Telja að strengjabrúður Bandaríkjanna hafi staðið að baki hryðjuverkaárás Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. september 2018 07:30 Þátttakendur í göngunni, sem og aðrir viðstaddir, áttu fótum sínum fjör að launa þegar skothríðin hófst. Tólf hermenn og þrettán áhorfendur fórust auk árásarmannanna. Íranir segja önnur ríki styðja vígamennina. Fréttablaðið/epa Æðstu ráðamenn í Íran segja að Bandaríkin og bandamenn þeirra við Persaflóa beri ábyrgð á árás á skrúðgöngu hermanna í borginni Ahvaz í suðvesturhluta landsins á laugardag. 29 fórust í árásinni. Sem fyrr segir átti árásin sér stað í fyrradag. Ganga hermannanna var í tilefni þess að 38 ár eru liðin frá því að stríð milli Írans og Íraks hófst en það stóð yfir í átta ár. Fjöldi áhorfenda, bæði óbreyttir borgarar og ráðamenn, var saman kominn til að berja gönguna augum. Það var þá sem fjórir árásarmenn, klæddir í fullan hermannaskrúða, hófu skothríð á viðstadda. Í hópi hinna látnu voru tólf hermenn en aðrir sem létust voru áhorfendur, þar á meðal konur og börn. Hermenn felldu árásarmennina fjóra. Samtökin al-Ahvaziya hafa lýst því yfir að árásin hafi verið á þeirra vegum. Ráðherrar og menn í æðstu stöðum innan hersins hafa ekki tekið þá yfirlýsingu góða og gilda. Þess í stað beina þeir fingri í átt að þeim sem þeir telja að styðji við bak samtakanna og annarra hryðjuverkamanna á svæðinu. „Hryðjuverkasveitir, þjálfaðar, æfðar, vopnaðar og launaðar af stjórnvöldum erlends ríkis, hafa ráðist á Ahvaz. Að mati Írans liggur ábyrgðin hjá nærliggjandi ríkjum sem styðja slíkar sveitir og bandarískum herrum þeirra,“ segir utanríkisráðherra Írans, Javad Zarif, í tísti um árásina. Ríkin eru ekki nefnd í tístinu en talið er að Zarif hafi átt við Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum (SAF) og Ísrael. Þau eiga sammerkt að vera óvinveitt Íran og hafa lýst því yfir að þau muni gera það sem þau geta til að draga úr áhrifamætti samtakanna í Miðausturlöndum. Ayatollah Ali Khamenei, æðsti klerkur Írans, tók í svipaðan streng í sinni yfirlýsingu. Sagði hann að árásina mætti rekja til „strengjabrúðna Bandaríkjanna“ sem hefðu það markmið að skapa glundroða og ringulreið í landi sínu. Hið sama gerði Hassan Rouhani, forseti Írans. „Þessir hryðjuverkamenn voru þjálfaðir af tveimur Persaflóaríkjum. Þeir eru ekki frá Daesh [ISIS] eða öðrum hópum sem berjast gegn hinu íslamska ríki Íran. Þess í stað eru þeir tengdir Bandaríkjunum og Mossad [leyniþjónustu Ísraels],“ segir Abolfazl Shekarchi, talsmaður íranska hersins, í samtali við íranska miðilinn IRNA. Fréttaveitan AP hefur eftir Yacoub Hor al-Tostari, talsmanni al-Ahvaziya samtakanna, að þessi dagur hafi verið valinn fyrir árásina með tilliti til skrúðgöngunnar. Þennan dag vildi Íran einmitt sýna umheiminum að ríkið væri „voldugt“ og með fulla stjórn. Abdulkhaleq Abdulla, einn af ráðgjöfum Mohammed bin Zayed, krónprins SAF, sagði í tísti að árás á hernaðarlegt skotmark væri ekki hryðjuverkaárás. Atburðurinn er ekki til þess fallinn að lægja öldurnar á milli Bandaríkjanna og Írans en leiðtogar þjóðanna munu hittast á miðvikudag í New York á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna (SÞ). „Rouhani hefur bælt þjóð sína í fjölda ára og honum væri nær að líta í eigin barm í stað þess að kenna öðrum um. Bandaríkin fordæma allar hryðjuverkaárásir um allan heim,“ segir Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ. Birtist í Fréttablaðinu Írak Íran Ísrael Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Á þriðja tug látnir í skotárás í Íran Að minnsta kosti 24 létust og 53 særðust í skotárás sem gerð var á hernaðarskrúðgöngu í borginni Ahvas í suðvesturhluta Íran. 22. september 2018 10:31 Hvetur leiðtoga Írans til þess að líta í spegil Nikki Haley, fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum hvetur leiðtoga Írans til þess að „líta í spegil“ vilji þeir komast að því hverjar séu ástæðurnar sem lágu að baki mannskæðri skotárás á hersýningu í gær. 23. september 2018 23:30 Gagnrýnir Bandaríkin eftir mannskæða skotárás Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur gagnrýnt bandarísk stjórnvöld harðlega eftir mannskæða skotárás sem gerð var á hersýningu í borginni Ahvaz í gær. Þetta kemur fram á vef BBC. 23. september 2018 11:04 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
