Auknar heimildir til lögreglu á döfinni Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. september 2018 08:00 Á blaðamannafundi lögreglu um leitina að Birnu Brjánsdóttur kom fram að óskað hefði verið eftir úrskurði um heimild til að skoða farsímanotkun á þeim svæðum þar sem sími Birnu sendi frá sér merki. Fréttablaðið/Anton Brink Lögreglan getur óskað eftir upplýsingum um staðsetningu farsíma fólks sem ekki liggur undir grun um refsivert brot, verði fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra að lögum en hún hyggst leggja til að lögreglu verði fengnar auknar heimildir til að afla upplýsinga um alla farsíma sem staðsettir eru á tilteknum stað og tíma í þágu þágu rannsóknar sakamála. Heimild lögreglu hefur hingað til einskorðast við tiltekinn síma eða fjarskiptatæki sem rökstuddur grunur er um að notað hafi verið í tengslum við refsivert brot. Með breytingunni myndi lögreglan hins vegar geta krafist upplýsinga frá fjarskiptafyrirtækjum um alla síma eða fjarskiptatæki á afmörkuðu svæði og tímabili án þess að eigendur umræddra fjarskiptatækja liggi undir grun um refsiverða háttsemi. Lögregla gæti því fengið fjarskiptaupplýsingar ótal ótilgreindra aðila sem engin tengsl kunna að hafa við þann refsiverða verknað sem til rannsóknar er. „Þær upplýsingar sem lögreglunni verður unnt að nálgast verði þessi lagabreyting samþykkt á Alþingi geta skipt sköpum við rannsókn á ýmiss konar refsiverðri háttsemi og jafnvel flýtt fyrir því að fólk sem saknað er finnist,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. Hún segir ástæðu til að löggjafinn taki þetta til skoðunar enda megi ráða af dómum Hæstaréttar að gildandi ákvæði sakamálalaga heimili ekki þá upplýsingaöflun sem hér um ræðir og því ástæða til að löggjafinn taki þetta til skoðunar. Þetta rannsóknarúrræði lögreglu telst mjög íþyngjandi og felur í sér undantekningarreglu frá 71. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífs.Lögreglan er vel tækjum búin.vísir/vilhelmÍ dómi Hæstaréttar frá 2012 var því slegið föstu að ekki væri heimilt að verða við svo víðtækri kröfu lögreglu um upplýsingar eins og hér um ræðir. Í umræddu máli var lögregla að rannsaka nauðgun á Þjóðhátíð í Eyjum og ekki lá fyrir hver gerandinn var en við skoðun á myndbandsupptöku úr eftirlitskerfi í Herjólfsdal mátti sjá karlmann sem svipaði til lýsingar brotaþola á geranda hlaupa frá brotavettvangi og niður á bifreiðastæði í Herjólfsdal. Á upptökunni sást maðurinn tala í síma, skömmu eftir að hið ætlaða brot var framið. Lögregla vildi því freista þess að fá upplýsingar um öll símtöl sem áttu sér stað á umræddu tímabili. Því hafnaði Hæstiréttur sem fyrr segir með vísan til stjórnarskrárákvæðis um friðhelgi einkalífs. Síðan þá hafa dómstólar almennt vísað til þessa fordæmis og synjað áþekkum beiðnum lögreglu. Þó hefur verið brugðið út af þessu eins og gert var þegar leitin að Birnu Brjánsdóttur stóð sem hæst. Örfáum dögum eftir að leitin að Birnu Brjánsdóttur hófst fékk lögreglan dómsúrskurð um afhendingu upplýsinga um alla farsíma sem komu inn á sömu farsímasenda og sími Birnu á tilteknu tímabili; sendi við Mál og menningu, við Lindargötu, mastur á horni Laugavegs og Barónsstígs og að lokum mastur í Laugarnesi. Með úrskurði héraðsdóms var vikið frá þeirri dómaframkvæmd sem fylgt hafði verið til þess tíma með vísan til fordæmis Hæstaréttar frá 2012. Ólíkt því sem venja hefur verið, kærðu fjarskiptafyrirtæki úrskurðinn ekki til Hæstaréttar. