Sjá einnig: Efast um hópferðir barna á Lof mér að falla
Í Reykjavík síðdegis í dag sagði Magnús myndina vera góða og átakanlega að horfa á en sagði það skrítið að horfa á myndina í bíósal þar sem fólk sæti með popp og kók og horfði upp á slíkar hörmungar.
„Þetta er einkennilegt umhverfi fyrir forvarnir eitt og sér.“
Hann segir þó að myndin veki fólk til umhugsunar og það sé ávallt af hinu góða en í dag séu tímarnir breyttir og ungmenni geti nálgast allar þær upplýsingar sem þau vilja á netinu. Þá gæti það einnig verið svo að einhver ungmenni sjái ýmsar senur myndarinnar í glansmynd.
„Forvarnir ganga út á það að það er endalaust verið að dansa á hnífsegg; erum við að vekja forvitni og athygli eða erum við að forverja?“ segir Magnús.
Þá segir hann það vera ákjósanlegast að ræða við ungmennin um myndina í kjölfar sýningar til að kalla fram umræður og svara spurningum. Sem dæmi nefnir hann að hans eigin forvarnarmynd hefði gæti ekki staðið ein og sér heldur þurftu umræður alltaf að fylgja í kjölfarið.
Viðtalið við Magnús má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.