Aðstoðarmenn May sagðir undirbúa kosningar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. september 2018 08:40 Blaðamaður Times vitnar í símtal tveggja aðstoðarmanna forsætisráðherra þar sem annar þeirra er sagður hafa talað um kosningar í nóvember. Aðstoðarmenn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, eru þegar byrjaðir að skipuleggja kosningar í nóvember með það fyrir augum að styrkja stöðuna í viðræðum um Brexit og tryggja áframhaldandi völd forsætisráðherra eftir að leiðtogar Evrópusambandsins sópuðu Brexit-tillögum forsætisráðherrans af borðinu í síðustu viku.Breska dagblaðið The Times greindi frá leynilegum fyrirætlunum forsætisráðherrans, ráðgjafa og aðstoðarmanna hennar í sunnudagsútgáfu blaðsins. Blaðamaður Times vitnar í símtal tveggja aðstoðarmanna forsætisráðherra þar sem annar þeirra er sagður hafa talað um kosningar í nóvember. „Hvað ertu að gera í nóvember? Ég held nefnilega að við þurfum að boða til kosninga.“ Blaðamaður vitnar með þessum hætti í aðstoðarmann May sem ekki er nefndur á nafn.Líklegt að Theresa May segi af sér næsta sumar Staða Theresu May er verulega löskuð eftir slæman árangur í viðræðum um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu en nokkrir ráðherrar í ríkisstjórn hennar hafa sagt af sér vegna Brexit-áætlunar hennar. Times fullyrðir að líklegt sé að hún muni segja af sér embætti næsta sumar til að koma í veg fyrir að fleiri ráðherrar í hennar ríkisstjórn fari að fordæmi Borisar Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra og David Davis, fyrrverandi ráðherra útgöngumála. Johnson og Davis sögðu af sér vegna „útþynntrar útgáfu af Brexit“. Theresa May hefur enn sem komið er ekki brugðist við fréttum dagsins en í grein Times er haft eftir nánum samstarfsmanni forsætisráðherra að ekkert sé hæft í þeirri staðhæfingu að verið sé að undirbúa kosningar í Bretlandi. Brexit Tengdar fréttir May um Brexit: „Annað hvort minn samningur eða enginn“ Forsætisráðherra Bretlands segir að breskir þingmenn standi frammi fyrir vali um að samþykkja Brexit-samning stjórnar hennar við ESB eða þá engan samning yfir höfuð. 17. september 2018 08:29 Brexit viðræðurnar: Það mættust stálin í stinn í Salzburg Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki að sannfæra leiðtoga Evrópusambandsins um ágæti Brexit áætlunar sinnar. 20. september 2018 19:00 Tusk vill sérstakan leiðtogafund um Brexit Leiðtogaráð ESB kemur saman til fundar í Salzburg í Austurríki síðar í vikunni. 18. september 2018 08:42 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Aðstoðarmenn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, eru þegar byrjaðir að skipuleggja kosningar í nóvember með það fyrir augum að styrkja stöðuna í viðræðum um Brexit og tryggja áframhaldandi völd forsætisráðherra eftir að leiðtogar Evrópusambandsins sópuðu Brexit-tillögum forsætisráðherrans af borðinu í síðustu viku.Breska dagblaðið The Times greindi frá leynilegum fyrirætlunum forsætisráðherrans, ráðgjafa og aðstoðarmanna hennar í sunnudagsútgáfu blaðsins. Blaðamaður Times vitnar í símtal tveggja aðstoðarmanna forsætisráðherra þar sem annar þeirra er sagður hafa talað um kosningar í nóvember. „Hvað ertu að gera í nóvember? Ég held nefnilega að við þurfum að boða til kosninga.“ Blaðamaður vitnar með þessum hætti í aðstoðarmann May sem ekki er nefndur á nafn.Líklegt að Theresa May segi af sér næsta sumar Staða Theresu May er verulega löskuð eftir slæman árangur í viðræðum um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu en nokkrir ráðherrar í ríkisstjórn hennar hafa sagt af sér vegna Brexit-áætlunar hennar. Times fullyrðir að líklegt sé að hún muni segja af sér embætti næsta sumar til að koma í veg fyrir að fleiri ráðherrar í hennar ríkisstjórn fari að fordæmi Borisar Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra og David Davis, fyrrverandi ráðherra útgöngumála. Johnson og Davis sögðu af sér vegna „útþynntrar útgáfu af Brexit“. Theresa May hefur enn sem komið er ekki brugðist við fréttum dagsins en í grein Times er haft eftir nánum samstarfsmanni forsætisráðherra að ekkert sé hæft í þeirri staðhæfingu að verið sé að undirbúa kosningar í Bretlandi.
Brexit Tengdar fréttir May um Brexit: „Annað hvort minn samningur eða enginn“ Forsætisráðherra Bretlands segir að breskir þingmenn standi frammi fyrir vali um að samþykkja Brexit-samning stjórnar hennar við ESB eða þá engan samning yfir höfuð. 17. september 2018 08:29 Brexit viðræðurnar: Það mættust stálin í stinn í Salzburg Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki að sannfæra leiðtoga Evrópusambandsins um ágæti Brexit áætlunar sinnar. 20. september 2018 19:00 Tusk vill sérstakan leiðtogafund um Brexit Leiðtogaráð ESB kemur saman til fundar í Salzburg í Austurríki síðar í vikunni. 18. september 2018 08:42 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
May um Brexit: „Annað hvort minn samningur eða enginn“ Forsætisráðherra Bretlands segir að breskir þingmenn standi frammi fyrir vali um að samþykkja Brexit-samning stjórnar hennar við ESB eða þá engan samning yfir höfuð. 17. september 2018 08:29
Brexit viðræðurnar: Það mættust stálin í stinn í Salzburg Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki að sannfæra leiðtoga Evrópusambandsins um ágæti Brexit áætlunar sinnar. 20. september 2018 19:00
Tusk vill sérstakan leiðtogafund um Brexit Leiðtogaráð ESB kemur saman til fundar í Salzburg í Austurríki síðar í vikunni. 18. september 2018 08:42