnar í ísraelska lofthelgi þegar vél Rússanna var skotin niður. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og Vladimir Putin Rússlandsforseti ræddust við í síma á mánudaginn. Samkvæmt forsetaskrifstofu Rússland sagði Putin þar að afhending skeytanna til Sýrlands væri helst hugsuð til þess að „koma í veg fyrir frekari mannfall rússneskra fulltrúa á svæðinu.“ Samkvæmt skrifstofu Netanyahu svaraði hann um hæl og sagði að afhending háþróaðra hergagna í „hendur óábyrgra“ myndu auka hættu á svæðinu og að Ísrael myndi halda áfram að verja öryggi sitt og hagsmuni. Ísrael Mið-Austurlönd Rússland Sýrland Tengdar fréttir Ísrael segir Assad-liðum alfarið um að kenna Fimmtán áhafnarmeðlimir dóu þegar rússnesk flugvél var skotin niður í aðflugi að flugstöð Rússa í Latakia-héraði í Sýrlandi. 18. september 2018 14:11 Assad-liðar skutu niður rússneska flugvél fyrir mistök Yfirvöld Rússlands kenna Ísrael um að stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi skotið rússneska flugvél niður yfir Miðjarðarhafi í gærkvöldi. 18. september 2018 08:54 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Rússneska ríkisstjórnin hyggst vopna sýrlensk stjórnvöld með hátækni loftvarnaloftskeytum (e. anti-aircraft missile) af gerðinni S-300 á næstu tveimur vikum. Þetta hefur Washington Post eftir varnarmálaráðherra Rússa, Sergei Shoigu. Rússland hefur löngum stutt sýrlensku ríkisstjórnina í stríðinu í Sýrlandi, en hefur þó látið vera að sjá henni fyrir loftskeytum eins og þeim sem um ræðir, meðal annars vegna mikillar andstöðu Ísrael við slíkar aðgerðir, en ísraelski herinn hefur þónokkur hernaðarumsvif í Sýrlandi þar sem hann berst við íranska andstæðinga sína. Nú hafa Rússar hins vegar tekið ákvörðun um að senda skeytin til Sýrlands. Þá ákvörðun má rekja til þess að rússnesk flugvél sem innihélt 15 rússneska útsendara í eftirlitsför yfir Sýrlandi var skotin niður. Vélin var skotin niður af sýrlensku loftskeyti en Rússar kenna Ísrael engu að síður um atvikið, þar sem þeir segja ísraelska orrustuþotu hafa notað rússnesku vélina til þess að komast undan skeytinu. Ísraelsk yfirvöld hafa hins vegar þvegið hendur sínar af málinu og segja vélar sínar hafa verið komnar í ísraelska lofthelgi þegar vél Rússanna var skotin niður. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og Vladimir Putin Rússlandsforseti ræddust við í síma á mánudaginn. Samkvæmt forsetaskrifstofu Rússland sagði Putin þar að afhending skeytanna til Sýrlands væri helst hugsuð til þess að „koma í veg fyrir frekari mannfall rússneskra fulltrúa á svæðinu.“ Samkvæmt skrifstofu Netanyahu svaraði hann um hæl og sagði að afhending háþróaðra hergagna í „hendur óábyrgra“ myndu auka hættu á svæðinu og að Ísrael myndi halda áfram að verja öryggi sitt og hagsmuni.
Ísrael Mið-Austurlönd Rússland Sýrland Tengdar fréttir Ísrael segir Assad-liðum alfarið um að kenna Fimmtán áhafnarmeðlimir dóu þegar rússnesk flugvél var skotin niður í aðflugi að flugstöð Rússa í Latakia-héraði í Sýrlandi. 18. september 2018 14:11 Assad-liðar skutu niður rússneska flugvél fyrir mistök Yfirvöld Rússlands kenna Ísrael um að stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi skotið rússneska flugvél niður yfir Miðjarðarhafi í gærkvöldi. 18. september 2018 08:54 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Ísrael segir Assad-liðum alfarið um að kenna Fimmtán áhafnarmeðlimir dóu þegar rússnesk flugvél var skotin niður í aðflugi að flugstöð Rússa í Latakia-héraði í Sýrlandi. 18. september 2018 14:11
Assad-liðar skutu niður rússneska flugvél fyrir mistök Yfirvöld Rússlands kenna Ísrael um að stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi skotið rússneska flugvél niður yfir Miðjarðarhafi í gærkvöldi. 18. september 2018 08:54