Æðstu ráðamenn í Íran segja að Bandaríkin og bandamenn þeirra við Persaflóa beri ábyrgð á árás á skrúðgöngu hermanna í borginni Ahvaz í suðvesturhluta landsins á laugardag. 29 fórust í árásinni. Sem fyrr segir átti árásin sér stað í fyrradag. Ganga hermannanna var í tilefni þess að 38 ár eru liðin frá því að stríð milli Írans og Íraks hófst en það stóð yfir í átta ár. Fjöldi áhorfenda, bæði óbreyttir borgarar og ráðamenn, var saman kominn til að berja gönguna augum. Það var þá sem fjórir árásarmenn, klæddir í fullan hermannaskrúða, hófu skothríð á viðstadda. Í hópi hinna látnu voru tólf hermenn en aðrir sem létust voru áhorfendur, þar á meðal konur og börn. Hermenn felldu árásarmennina fjóra. Samtökin al-Ahvaziya hafa lýst því yfir að árásin hafi verið á þeirra vegum. Ráðherrar og menn í æðstu stöðum innan hersins hafa ekki tekið þá yfirlýsingu góða og gilda. Þess í stað beina þeir fingri í átt að þeim sem þeir telja að styðji við bak samtakanna og annarra hryðjuverkamanna á svæðinu. „Hryðjuverkasveitir, þjálfaðar, æfðar, vopnaðar og launaðar af stjórnvöldum erlends ríkis, hafa ráðist á Ahvaz. Að mati Írans liggur ábyrgðin hjá nærliggjandi ríkjum sem styðja slíkar sveitir og bandarískum herrum þeirra,“ segir utanríkisráðherra Írans, Javad Zarif, í tísti um árásina. Ríkin eru ekki nefnd í tístinu en talið er að Zarif hafi átt við Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum (SAF) og Ísrael. Þau eiga sammerkt að vera óvinveitt Íran og hafa lýst því yfir að þau muni gera það sem þau geta til að draga úr áhrifamætti samtakanna í Miðausturlöndum. Ayatollah Ali Khamenei, æðsti klerkur Írans, tók í svipaðan streng í sinni yfirlýsingu. Sagði hann að árásina mætti rekja til „strengjabrúðna Bandaríkjanna“ sem hefðu það markmið að skapa glundroða og ringulreið í landi sínu. Hið sama gerði Hassan Rouhani, forseti Írans. „Þessir hryðjuverkamenn voru þjálfaðir af tveimur Persaflóaríkjum. Þeir eru ekki frá Daesh [ISIS] eða öðrum hópum sem berjast gegn hinu íslamska ríki Íran. Þess í stað eru þeir tengdir Bandaríkjunum og Mossad [leyniþjónustu Ísraels],“ segir Abolfazl Shekarchi, talsmaður íranska hersins, í samtali við íranska miðilinn IRNA. Fréttaveitan AP hefur eftir Yacoub Hor al-Tostari, talsmanni al-Ahvaziya samtakanna, að þessi dagur hafi verið valinn fyrir árásina með tilliti til skrúðgöngunnar. Þennan dag vildi Íran einmitt sýna umheiminum að ríkið væri „voldugt“ og með fulla stjórn. Abdulkhaleq Abdulla, einn af ráðgjöfum Mohammed bin Zayed, krónprins SAF, sagði í tísti að árás á hernaðarlegt skotmark væri ekki hryðjuverkaárás. Atburðurinn er ekki til þess fallinn að lægja öldurnar á milli Bandaríkjanna og Írans en leiðtogar þjóðanna munu hittast á miðvikudag í New York á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna (SÞ). „Rouhani hefur bælt þjóð sína í fjölda ára og honum væri nær að líta í eigin barm í stað þess að kenna öðrum um. Bandaríkin fordæma allar hryðjuverkaárásir um allan heim,“ segir Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ.
Birtist í Fréttablaðinu Írak Íran Ísrael Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Á þriðja tug látnir í skotárás í Íran Að minnsta kosti 24 létust og 53 særðust í skotárás sem gerð var á hernaðarskrúðgöngu í borginni Ahvas í suðvesturhluta Íran. 22. september 2018 10:31 Hvetur leiðtoga Írans til þess að líta í spegil Nikki Haley, fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum hvetur leiðtoga Írans til þess að „líta í spegil“ vilji þeir komast að því hverjar séu ástæðurnar sem lágu að baki mannskæðri skotárás á hersýningu í gær. 23. september 2018 23:30 Gagnrýnir Bandaríkin eftir mannskæða skotárás Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur gagnrýnt bandarísk stjórnvöld harðlega eftir mannskæða skotárás sem gerð var á hersýningu í borginni Ahvaz í gær. Þetta kemur fram á vef BBC. 23. september 2018 11:04 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
Á þriðja tug látnir í skotárás í Íran Að minnsta kosti 24 létust og 53 særðust í skotárás sem gerð var á hernaðarskrúðgöngu í borginni Ahvas í suðvesturhluta Íran. 22. september 2018 10:31
Hvetur leiðtoga Írans til þess að líta í spegil Nikki Haley, fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum hvetur leiðtoga Írans til þess að „líta í spegil“ vilji þeir komast að því hverjar séu ástæðurnar sem lágu að baki mannskæðri skotárás á hersýningu í gær. 23. september 2018 23:30
Gagnrýnir Bandaríkin eftir mannskæða skotárás Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur gagnrýnt bandarísk stjórnvöld harðlega eftir mannskæða skotárás sem gerð var á hersýningu í borginni Ahvaz í gær. Þetta kemur fram á vef BBC. 23. september 2018 11:04