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Lögreglan getur óskað eftir upplýsingum um staðsetningu farsíma fólks sem ekki liggur undir grun um refsivert brot, verði fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra að lögum en hún hyggst leggja til að lögreglu verði fengnar auknar heimildir til að afla upplýsinga um alla farsíma sem staðsettir eru á tilteknum stað og tíma í þágu þágu rannsóknar sakamála. Heimild lögreglu hefur hingað til einskorðast við tiltekinn síma eða fjarskiptatæki sem rökstuddur grunur er um að notað hafi verið í tengslum við refsivert brot. Með breytingunni myndi lögreglan hins vegar geta krafist upplýsinga frá fjarskiptafyrirtækjum um alla síma eða fjarskiptatæki á afmörkuðu svæði og tímabili án þess að eigendur umræddra fjarskiptatækja liggi undir grun um refsiverða háttsemi. Lögregla gæti því fengið fjarskiptaupplýsingar ótal ótilgreindra aðila sem engin tengsl kunna að hafa við þann refsiverða verknað sem til rannsóknar er. „Þær upplýsingar sem lögreglunni verður unnt að nálgast verði þessi lagabreyting samþykkt á Alþingi geta skipt sköpum við rannsókn á ýmiss konar refsiverðri háttsemi og jafnvel flýtt fyrir því að fólk sem saknað er finnist,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. Hún segir ástæðu til að löggjafinn taki þetta til skoðunar enda megi ráða af dómum Hæstaréttar að gildandi ákvæði sakamálalaga heimili ekki þá upplýsingaöflun sem hér um ræðir og því ástæða til að löggjafinn taki þetta til skoðunar. Þetta rannsóknarúrræði lögreglu telst mjög íþyngjandi og felur í sér undantekningarreglu frá 71. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífs.Lögreglan er vel tækjum búin.vísir/vilhelmÍ dómi Hæstaréttar frá 2012 var því slegið föstu að ekki væri heimilt að verða við svo víðtækri kröfu lögreglu um upplýsingar eins og hér um ræðir. Í umræddu máli var lögregla að rannsaka nauðgun á Þjóðhátíð í Eyjum og ekki lá fyrir hver gerandinn var en við skoðun á myndbandsupptöku úr eftirlitskerfi í Herjólfsdal mátti sjá karlmann sem svipaði til lýsingar brotaþola á geranda hlaupa frá brotavettvangi og niður á bifreiðastæði í Herjólfsdal. Á upptökunni sást maðurinn tala í síma, skömmu eftir að hið ætlaða brot var framið. Lögregla vildi því freista þess að fá upplýsingar um öll símtöl sem áttu sér stað á umræddu tímabili. Því hafnaði Hæstiréttur sem fyrr segir með vísan til stjórnarskrárákvæðis um friðhelgi einkalífs. Síðan þá hafa dómstólar almennt vísað til þessa fordæmis og synjað áþekkum beiðnum lögreglu. Þó hefur verið brugðið út af þessu eins og gert var þegar leitin að Birnu Brjánsdóttur stóð sem hæst. Örfáum dögum eftir að leitin að Birnu Brjánsdóttur hófst fékk lögreglan dómsúrskurð um afhendingu upplýsinga um alla farsíma sem komu inn á sömu farsímasenda og sími Birnu á tilteknu tímabili; sendi við Mál og menningu, við Lindargötu, mastur á horni Laugavegs og Barónsstígs og að lokum mastur í Laugarnesi. Með úrskurði héraðsdóms var vikið frá þeirri dómaframkvæmd sem fylgt hafði verið til þess tíma með vísan til fordæmis Hæstaréttar frá 2012. Ólíkt því sem venja hefur verið, kærðu fjarskiptafyrirtæki úrskurðinn ekki til Hæstaréttar.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira