Kostnaður við hátíðarfundinn bliknar í samanburði við þjóðfundi síðustu ára Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. september 2018 11:05 Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, ávarpar hátíðarfund á Þingvöllum þann 18. júlí síðastliðinn. Boð hennar á fundinn reyndist umdeilt. Vísir/Anton Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi segir hátíðarfundinn á Þingvöllum í sumar hafa verið mun ódýrari en þjóðfundir sem haldnir hafa verið á Þingvöllum síðustu ár. Kostnaður við Kristnihátíð árið 2000 og Lýðveldishátíð árið 1994 hafi til að mynda hlaupið á hundruð milljónum króna.Sjá einnig: Óheyrilegur kostnaður vegna hátíðarfundar rakinn til óstjórnar Skúli var fenginn til að ræða málið í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar sagði Skúli það sjálfsögðu slæmt ef kostnaðaráætlanir standist ekki, en greint hefur verið frá því að kostnaður við hátíðarfundinn í sumar fór um fjörutíu milljónir fram úr áætlun. Fundurinn kostaði að endingu tæpar 87 milljónir króna og var haldinn í tilefni hundrað ára fullveldisafmælis á Íslandi. Þá þótti mörgum kostnaðurinn fram úr öllu hófi og fjörugar umræður spunnust um fundinn á samfélagsmiðlum.Skúli Eggert Þórðarson, ríkisendurskoðandi.Vísir/AntonHefðu kostað 770 og 340 milljónir í dag Ríkisendurskoðandi gerir ekki upp bókhald Alþingis en Skúli sagði þó að kostnaður við fundi sem þessa hefði verið skoðaður af embættinu. Hann fullyrti til að mynda að reynt hefði verið að hafa fundinn á Þingvöllum í sumar eins ódýran og hægt væri, auk þess sem kostnaður við fundinn hefði verið mun lægri en við sambærileg tilefni síðustu ár. „Það eru tveir aðrir fundir sem voru haldnir árið 2000 og síðan '94 og þessi fundur er langódýrastur af þeim,“ sagði Skúli. Þar átti hann annars vegar við Kristnihátíðina sem boðað var til á Þingvöllum árið 2000 í tilefni af þúsund ára afmæli kristnitöku á Íslandi og hins vegar Lýðveldishátíðina árið 1994, einnig haldin á Þingvöllum, í tilefni af hálfrar aldar afmæli lýðveldisstofnunarinnar. „Kristnihátíðin sem haldin var árið 2000 kostaði 341 milljón og ef það er nú framreiknað þá er það í kringum 770 milljónir, þannig að það er miklu meiri kostnaður þar,“ sagði Skúli. Síðari talan vísar þannig til kostnaðar við Kristnihátíðina, væri hún haldin í dag. „Lýðveldishátíðin sem haldin var 1994 kostaði 129,5 milljónir og ef það er framreiknað er það í kringum 340 milljónir rúmlega. Þannig að þetta sem var gert á Þingvöllum í sumar er allt önnur stærðargráða og miklu miklu lægra, en það var líka sérstaklega að því stefnt að hafa þetta hógvært og lágt, mér er kunnugt um það.“Viðtal við Skúla í Reykjavík síðdegis má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Alþingi Tengdar fréttir Óheyrilegur kostnaður vegna hátíðarfundar rakinn til óstjórnar Fagmenn furða sig á miklum kostnaði vegna umdeilds fundar Alþingis á Þingvöllum í sumar. 19. september 2018 12:06 Kostnaður vegna hátíðarfundar þingsins gengur fram af fólki Allsherjar reiði og hneykslan beinist einkum að Steingrími J. Sigfússyni forseta sameinaðs þings. 18. september 2018 11:30 22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. 17. september 2018 14:29 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi segir hátíðarfundinn á Þingvöllum í sumar hafa verið mun ódýrari en þjóðfundir sem haldnir hafa verið á Þingvöllum síðustu ár. Kostnaður við Kristnihátíð árið 2000 og Lýðveldishátíð árið 1994 hafi til að mynda hlaupið á hundruð milljónum króna.Sjá einnig: Óheyrilegur kostnaður vegna hátíðarfundar rakinn til óstjórnar Skúli var fenginn til að ræða málið í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar sagði Skúli það sjálfsögðu slæmt ef kostnaðaráætlanir standist ekki, en greint hefur verið frá því að kostnaður við hátíðarfundinn í sumar fór um fjörutíu milljónir fram úr áætlun. Fundurinn kostaði að endingu tæpar 87 milljónir króna og var haldinn í tilefni hundrað ára fullveldisafmælis á Íslandi. Þá þótti mörgum kostnaðurinn fram úr öllu hófi og fjörugar umræður spunnust um fundinn á samfélagsmiðlum.Skúli Eggert Þórðarson, ríkisendurskoðandi.Vísir/AntonHefðu kostað 770 og 340 milljónir í dag Ríkisendurskoðandi gerir ekki upp bókhald Alþingis en Skúli sagði þó að kostnaður við fundi sem þessa hefði verið skoðaður af embættinu. Hann fullyrti til að mynda að reynt hefði verið að hafa fundinn á Þingvöllum í sumar eins ódýran og hægt væri, auk þess sem kostnaður við fundinn hefði verið mun lægri en við sambærileg tilefni síðustu ár. „Það eru tveir aðrir fundir sem voru haldnir árið 2000 og síðan '94 og þessi fundur er langódýrastur af þeim,“ sagði Skúli. Þar átti hann annars vegar við Kristnihátíðina sem boðað var til á Þingvöllum árið 2000 í tilefni af þúsund ára afmæli kristnitöku á Íslandi og hins vegar Lýðveldishátíðina árið 1994, einnig haldin á Þingvöllum, í tilefni af hálfrar aldar afmæli lýðveldisstofnunarinnar. „Kristnihátíðin sem haldin var árið 2000 kostaði 341 milljón og ef það er nú framreiknað þá er það í kringum 770 milljónir, þannig að það er miklu meiri kostnaður þar,“ sagði Skúli. Síðari talan vísar þannig til kostnaðar við Kristnihátíðina, væri hún haldin í dag. „Lýðveldishátíðin sem haldin var 1994 kostaði 129,5 milljónir og ef það er framreiknað er það í kringum 340 milljónir rúmlega. Þannig að þetta sem var gert á Þingvöllum í sumar er allt önnur stærðargráða og miklu miklu lægra, en það var líka sérstaklega að því stefnt að hafa þetta hógvært og lágt, mér er kunnugt um það.“Viðtal við Skúla í Reykjavík síðdegis má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Óheyrilegur kostnaður vegna hátíðarfundar rakinn til óstjórnar Fagmenn furða sig á miklum kostnaði vegna umdeilds fundar Alþingis á Þingvöllum í sumar. 19. september 2018 12:06 Kostnaður vegna hátíðarfundar þingsins gengur fram af fólki Allsherjar reiði og hneykslan beinist einkum að Steingrími J. Sigfússyni forseta sameinaðs þings. 18. september 2018 11:30 22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. 17. september 2018 14:29 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Óheyrilegur kostnaður vegna hátíðarfundar rakinn til óstjórnar Fagmenn furða sig á miklum kostnaði vegna umdeilds fundar Alþingis á Þingvöllum í sumar. 19. september 2018 12:06
Kostnaður vegna hátíðarfundar þingsins gengur fram af fólki Allsherjar reiði og hneykslan beinist einkum að Steingrími J. Sigfússyni forseta sameinaðs þings. 18. september 2018 11:30
22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. 17. september 2018 14:29