Kom mér skemmtilega á óvart Hjörvar Ólafsson skrifar 6. október 2018 08:00 Jón Dagur Þorsteinsson fagnar marki sínu fyrir Vendsyssel í sigri á stórliði FC København í dönsku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Vísir/Getty Jón Dagur Þorsteinsson, sem leikur þessa stundina með danska liðinu Vendsyssel á láni frá enska liðinu Fulham er einn fjögurra leikmanna sem koma inn í íslenska A-landsliðið í knattspyrnu fyrir komandi verkefni með liðinu. Hann hefur leikið vel bæði fyrir U-21 árs landsliðið í síðustu leikjum þess og látið til sín taka hjá Vendsyssel undanfarið og hlaut náð fyrir augum Eriks Hamrén og Freys Alexanderssonar, þjálfara íslenska A-landsliðsins, að þessu sinni. „Þetta er auðvitað mjög kærkomið og mikill heiður. Þetta kom mér ekki algerlega í opna skjöldu, en samt alveg flatt upp á mig þegar ég sá þetta. Ég hef verið að spila reglulega hér í Danmörku og gengið vel að mínu mati, þannig að mér fannst þetta alveg raunhæft. Ég var hins vegar ekki búinn að fá að vita af þessu áður en þetta vera opinberað, þannig að ég var ekki viss,“ segir Jón Dagur í samtali við Fréttablaðið. „Ég býst ekki við því að fá spilmínútur í þessum verkefnum, en verð auðvitað klár ef kallið kemur. Mér finnst líklegra að hugmyndin sé að ég fái smjörþefinn af því hvernig hlutirnir virka hjá A-liðinu og að kynnast tempóinu á æfingum hjá liðinu. Þetta er líklega töluvert stökk frá U-21 árs liðinu og það verður bara gaman að takast á við það,“ segir Jón Dagur enn fremur. „Það er gaman að við Albert [Guðmundsson] fáum kallið að þessu sinni og ég tel að fleiri leikmenn í U-21 árs liðinu gætu dottið inn í A-hópinn innan tíðar. Við erum með marga góða unga leikmenn og ég tel að framtíðin sé björt hjá A-liðinu. Nú er það bara mitt að grípa þetta tækifæri og standa mig vel. Mér líður annars vel í Danmörku og það er gott að fá að spila reglulega með aðalliði. Mér hefur líka gengið vel hérna og vonandi heldur það bara áfram,“ segir HK-ingurinn. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Sjá meira
Jón Dagur Þorsteinsson, sem leikur þessa stundina með danska liðinu Vendsyssel á láni frá enska liðinu Fulham er einn fjögurra leikmanna sem koma inn í íslenska A-landsliðið í knattspyrnu fyrir komandi verkefni með liðinu. Hann hefur leikið vel bæði fyrir U-21 árs landsliðið í síðustu leikjum þess og látið til sín taka hjá Vendsyssel undanfarið og hlaut náð fyrir augum Eriks Hamrén og Freys Alexanderssonar, þjálfara íslenska A-landsliðsins, að þessu sinni. „Þetta er auðvitað mjög kærkomið og mikill heiður. Þetta kom mér ekki algerlega í opna skjöldu, en samt alveg flatt upp á mig þegar ég sá þetta. Ég hef verið að spila reglulega hér í Danmörku og gengið vel að mínu mati, þannig að mér fannst þetta alveg raunhæft. Ég var hins vegar ekki búinn að fá að vita af þessu áður en þetta vera opinberað, þannig að ég var ekki viss,“ segir Jón Dagur í samtali við Fréttablaðið. „Ég býst ekki við því að fá spilmínútur í þessum verkefnum, en verð auðvitað klár ef kallið kemur. Mér finnst líklegra að hugmyndin sé að ég fái smjörþefinn af því hvernig hlutirnir virka hjá A-liðinu og að kynnast tempóinu á æfingum hjá liðinu. Þetta er líklega töluvert stökk frá U-21 árs liðinu og það verður bara gaman að takast á við það,“ segir Jón Dagur enn fremur. „Það er gaman að við Albert [Guðmundsson] fáum kallið að þessu sinni og ég tel að fleiri leikmenn í U-21 árs liðinu gætu dottið inn í A-hópinn innan tíðar. Við erum með marga góða unga leikmenn og ég tel að framtíðin sé björt hjá A-liðinu. Nú er það bara mitt að grípa þetta tækifæri og standa mig vel. Mér líður annars vel í Danmörku og það er gott að fá að spila reglulega með aðalliði. Mér hefur líka gengið vel hérna og vonandi heldur það bara áfram,“ segir HK-ingurinn.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Sjá meira