Vélmennin eru hluti af verkefni JAXA sem ber nafnið Hayabusa2. Japönsk stjórnvöld veittu JAXA fjármagn fyrir verkefninu 2010 og var Hayabusa-2 skotið á loft 3. desember árið 2014. Þremur og hálfu ári seinna komst farið loks á leiðarenda og hefur verið á sporbaug við smástirnið 162173 Ryugu síðan 27. júní.
Síðasta föstudag var tveimur vélmennum skotið út úr flauginni og stefndu að yfirborði smástirnisins.
BBC greinir frá því að þetta sé í fyrsta sinn sem tekst að lenda vélmenni á smástirni á ferð. Vélmennin munu vera staðsett á smástirninu þar til í desember 2019. Þá er áætlað að heimför hefjist.
Áætlað er að Hayabusa lendi á jörðu í Woomera í Ástralíu í desember 2020.