Fundu sterkar vísendingar um fyrsta fjartunglið Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2018 23:32 Teikning listamanns af Kepler 1625b með tungli. NASA, ESA, and L. Hustak (STScI) Tveir stjörnufræðingar telja sig hafa fundið sterkar vísbendingar um risavaxið tungl á braut um reikistjörnu í öðru sólkerfi. Verði uppgötvunin staðfest er þetta fyrsta tunglið sem menn hafa komið auga á utan sólkerfisins okkar. Tunglið er engin smásmíði en stærð þess er fordæmalaus í sólkerfinu okkar. Það er sagt sambærilegt að þvermáli og ísrisinn Neptúnus. Það er að finna í sólkerfi sem er í um átta þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni. Móðurreikistjarnan er einnig tröllvaxin. Hún er gasrisi sem er nokkrum sinnum massameiri en Júpíter, stærsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar. Saman ganga hnettirnir á braut um móðurstjörnu sína sem er talin rétt innan svonefnds lífbeltis hennar. Vísindamenn komust fyrst á spor tunglsins þegar Kepler-geimsjónaukinn beindi linsu sinni í átt að fjarreikistjörnunni Kepler-1625b í fyrra. Það voru svo tveir stjörnufræðingar við Kólumbíuháskóla í New York sem notuðu Hubble-geimsjónaukann til þess að litast frekar um eftir mögulegu tungli, að því er segir í frétt á vef Hubble-sjónaukans. Enginn hægðarleikur er að finna fjarreikistjörnur, hvað þá fjartungl eins og þetta. Reikistjörnurnar eru dimmar og litlar og hverfa í geislandi bjarma móðurstjarna sinna. Stjörnufræðingar koma yfirleitt auga á fjarreikistjörnur með því að skima svæði á himninum og leita að örlitlum breytingum á birtu stjarnanna sem geta verið vísbendingar um reikistjörnur sem ganga fyrir þær frá jörðinni séð. Til þess leggjast vísindamenn yfir gröf sem sýna birtustig stjarnanna. Kepler-geimsjónaukinn hefur fundið þúsundir fjarreikistjarna með þessum hætti. Enn erfiðara er hins vegar að finna fjartungl sem eru enn smærri og skilja enn veikari ummerki eftir sig.Tveir skuggar á skömmum tíma Í leit sinni að tungli á braut um Kepler 1625b fylgdust stjörnufræðingarnir með því þegar reikistjarnan gekk fyrir móðurstjörnuna með Hubble. Þá tóku þeir eftir örlitlum frávikum í ljósinu sem barst frá henni til jarðar. Í ljós kom að þremur og hálfri klukkustund eftir að reikistjarnan hafði gengið fyrir stjörnuna skyggði eitthvað mun minna á stjörnuna. Það gat passað við tungl sem fylgdi í humátt á eftir reikistjörnunni. „Það var sannarlega sláandi augnablik að sjá þetta ljósgraf, hjartað mitt byrjaði að slá örlítið hraðar og ég hélt bara áfram að stara á þetta merki,“ segir David Kipping, annar stjörnufræðinganna. Reikistjarnan byrjaði einnig að ganga fyrir stjörnuna meira en klukkustund fyrr en vísindamennirnir höfðu gert ráð fyrir. Það telja vísindamennirnir geta skýrst af þyngdaráhrifum tungls á braut um hana. Það frávik gæti einnig skýrst af annarri reikistjörnu í sólkerfinu. Hubble fann hins vegar engar vísbendingar um fleiri reikistjörnur. Stærð tunglsins er óvenjuleg og gæti hún leitt til þess að stjörnufræðingar þurfi að endurskoða kenningar sínar um hvernig sólkerfi þróast og hvernig tungl myndast í þeim. Vísindi Tengdar fréttir Afkastamesti fjarreikistjörnukönnuðurinn nálgast endalokin Kepler-geimsjónaukinn er kominn í dvala á meðan gögnum sem hann hefur safnað er hlaðið niður. Eldsneyti hans er að þrotum komið. 10. júlí 2018 10:15 Gervigreind fann sólkerfi með átta reikistjörnur Búið er að finna jafningja sólkerfis okkar. 