Steelers unnu stóran 41-17 sigur á Atlanta Falcons á heimavelli sínum í nótt. Ben Roethlisberger og Antonio Brown unnu vel saman og skilaði samvinna þeirra tveimur snertimörkum fyrir Steelers í seinni hálfleik.
Þetta var besta frammistaða Steelers-liðsins á tímabilinu til þessa á meðan Atlanta tapaði þriðja leiknum í röð.
Í Philadelphia mættust heimamenn og Minnesota Vikings. Gestirnir frá Minnesota komust sautján stigum yfir í þriðja leikhluta og var staðan 23-14 þegar aðeins tæpar þrjár mínútur voru eftir af leiknum.
Zach Ertz skoraði snertimark eftir sendingu frá Carson Wentz og minnkaði muninn í 23-21 en nær komust Ernirnir ekki og sigurinn Minnesota.
Detroit Lions refsuðu Green Bay Packers fyrir mistök sín í leik liðanna í Detroit. Í fyrsta fjórðungi náði LeGarrete Blount tveimur snertimörkum eftir aðeins eins jarda hlaup. Matthew Stafford átti átta jarda sendingu á Marvin Jones undir lok fyrri hálfleik sem skilaði snertimarki og var Detroit 24-0 yfir í hálfleik.
Úrslit næturinnar:
Houston Texans - Dallas Cowboys 19-16
Kansas City Chiefs - Jacksonville Jaguars 30-14
Pittsburgh Steelers - Atlanta Falcons 41-17
Carolina Panthers - New York Giants 33-31
Detroit Lions - Green Bay Packers 31-23
Cleveland Browns - Baltimore Ravens 12-9
Cincinnati Bengals - Miami Dolphins 27-17
New York Jets - Denver Broncos 34-16
Buffalo Bills - Tennessee Titans 13-12
Los Angeles Chargers - Oakland Raiders 26-10
Los Angeles Rams - Seattle Seahawks 33-31
Minnestoa Vikings - Philadelphia Eagels 23-21
Arizona Cardinals - San Francisco 49ers 28-18