Mukwege og Murad hljóta Friðarverðlaun Nóbels Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2018 09:00 Nadia Murad. Getty Norska Nóbelsnefndin tilkynnti í morgun að þau Denis Mukwege og Nadia Murad hljóti Friðarverðlaun Nóbels árið 2018. Þau fá verðlaunin fyrir baráttu sína gegn kynferðisofbeldi í stríðsrekstri. Í rökstuðningi Nóbelsnefndarinnar segir að bæði hafi þau lagt sitt af mörkum til að beina kastljósinu að slíkum stríðsglæpum. „Mukwege er hjálparstarfsmaðurinn sem helgaði líf sitt því að verja þessi fórnarlömb. Murad er sjónarvotturinn sem greinir frá ofbeldinu sem hún og aðrir hafa þurft að þola.“Hefur starfað í Kongó Mukwege hefur starfað í Lýðveldinu Kongó og frá því að Panzi sjúkrahúsinu var komið á laggirnar í Buvaku árið 2008 hafa Mukwege og starfsmenn hans aðstoðað þúsundir sjúklinga sem hafa þurft að þola slíkar árásir. Borgarstríð hefur staðið í Kongó um langt skeið og hafa rúmlega sex milljónir manna fallið í átökunum.Denis Mukwege.Getty/Victor BoykoSlapp úr kynlífsánauð Murad tilheyrir minnihlutahópi Jasída í norðurhluta Íraks þar sem hún bjó með fjölskyldu sinni í afskekktu þorpi, Kocko. Hryðjuverkasamtökin ISIS hófu í ágúst 2014 skipulagðar árásir gegn Jasídum sem miðaði að því að útrýma þeim og var yngri konum mörgum rænt og þær gerðar að kynlífsþrælum. Áætlað er að Murad sé ein um þrjú þúsund kvenna og stúlkna úr hópi Jasída sem eru fórnarlömb brota liðsmanna ISIS. Murad tókst að flýja eftir um þrjá mánuði í haldi ISIS-liða. Hún hefur rætt opinberlega um þær raunir sem hún og aðrar konur hafa þurft að þola og árið 2016 var hún gerð að velgjörðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna. Austur-Kongó Írak Nóbelsverðlaun Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Norska Nóbelsnefndin tilkynnti í morgun að þau Denis Mukwege og Nadia Murad hljóti Friðarverðlaun Nóbels árið 2018. Þau fá verðlaunin fyrir baráttu sína gegn kynferðisofbeldi í stríðsrekstri. Í rökstuðningi Nóbelsnefndarinnar segir að bæði hafi þau lagt sitt af mörkum til að beina kastljósinu að slíkum stríðsglæpum. „Mukwege er hjálparstarfsmaðurinn sem helgaði líf sitt því að verja þessi fórnarlömb. Murad er sjónarvotturinn sem greinir frá ofbeldinu sem hún og aðrir hafa þurft að þola.“Hefur starfað í Kongó Mukwege hefur starfað í Lýðveldinu Kongó og frá því að Panzi sjúkrahúsinu var komið á laggirnar í Buvaku árið 2008 hafa Mukwege og starfsmenn hans aðstoðað þúsundir sjúklinga sem hafa þurft að þola slíkar árásir. Borgarstríð hefur staðið í Kongó um langt skeið og hafa rúmlega sex milljónir manna fallið í átökunum.Denis Mukwege.Getty/Victor BoykoSlapp úr kynlífsánauð Murad tilheyrir minnihlutahópi Jasída í norðurhluta Íraks þar sem hún bjó með fjölskyldu sinni í afskekktu þorpi, Kocko. Hryðjuverkasamtökin ISIS hófu í ágúst 2014 skipulagðar árásir gegn Jasídum sem miðaði að því að útrýma þeim og var yngri konum mörgum rænt og þær gerðar að kynlífsþrælum. Áætlað er að Murad sé ein um þrjú þúsund kvenna og stúlkna úr hópi Jasída sem eru fórnarlömb brota liðsmanna ISIS. Murad tókst að flýja eftir um þrjá mánuði í haldi ISIS-liða. Hún hefur rætt opinberlega um þær raunir sem hún og aðrar konur hafa þurft að þola og árið 2016 var hún gerð að velgjörðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna.
Austur-Kongó Írak Nóbelsverðlaun Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira