Náðhús braggans kostaði 46 milljónir króna Jakob Bjarnar skrifar 20. september 2018 16:47 Kostnaðurinn við endurbyggingu braggans hefur farið langt fram úr áætlun. fbl/anton brink Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins í borgarstjórn, segir að kostnaður við endurbyggingu bragga í Nauthólsvík hafi orðið að sjálfstæðu skrímsli sem óx án þess að nokkrum böndum væri hægt að koma þar á. Fór úr áætluðum 155 milljónum í 415 milljónir. RÚV hefur meðal annars fjallað um málið. Í morgun var haldin sérstök kynning fyrir borgarfulltrúa eftir að þeir spurðust fyrir um kostnaðinn. Þar var hann sundurliðaður og tók Kolbrún mynd af einni glærunni þar sem hann er sýndur. Þar kemur meðal annars fram að kostnaðurinn bara við náðhúsið eitt er 46 milljónir króna. Hér má sjá sundurliðun á kostnaði vegna endurbyggingar braggans.Þarna voru hönnuðurinn og einhverjir tveir frá skrifstofunni,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi. „Ég tók þessa mynd af sundurliðunarglærunni. Það endaði víst með því að ekkert af þessu gamla efni var endurnýtanlegt,“ segir Kolbrún.Megn óánægja með kostnað vegna braggans Borgarfulltrúi Flokks fólksins bætir því við, til að allrar sanngirni sé gætt, að HR og Minjastofnun komi einnig að kostnaði við endurbygginguna, en hönnunin gerir ráð fyrir að rýminu verði breytt í fyrirlestrarsal. „En, þetta bara óx og óx og varð að stjórnlausu skrímsli.“ Henni þykir skjóta skökku við, ekki síst sé litið til geigvænlegs kostnaðar við náðhúsið, að tillögum hennar sem snúa að velferð bara sé ítrekað hafnað. „Meðan svona rugl er í gangi. Flokkur fólksins er ekki ánægður með það.“Kolbrún er afar ósátt við það hvernig kostnaður við endurbyggingu braggans í Nauthólsvík hefur vaxið uppúr öllu valdi.Kolbrún segist hafa fundið fyrir mikilli óánægju með þessa framkvæmd. „Fjölmargt í þessu ferli ber keim af fljótræði og vanhugsun auk þess sem borgin tók ákvörðun um að opna fyrir krana.“Krefst þess að einhver verði dreginn til ábyrgðar Hún segir að í kjölfarið hafi Flokkur fólksins lagt fram tillögu, að fundnar verði leiðir til að leiðrétta þau mistök sem orðið hafa í öllu ferli er varðar uppbyggingu/byggingu umrædds bragga: „Á þetta verkefni opnaði borgin fyrir krana, gaf út opinn tékka. Þessar leiðir sem borgarfulltrúinn vill að fundnar verði miðast að því að HR og Minjastofnun greiði þann umframkostnað sem orðið hefur á þessu verkefni. Áætlunin nam 155 milljónir en endaði í 404 milljónum. Flokkur fólksins er ekki tilbúinn að una þessari niðurstöðu f.h. borgarbúa og krefst þess að máli linni ekki fyrr en þeir aðilar sem hér eru nefndir og eru ábyrgir fyrir útþenslu verkefnisins greiði þennan umframkostnað eins og eðlilegt og réttlátt þykir.“Inni í hinum dýra endurreista bragga. Náðhúsið eitt kostað 46 milljónir.fbl/anton brink Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins í borgarstjórn, segir að kostnaður við endurbyggingu bragga í Nauthólsvík hafi orðið að sjálfstæðu skrímsli sem óx án þess að nokkrum böndum væri hægt að koma þar á. Fór úr áætluðum 155 milljónum í 415 milljónir. RÚV hefur meðal annars fjallað um málið. Í morgun var haldin sérstök kynning fyrir borgarfulltrúa eftir að þeir spurðust fyrir um kostnaðinn. Þar var hann sundurliðaður og tók Kolbrún mynd af einni glærunni þar sem hann er sýndur. Þar kemur meðal annars fram að kostnaðurinn bara við náðhúsið eitt er 46 milljónir króna. Hér má sjá sundurliðun á kostnaði vegna endurbyggingar braggans.Þarna voru hönnuðurinn og einhverjir tveir frá skrifstofunni,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi. „Ég tók þessa mynd af sundurliðunarglærunni. Það endaði víst með því að ekkert af þessu gamla efni var endurnýtanlegt,“ segir Kolbrún.Megn óánægja með kostnað vegna braggans Borgarfulltrúi Flokks fólksins bætir því við, til að allrar sanngirni sé gætt, að HR og Minjastofnun komi einnig að kostnaði við endurbygginguna, en hönnunin gerir ráð fyrir að rýminu verði breytt í fyrirlestrarsal. „En, þetta bara óx og óx og varð að stjórnlausu skrímsli.“ Henni þykir skjóta skökku við, ekki síst sé litið til geigvænlegs kostnaðar við náðhúsið, að tillögum hennar sem snúa að velferð bara sé ítrekað hafnað. „Meðan svona rugl er í gangi. Flokkur fólksins er ekki ánægður með það.“Kolbrún er afar ósátt við það hvernig kostnaður við endurbyggingu braggans í Nauthólsvík hefur vaxið uppúr öllu valdi.Kolbrún segist hafa fundið fyrir mikilli óánægju með þessa framkvæmd. „Fjölmargt í þessu ferli ber keim af fljótræði og vanhugsun auk þess sem borgin tók ákvörðun um að opna fyrir krana.“Krefst þess að einhver verði dreginn til ábyrgðar Hún segir að í kjölfarið hafi Flokkur fólksins lagt fram tillögu, að fundnar verði leiðir til að leiðrétta þau mistök sem orðið hafa í öllu ferli er varðar uppbyggingu/byggingu umrædds bragga: „Á þetta verkefni opnaði borgin fyrir krana, gaf út opinn tékka. Þessar leiðir sem borgarfulltrúinn vill að fundnar verði miðast að því að HR og Minjastofnun greiði þann umframkostnað sem orðið hefur á þessu verkefni. Áætlunin nam 155 milljónir en endaði í 404 milljónum. Flokkur fólksins er ekki tilbúinn að una þessari niðurstöðu f.h. borgarbúa og krefst þess að máli linni ekki fyrr en þeir aðilar sem hér eru nefndir og eru ábyrgir fyrir útþenslu verkefnisins greiði þennan umframkostnað eins og eðlilegt og réttlátt þykir.“Inni í hinum dýra endurreista bragga. Náðhúsið eitt kostað 46 milljónir.fbl/anton brink
Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira