Kom mér skemmtilega á óvart Hjörvar Ólafsson skrifar 6. október 2018 08:00 Jón Dagur Þorsteinsson fagnar marki sínu fyrir Vendsyssel í sigri á stórliði FC København í dönsku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Vísir/Getty Jón Dagur Þorsteinsson, sem leikur þessa stundina með danska liðinu Vendsyssel á láni frá enska liðinu Fulham er einn fjögurra leikmanna sem koma inn í íslenska A-landsliðið í knattspyrnu fyrir komandi verkefni með liðinu. Hann hefur leikið vel bæði fyrir U-21 árs landsliðið í síðustu leikjum þess og látið til sín taka hjá Vendsyssel undanfarið og hlaut náð fyrir augum Eriks Hamrén og Freys Alexanderssonar, þjálfara íslenska A-landsliðsins, að þessu sinni. „Þetta er auðvitað mjög kærkomið og mikill heiður. Þetta kom mér ekki algerlega í opna skjöldu, en samt alveg flatt upp á mig þegar ég sá þetta. Ég hef verið að spila reglulega hér í Danmörku og gengið vel að mínu mati, þannig að mér fannst þetta alveg raunhæft. Ég var hins vegar ekki búinn að fá að vita af þessu áður en þetta vera opinberað, þannig að ég var ekki viss,“ segir Jón Dagur í samtali við Fréttablaðið. „Ég býst ekki við því að fá spilmínútur í þessum verkefnum, en verð auðvitað klár ef kallið kemur. Mér finnst líklegra að hugmyndin sé að ég fái smjörþefinn af því hvernig hlutirnir virka hjá A-liðinu og að kynnast tempóinu á æfingum hjá liðinu. Þetta er líklega töluvert stökk frá U-21 árs liðinu og það verður bara gaman að takast á við það,“ segir Jón Dagur enn fremur. „Það er gaman að við Albert [Guðmundsson] fáum kallið að þessu sinni og ég tel að fleiri leikmenn í U-21 árs liðinu gætu dottið inn í A-hópinn innan tíðar. Við erum með marga góða unga leikmenn og ég tel að framtíðin sé björt hjá A-liðinu. Nú er það bara mitt að grípa þetta tækifæri og standa mig vel. Mér líður annars vel í Danmörku og það er gott að fá að spila reglulega með aðalliði. Mér hefur líka gengið vel hérna og vonandi heldur það bara áfram,“ segir HK-ingurinn. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Jón Dagur Þorsteinsson, sem leikur þessa stundina með danska liðinu Vendsyssel á láni frá enska liðinu Fulham er einn fjögurra leikmanna sem koma inn í íslenska A-landsliðið í knattspyrnu fyrir komandi verkefni með liðinu. Hann hefur leikið vel bæði fyrir U-21 árs landsliðið í síðustu leikjum þess og látið til sín taka hjá Vendsyssel undanfarið og hlaut náð fyrir augum Eriks Hamrén og Freys Alexanderssonar, þjálfara íslenska A-landsliðsins, að þessu sinni. „Þetta er auðvitað mjög kærkomið og mikill heiður. Þetta kom mér ekki algerlega í opna skjöldu, en samt alveg flatt upp á mig þegar ég sá þetta. Ég hef verið að spila reglulega hér í Danmörku og gengið vel að mínu mati, þannig að mér fannst þetta alveg raunhæft. Ég var hins vegar ekki búinn að fá að vita af þessu áður en þetta vera opinberað, þannig að ég var ekki viss,“ segir Jón Dagur í samtali við Fréttablaðið. „Ég býst ekki við því að fá spilmínútur í þessum verkefnum, en verð auðvitað klár ef kallið kemur. Mér finnst líklegra að hugmyndin sé að ég fái smjörþefinn af því hvernig hlutirnir virka hjá A-liðinu og að kynnast tempóinu á æfingum hjá liðinu. Þetta er líklega töluvert stökk frá U-21 árs liðinu og það verður bara gaman að takast á við það,“ segir Jón Dagur enn fremur. „Það er gaman að við Albert [Guðmundsson] fáum kallið að þessu sinni og ég tel að fleiri leikmenn í U-21 árs liðinu gætu dottið inn í A-hópinn innan tíðar. Við erum með marga góða unga leikmenn og ég tel að framtíðin sé björt hjá A-liðinu. Nú er það bara mitt að grípa þetta tækifæri og standa mig vel. Mér líður annars vel í Danmörku og það er gott að fá að spila reglulega með aðalliði. Mér hefur líka gengið vel hérna og vonandi heldur það bara áfram,“ segir HK-ingurinn.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira