Innlent

Segir að stórauka þurfi eftirlit með launaþjófnaði

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Bjarnheiður Hallsdóttir er formaður SF.
Bjarnheiður Hallsdóttir er formaður SF.
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að stórauka þurfi eftirlit með launaþjófnaði innan veitinga- og hótelgeirans. Hún segir slík lögbrot ekki liðin innan samtakanna enda grafi þau undan ábyrgum fyrirtækjum.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um launaþjófnað í veitinga- og hótelgeiranum en þjónustufulltrúi á kjarasviði Eflingar sagði slík mál skipta hundruðum. Málin snúa til að mynda að launaþjófnaði í formi ógreiddrar yfirvinnu. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir samtökin fordæma slík lögbrot.

„Það er auðvitað öll umfjöllun af hinu góða þannig að meðvitund fólks gagnvart þessu vakni. Svo er auðvitað gott að horfa til keðjuábyrgðar þannig að fólk forðist viðskipti við fyrirtæki sem hafa orðið uppvís af lögbrotum. Svo þarf væntanlega að stórefla eftirlit eins og hefur komið fram,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.

Hún segir að ábyrgðin liggi einnig hjá starfsmönnum fyrirtækja sem stunda slík lögbrot.

„Nú starfsmenn hafa einhverja ábyrgð líka eins og vinnuveitendur, því myndi ég hvetja starfsfólk sem er að fara að ráða sig í vinnu hjá fyrirtæki sem það þekkir ekki til, að afla sér upplýsinga um fyrirtækið og kanna feril þess og gæta þess að ráða sig bara hjá ábyrgum fyrirtækjum. SAF fordæma algjörlega svona starfsemi, alla ólöglega starfsemi hvort sem hún snýr að almennum lögum eða lögum og reglum á vinnumarkaði. Þetta er algjörlega ólíðandi og fyrirtæki sem gera þetta grafa undan heiðarlegum viðskiptum, sagði Bjarnheiður.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×