Landsliðshópurinn valinn í dag: Fá ungu mennirnir kallið frá Hamrén? Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. október 2018 08:30 Arnór Sigurðsson á aðeins þrjá U21 árs leiki að baki. vísir/getty Erik Hamrén, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, tilkynnir í dag hópinn sem mætir Frakklandi í vináttuleik ytra og Sviss á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni. Íslenska liðið er í mjög erfiðum málum í Þjóðadeildinni eftir tvö slæm töp á móti Sviss og Belgíu í fyrstu tveimur umferðum riðlakeppninnar og því ekki útilokað að Hamrén hristi aðeins upp í hlutunum í dag. Hann fær þó aftur nokkra af bestu mönnum liðsins eins og Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason sem hvorugur voru með í síðustu leikjum. Spurningamerki er þó með fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson sem meiddist aftur á dögunum.Jón Dagur fór frá Fulham til Vendyssel.vísir/gettyYngstur í Meistaradeild Mesta eftirvæntingin í dag snýr að ungum strákum á borð við Albert Guðmundsson, Arnór Sigurðsson og Jón Dag Þorsteinsson en Albert, sem hefur byrjað vel með sínu nýja félagi AZ Alkmaar, var ekki í hópnum síðast þrátt fyrir að hafa farið með liðinu á HM. Arnór Sigurðsson hefur skotist upp á stjörnuhiminninn nánast á einni nóttu en þessi 19 ára gamli strákur varð yngsti Íslendingurinn til að spila Meistaradeildarleik á dögunum þegar að hann kom inn á í leik á móti Viktoria Plzen. Hann gerði svo enn betur og kom inn á í sigurleik á móti Evrópumeisturum Real Madrid á þriðjudagskvöldið, nánast sléttum tveimur árum eftir að hann spilaði sinn síðasta leik í Pepsi-deildinni sem varamaður.Kolbeinn kom inn á gegn Belgíu.vísir/gettySkoraði á móti FCK Jón Dagur Þorsteinsson tók skrefið frá Fulham til Vendyssel í dönsku úrvalsdeildinni til að fá að spila en þessi tvítugi uppaldi HK-ingur skoraði á dögunum beint úr aukaspyrnu á móti stórliði FCK í óvæntum sigri sinna manna. Einnig verður áhugavert í dag að sjá hvort Hamrén haldi áfram að velja Kolbein Sigþórsson sem að fær ekki mínútu með Nantes og virðist sem svo að hann muni ekki spila félagsliðafótbolta fyrr en á næsta ári þrátt fyrir að vera heill heilsu í fyrsta sinn í tvö ár. Hópurinn verður tilkynntur á blaðamannafundi KSÍ sem hefst klukkan 13.15 en Vísir verður með beina útsendingu frá fundinum í dag.Jón Dagur Þorsteinsson (@jondagur) scored a beauty for @VendsysselFF when they won @FCKobenhavn at home 2-1. Very important 3 points and brilliant game from Jón Dagur who´s born 1998 and is on loan from @FulhamFC. #TeamTotalFootballpic.twitter.com/OVQWfQqH9U — Total Football (@totalfl) September 30, 2018 Þjóðadeild UEFA Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira
Erik Hamrén, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, tilkynnir í dag hópinn sem mætir Frakklandi í vináttuleik ytra og Sviss á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni. Íslenska liðið er í mjög erfiðum málum í Þjóðadeildinni eftir tvö slæm töp á móti Sviss og Belgíu í fyrstu tveimur umferðum riðlakeppninnar og því ekki útilokað að Hamrén hristi aðeins upp í hlutunum í dag. Hann fær þó aftur nokkra af bestu mönnum liðsins eins og Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason sem hvorugur voru með í síðustu leikjum. Spurningamerki er þó með fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson sem meiddist aftur á dögunum.Jón Dagur fór frá Fulham til Vendyssel.vísir/gettyYngstur í Meistaradeild Mesta eftirvæntingin í dag snýr að ungum strákum á borð við Albert Guðmundsson, Arnór Sigurðsson og Jón Dag Þorsteinsson en Albert, sem hefur byrjað vel með sínu nýja félagi AZ Alkmaar, var ekki í hópnum síðast þrátt fyrir að hafa farið með liðinu á HM. Arnór Sigurðsson hefur skotist upp á stjörnuhiminninn nánast á einni nóttu en þessi 19 ára gamli strákur varð yngsti Íslendingurinn til að spila Meistaradeildarleik á dögunum þegar að hann kom inn á í leik á móti Viktoria Plzen. Hann gerði svo enn betur og kom inn á í sigurleik á móti Evrópumeisturum Real Madrid á þriðjudagskvöldið, nánast sléttum tveimur árum eftir að hann spilaði sinn síðasta leik í Pepsi-deildinni sem varamaður.Kolbeinn kom inn á gegn Belgíu.vísir/gettySkoraði á móti FCK Jón Dagur Þorsteinsson tók skrefið frá Fulham til Vendyssel í dönsku úrvalsdeildinni til að fá að spila en þessi tvítugi uppaldi HK-ingur skoraði á dögunum beint úr aukaspyrnu á móti stórliði FCK í óvæntum sigri sinna manna. Einnig verður áhugavert í dag að sjá hvort Hamrén haldi áfram að velja Kolbein Sigþórsson sem að fær ekki mínútu með Nantes og virðist sem svo að hann muni ekki spila félagsliðafótbolta fyrr en á næsta ári þrátt fyrir að vera heill heilsu í fyrsta sinn í tvö ár. Hópurinn verður tilkynntur á blaðamannafundi KSÍ sem hefst klukkan 13.15 en Vísir verður með beina útsendingu frá fundinum í dag.Jón Dagur Þorsteinsson (@jondagur) scored a beauty for @VendsysselFF when they won @FCKobenhavn at home 2-1. Very important 3 points and brilliant game from Jón Dagur who´s born 1998 and is on loan from @FulhamFC. #TeamTotalFootballpic.twitter.com/OVQWfQqH9U — Total Football (@totalfl) September 30, 2018
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira