Formenn stjórnarflokkanna funduðu með fulltrúum sveitarfélaganna um fiskeldismál Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. október 2018 16:56 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Formenn stjórnarflokka ríkisstjórnarinnar funduðu í gær með bæjarstjóra Vesturbyggðar og oddvita Tálknafjarðarbæjar. Tilefni fundarins var að ræða stöðuna sem nú er uppi hjá fiskeldisfyrirtækjum í sveitarfélögunum tveimur en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ógilti á dögunum rekstrarleyfi fyrirtækjanna til fiskeldis á Vestfjörðum. Sveitarstjórnarmenn sveitarfélaganna sátu einnig fundinn. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Þá kom fram í færslunni að fundarmenn hafi verið upplýstir um að bæði sjávarútvegsráðherra og umhverfisráðherra hafi verið með til skoðunar hvaða leiðir væru færar til þess að gæta meðalhófs í málum fiskeldisfyrirtækjanna. Í færslunni kom fram að það væri gert „þannig að fyrirtæki geti almennt fengið sanngjarnan frest til að bæta úr þeim annmörkum sem koma fram í kæruferli og faglega sé staðið að öllum málum.“ Þá sagðist Katrín vona að hægt verði að finna farsæla lausn á málinu sem allra fyrst.Formenn allra stjórnarflokka hafa tjáð sig um máliðFyrr í dag birti Sigurður Ingi Jóhannesson, sveitarstjórna- og samgöngumálaráðherra, Facebook-færslu þar sem hann sagði viðmælanda RÚV í frétt um fiskeldi á Vestfjörðum í gær hafi farið með staðlausa stafi um atvinnugreinina. Þá kallaði hann eftir því að þeir sem um málin fjalla fari ekki með rangt mál. Þá birti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í gær færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagði óvissuástandið sem nú blasir við á Vestfjörðum vera óviðunandi og að bregðast þyrfti hratt við og svara því með hvaða hætti þeim sem í hlut eiga verði tryggður réttur til að láta reyna á stöðu sína gagnvart stjórnvöldum. Í því efni séu ekki eingöngu hagsmunir einstaka rekstraraðila undir heldur alls samfélagsins fyrir vestan. Fiskeldi Innlent Sveitarstjórnarmál Vesturbyggð Tengdar fréttir Bjarni segir óvissuástandið á Vestfjörðum með öllu óviðunandi Fjármála- og efnahagsráðherra segir að það óvissuástand sem hafi skapast hefur á Vestfjörðum í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál sé með öllu óviðunandi. 6. október 2018 13:28 Ráðherra segir Óttar fara með staðlausa stafi í umræðu um fiskeldi Sigurður Ingi Jóhannsson segir að lögmann náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa fara með rangt mál í umræðu um fiskeldi á Vestfjörðum. 7. október 2018 13:27 Hafna frestun réttaráhrifa eftir sviptingu starfsleyfis Úrskurðar- og auðlindanefnd vísaði frá kröfu fiskeldisfyrirtækja um frestun réttaráhrifa. 5. október 2018 19:45 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sjá meira
Formenn stjórnarflokka ríkisstjórnarinnar funduðu í gær með bæjarstjóra Vesturbyggðar og oddvita Tálknafjarðarbæjar. Tilefni fundarins var að ræða stöðuna sem nú er uppi hjá fiskeldisfyrirtækjum í sveitarfélögunum tveimur en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ógilti á dögunum rekstrarleyfi fyrirtækjanna til fiskeldis á Vestfjörðum. Sveitarstjórnarmenn sveitarfélaganna sátu einnig fundinn. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Þá kom fram í færslunni að fundarmenn hafi verið upplýstir um að bæði sjávarútvegsráðherra og umhverfisráðherra hafi verið með til skoðunar hvaða leiðir væru færar til þess að gæta meðalhófs í málum fiskeldisfyrirtækjanna. Í færslunni kom fram að það væri gert „þannig að fyrirtæki geti almennt fengið sanngjarnan frest til að bæta úr þeim annmörkum sem koma fram í kæruferli og faglega sé staðið að öllum málum.“ Þá sagðist Katrín vona að hægt verði að finna farsæla lausn á málinu sem allra fyrst.Formenn allra stjórnarflokka hafa tjáð sig um máliðFyrr í dag birti Sigurður Ingi Jóhannesson, sveitarstjórna- og samgöngumálaráðherra, Facebook-færslu þar sem hann sagði viðmælanda RÚV í frétt um fiskeldi á Vestfjörðum í gær hafi farið með staðlausa stafi um atvinnugreinina. Þá kallaði hann eftir því að þeir sem um málin fjalla fari ekki með rangt mál. Þá birti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í gær færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagði óvissuástandið sem nú blasir við á Vestfjörðum vera óviðunandi og að bregðast þyrfti hratt við og svara því með hvaða hætti þeim sem í hlut eiga verði tryggður réttur til að láta reyna á stöðu sína gagnvart stjórnvöldum. Í því efni séu ekki eingöngu hagsmunir einstaka rekstraraðila undir heldur alls samfélagsins fyrir vestan.
Fiskeldi Innlent Sveitarstjórnarmál Vesturbyggð Tengdar fréttir Bjarni segir óvissuástandið á Vestfjörðum með öllu óviðunandi Fjármála- og efnahagsráðherra segir að það óvissuástand sem hafi skapast hefur á Vestfjörðum í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál sé með öllu óviðunandi. 6. október 2018 13:28 Ráðherra segir Óttar fara með staðlausa stafi í umræðu um fiskeldi Sigurður Ingi Jóhannsson segir að lögmann náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa fara með rangt mál í umræðu um fiskeldi á Vestfjörðum. 7. október 2018 13:27 Hafna frestun réttaráhrifa eftir sviptingu starfsleyfis Úrskurðar- og auðlindanefnd vísaði frá kröfu fiskeldisfyrirtækja um frestun réttaráhrifa. 5. október 2018 19:45 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sjá meira
Bjarni segir óvissuástandið á Vestfjörðum með öllu óviðunandi Fjármála- og efnahagsráðherra segir að það óvissuástand sem hafi skapast hefur á Vestfjörðum í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál sé með öllu óviðunandi. 6. október 2018 13:28
Ráðherra segir Óttar fara með staðlausa stafi í umræðu um fiskeldi Sigurður Ingi Jóhannsson segir að lögmann náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa fara með rangt mál í umræðu um fiskeldi á Vestfjörðum. 7. október 2018 13:27
Hafna frestun réttaráhrifa eftir sviptingu starfsleyfis Úrskurðar- og auðlindanefnd vísaði frá kröfu fiskeldisfyrirtækja um frestun réttaráhrifa. 5. október 2018 19:45