14. desember 2017 23:05 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Tveir stjörnufræðingar telja sig hafa fundið sterkar vísbendingar um risavaxið tungl á braut um reikistjörnu í öðru sólkerfi. Verði uppgötvunin staðfest er þetta fyrsta tunglið sem menn hafa komið auga á utan sólkerfisins okkar. Tunglið er engin smásmíði en stærð þess er fordæmalaus í sólkerfinu okkar. Það er sagt sambærilegt að þvermáli og ísrisinn Neptúnus. Það er að finna í sólkerfi sem er í um átta þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni. Móðurreikistjarnan er einnig tröllvaxin. Hún er gasrisi sem er nokkrum sinnum massameiri en Júpíter, stærsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar. Saman ganga hnettirnir á braut um móðurstjörnu sína sem er talin rétt innan svonefnds lífbeltis hennar. Vísindamenn komust fyrst á spor tunglsins þegar Kepler-geimsjónaukinn beindi linsu sinni í átt að fjarreikistjörnunni Kepler-1625b í fyrra. Það voru svo tveir stjörnufræðingar við Kólumbíuháskóla í New York sem notuðu Hubble-geimsjónaukann til þess að litast frekar um eftir mögulegu tungli, að því er segir í frétt á vef Hubble-sjónaukans. Enginn hægðarleikur er að finna fjarreikistjörnur, hvað þá fjartungl eins og þetta. Reikistjörnurnar eru dimmar og litlar og hverfa í geislandi bjarma móðurstjarna sinna. Stjörnufræðingar koma yfirleitt auga á fjarreikistjörnur með því að skima svæði á himninum og leita að örlitlum breytingum á birtu stjarnanna sem geta verið vísbendingar um reikistjörnur sem ganga fyrir þær frá jörðinni séð. Til þess leggjast vísindamenn yfir gröf sem sýna birtustig stjarnanna. Kepler-geimsjónaukinn hefur fundið þúsundir fjarreikistjarna með þessum hætti. Enn erfiðara er hins vegar að finna fjartungl sem eru enn smærri og skilja enn veikari ummerki eftir sig.Tveir skuggar á skömmum tíma Í leit sinni að tungli á braut um Kepler 1625b fylgdust stjörnufræðingarnir með því þegar reikistjarnan gekk fyrir móðurstjörnuna með Hubble. Þá tóku þeir eftir örlitlum frávikum í ljósinu sem barst frá henni til jarðar. Í ljós kom að þremur og hálfri klukkustund eftir að reikistjarnan hafði gengið fyrir stjörnuna skyggði eitthvað mun minna á stjörnuna. Það gat passað við tungl sem fylgdi í humátt á eftir reikistjörnunni. „Það var sannarlega sláandi augnablik að sjá þetta ljósgraf, hjartað mitt byrjaði að slá örlítið hraðar og ég hélt bara áfram að stara á þetta merki,“ segir David Kipping, annar stjörnufræðinganna. Reikistjarnan byrjaði einnig að ganga fyrir stjörnuna meira en klukkustund fyrr en vísindamennirnir höfðu gert ráð fyrir. Það telja vísindamennirnir geta skýrst af þyngdaráhrifum tungls á braut um hana. Það frávik gæti einnig skýrst af annarri reikistjörnu í sólkerfinu. Hubble fann hins vegar engar vísbendingar um fleiri reikistjörnur. Stærð tunglsins er óvenjuleg og gæti hún leitt til þess að stjörnufræðingar þurfi að endurskoða kenningar sínar um hvernig sólkerfi þróast og hvernig tungl myndast í þeim.
Vísindi Tengdar fréttir Afkastamesti fjarreikistjörnukönnuðurinn nálgast endalokin Kepler-geimsjónaukinn er kominn í dvala á meðan gögnum sem hann hefur safnað er hlaðið niður. Eldsneyti hans er að þrotum komið. 10. júlí 2018 10:15 Gervigreind fann sólkerfi með átta reikistjörnur Búið er að finna jafningja sólkerfis okkar. 14. desember 2017 23:05 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Afkastamesti fjarreikistjörnukönnuðurinn nálgast endalokin Kepler-geimsjónaukinn er kominn í dvala á meðan gögnum sem hann hefur safnað er hlaðið niður. Eldsneyti hans er að þrotum komið. 10. júlí 2018 10:15
Gervigreind fann sólkerfi með átta reikistjörnur Búið er að finna jafningja sólkerfis okkar. 14. desember 2017 23:05
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent