Í brimróti Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 22. september 2018 09:30 Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að Samkeppniseftirlitið hefði gert fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda. Meðal annars fann Samkeppniseftirlitið að því og sagði varhugavert í samkeppnislegu tilliti að sami maður, sem ætti allt hlutafé í einu félagi, væri á sama tíma forstjóri félags á sama markaði og stjórnarmaður í því þriðja. Enn fremur kom fram í máli framkvæmdastjóra Samkeppniseftirlitsins að málinu væri ólokið, enn væri verið að afla frekari upplýsinga. Blaðamaður hafði samband við Guðmund. Hann vildi ekkert láta hafa eftir sér, þegar eftir því var leitað. Eins og svo oft með fréttir, þá eru þær sagðar í rauntíma. Stuðst var við þær heimildir sem fyrir lágu á þeim tíma, sem fréttin var skrifuð, ekkert annað. Málið var reifað, eins og fjölmiðlum ber að gera, og haft var samband við þann sem málið snerti. Guðmundur svaraði svo fréttinni daginn eftir og sagði að aðeins tvö af þeim fjórum atriðum sem nefnd voru væru enn til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu. Hann reyndi að gera blaðið tortryggilegt með því að benda á að stjórnarformaður Fréttablaðsins væri einnig lögmaður meirihlutaeigenda Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og varaformaður stjórnar þess fyrirtækis. Stjórnarformaðurinn benti þá réttilega á, að með svari sínu gerði Guðmundur lítið úr öllum blaðamönnum og ritstjórum Fréttablaðsins. Hann hefði vegið að starfsheiðri þeirra og dylgjað um að þeir lytu boðvaldi stjórnar félagsins um fréttaflutning. Viðbrögð Guðmundar eru skólabókardæmi um röng viðbrögð við fjölmiðlaumræðu. Hann kaus að skjóta sendiboðann í stað þess að spyrja sjálfan sig af hverju hann svaraði ekki þegar til hans var leitað. Hann gerði lítið úr blaðamönnum sem ekki gera annað en að spegla samfélagið, og reyna að hafa rétt eftir heimildum og vinna úr þeim gögnum sem fyrir liggja. Með því vóg hann að starfsheiðri þeirra blaðamanna sem í hlut eiga og fjölmiðilsins sem þeir starfa hjá. Því miður gerist það æ oftar, þegar fjölmiðlar segja fréttir, að þeir sem í hlut eiga bregðast við með þessum hætti – reyna að draga úr trúverðugleika miðilsins – líki þeim ekki fréttin. Það er hvorki heiðarlegt né sanngjarnt – en sennilega skaða menn sjálfan sig mest með slíkum málflutningi. Fólk almennt skilur þetta gangverk. Guðmundur í Brimi, eins og hann oftast er kallaður, er einn stærsti útgerðarmaður landsins. Hann er að því leyti til opinber persóna, og fólki kemur við hvað hann er að sýsla. Maður í hans stöðu verður að geta tekið fréttum þegar vel gengur, en líka þegar hann þarf að verjast. Fjölmiðlar eiga ekki að hafa önnur markmið en þau að segja fréttir og vera farvegur fyrir skoðanir og upplýsingar á ábyrgan og sanngjarnan hátt. Það er leiðarstef Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að Samkeppniseftirlitið hefði gert fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda. Meðal annars fann Samkeppniseftirlitið að því og sagði varhugavert í samkeppnislegu tilliti að sami maður, sem ætti allt hlutafé í einu félagi, væri á sama tíma forstjóri félags á sama markaði og stjórnarmaður í því þriðja. Enn fremur kom fram í máli framkvæmdastjóra Samkeppniseftirlitsins að málinu væri ólokið, enn væri verið að afla frekari upplýsinga. Blaðamaður hafði samband við Guðmund. Hann vildi ekkert láta hafa eftir sér, þegar eftir því var leitað. Eins og svo oft með fréttir, þá eru þær sagðar í rauntíma. Stuðst var við þær heimildir sem fyrir lágu á þeim tíma, sem fréttin var skrifuð, ekkert annað. Málið var reifað, eins og fjölmiðlum ber að gera, og haft var samband við þann sem málið snerti. Guðmundur svaraði svo fréttinni daginn eftir og sagði að aðeins tvö af þeim fjórum atriðum sem nefnd voru væru enn til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu. Hann reyndi að gera blaðið tortryggilegt með því að benda á að stjórnarformaður Fréttablaðsins væri einnig lögmaður meirihlutaeigenda Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og varaformaður stjórnar þess fyrirtækis. Stjórnarformaðurinn benti þá réttilega á, að með svari sínu gerði Guðmundur lítið úr öllum blaðamönnum og ritstjórum Fréttablaðsins. Hann hefði vegið að starfsheiðri þeirra og dylgjað um að þeir lytu boðvaldi stjórnar félagsins um fréttaflutning. Viðbrögð Guðmundar eru skólabókardæmi um röng viðbrögð við fjölmiðlaumræðu. Hann kaus að skjóta sendiboðann í stað þess að spyrja sjálfan sig af hverju hann svaraði ekki þegar til hans var leitað. Hann gerði lítið úr blaðamönnum sem ekki gera annað en að spegla samfélagið, og reyna að hafa rétt eftir heimildum og vinna úr þeim gögnum sem fyrir liggja. Með því vóg hann að starfsheiðri þeirra blaðamanna sem í hlut eiga og fjölmiðilsins sem þeir starfa hjá. Því miður gerist það æ oftar, þegar fjölmiðlar segja fréttir, að þeir sem í hlut eiga bregðast við með þessum hætti – reyna að draga úr trúverðugleika miðilsins – líki þeim ekki fréttin. Það er hvorki heiðarlegt né sanngjarnt – en sennilega skaða menn sjálfan sig mest með slíkum málflutningi. Fólk almennt skilur þetta gangverk. Guðmundur í Brimi, eins og hann oftast er kallaður, er einn stærsti útgerðarmaður landsins. Hann er að því leyti til opinber persóna, og fólki kemur við hvað hann er að sýsla. Maður í hans stöðu verður að geta tekið fréttum þegar vel gengur, en líka þegar hann þarf að verjast. Fjölmiðlar eiga ekki að hafa önnur markmið en þau að segja fréttir og vera farvegur fyrir skoðanir og upplýsingar á ábyrgan og sanngjarnan hátt. Það er leiðarstef Fréttablaðsins.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun