Fjórir ákærðir vegna tilefnislausra líkamsárása í Hafnarstræti í fyrra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. október 2018 10:30 Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt. Vísir/Kolbeinn Tumi Fjórir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir af embætti héraðssaksóknara fyrir þrjár líkamsárásir sem áttu sér stað í febrúar á síðasta ári. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn mánudag. Tveimur mannanna er gefið að sök að hafa ráðist að stúlku í Hafnarstræti í Reykjavík, hrint henni á vegg og í kjölfarið í jörðina með þeim afleiðingum að hún tognaði á hné og hruflaðist á höndum. Strax í kjölfarið á annar þeirra, í félagi við annan mann sem ekki er ákærður fyrir hrindinguna, að hafa ráðist á kærasta stúlkunnar með höggum og spörkum. Hlaut hann heilablæðingu og stóran skurð á hnakka. Er þeim gefin stórfelld líkamsárás að sök vegna þessa. Þeim sem ákærður er vegna beggja fyrri árásanna er gefin önnur árás að sök í félagi við fjórða manninn. Eru þeir ákærðir fyrir að hafa slegið hann í bak og höfuð með þeim afleiðingum að hann hlaut skurð og mar á höfði. Fjallað var um árásirnar skömmu eftir að þær áttu sér stað eftir að Runólfur Ágústsson, fyrrverandi rektor og faðir Eyvindar Ágústs Runólfssonar, þess sem mesta áverka hlaut, sagði frá afleiðingum þeirra á Facebook. Virðast árásirnar hafa verið tilefnislausar en upptökur úr öryggismyndavélum komu að gagni við rannsókn málsins. Eyvindur fer fram á fimm milljónir króna í miskabætur og 55 þúsund krónur til viðbótar vegna útlagðs sjúkrakostnaðar. Aðrir krefjast 1,1 milljónar samanlagt í miskabætur. Lögreglumál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Fjórir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir af embætti héraðssaksóknara fyrir þrjár líkamsárásir sem áttu sér stað í febrúar á síðasta ári. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn mánudag. Tveimur mannanna er gefið að sök að hafa ráðist að stúlku í Hafnarstræti í Reykjavík, hrint henni á vegg og í kjölfarið í jörðina með þeim afleiðingum að hún tognaði á hné og hruflaðist á höndum. Strax í kjölfarið á annar þeirra, í félagi við annan mann sem ekki er ákærður fyrir hrindinguna, að hafa ráðist á kærasta stúlkunnar með höggum og spörkum. Hlaut hann heilablæðingu og stóran skurð á hnakka. Er þeim gefin stórfelld líkamsárás að sök vegna þessa. Þeim sem ákærður er vegna beggja fyrri árásanna er gefin önnur árás að sök í félagi við fjórða manninn. Eru þeir ákærðir fyrir að hafa slegið hann í bak og höfuð með þeim afleiðingum að hann hlaut skurð og mar á höfði. Fjallað var um árásirnar skömmu eftir að þær áttu sér stað eftir að Runólfur Ágústsson, fyrrverandi rektor og faðir Eyvindar Ágústs Runólfssonar, þess sem mesta áverka hlaut, sagði frá afleiðingum þeirra á Facebook. Virðast árásirnar hafa verið tilefnislausar en upptökur úr öryggismyndavélum komu að gagni við rannsókn málsins. Eyvindur fer fram á fimm milljónir króna í miskabætur og 55 þúsund krónur til viðbótar vegna útlagðs sjúkrakostnaðar. Aðrir krefjast 1,1 milljónar samanlagt í miskabætur.
Lögreglumál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira