Fundu sterkar vísendingar um fyrsta fjartunglið Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2018 23:32 Teikning listamanns af Kepler 1625b með tungli. NASA, ESA, and L. Hustak (STScI) Tveir stjörnufræðingar telja sig hafa fundið sterkar vísbendingar um risavaxið tungl á braut um reikistjörnu í öðru sólkerfi. Verði uppgötvunin staðfest er þetta fyrsta tunglið sem menn hafa komið auga á utan sólkerfisins okkar. Tunglið er engin smásmíði en stærð þess er fordæmalaus í sólkerfinu okkar. Það er sagt sambærilegt að þvermáli og ísrisinn Neptúnus. Það er að finna í sólkerfi sem er í um átta þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni. Móðurreikistjarnan er einnig tröllvaxin. Hún er gasrisi sem er nokkrum sinnum massameiri en Júpíter, stærsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar. Saman ganga hnettirnir á braut um móðurstjörnu sína sem er talin rétt innan svonefnds lífbeltis hennar. Vísindamenn komust fyrst á spor tunglsins þegar Kepler-geimsjónaukinn beindi linsu sinni í átt að fjarreikistjörnunni Kepler-1625b í fyrra. Það voru svo tveir stjörnufræðingar við Kólumbíuháskóla í New York sem notuðu Hubble-geimsjónaukann til þess að litast frekar um eftir mögulegu tungli, að því er segir í frétt á vef Hubble-sjónaukans. Enginn hægðarleikur er að finna fjarreikistjörnur, hvað þá fjartungl eins og þetta. Reikistjörnurnar eru dimmar og litlar og hverfa í geislandi bjarma móðurstjarna sinna. Stjörnufræðingar koma yfirleitt auga á fjarreikistjörnur með því að skima svæði á himninum og leita að örlitlum breytingum á birtu stjarnanna sem geta verið vísbendingar um reikistjörnur sem ganga fyrir þær frá jörðinni séð. Til þess leggjast vísindamenn yfir gröf sem sýna birtustig stjarnanna. Kepler-geimsjónaukinn hefur fundið þúsundir fjarreikistjarna með þessum hætti. Enn erfiðara er hins vegar að finna fjartungl sem eru enn smærri og skilja enn veikari ummerki eftir sig.Tveir skuggar á skömmum tíma Í leit sinni að tungli á braut um Kepler 1625b fylgdust stjörnufræðingarnir með því þegar reikistjarnan gekk fyrir móðurstjörnuna með Hubble. Þá tóku þeir eftir örlitlum frávikum í ljósinu sem barst frá henni til jarðar. Í ljós kom að þremur og hálfri klukkustund eftir að reikistjarnan hafði gengið fyrir stjörnuna skyggði eitthvað mun minna á stjörnuna. Það gat passað við tungl sem fylgdi í humátt á eftir reikistjörnunni. „Það var sannarlega sláandi augnablik að sjá þetta ljósgraf, hjartað mitt byrjaði að slá örlítið hraðar og ég hélt bara áfram að stara á þetta merki,“ segir David Kipping, annar stjörnufræðinganna. Reikistjarnan byrjaði einnig að ganga fyrir stjörnuna meira en klukkustund fyrr en vísindamennirnir höfðu gert ráð fyrir. Það telja vísindamennirnir geta skýrst af þyngdaráhrifum tungls á braut um hana. Það frávik gæti einnig skýrst af annarri reikistjörnu í sólkerfinu. Hubble fann hins vegar engar vísbendingar um fleiri reikistjörnur. Stærð tunglsins er óvenjuleg og gæti hún leitt til þess að stjörnufræðingar þurfi að endurskoða kenningar sínar um hvernig sólkerfi þróast og hvernig tungl myndast í þeim. Vísindi Tengdar fréttir Afkastamesti fjarreikistjörnukönnuðurinn nálgast endalokin Kepler-geimsjónaukinn er kominn í dvala á meðan gögnum sem hann hefur safnað er hlaðið niður. Eldsneyti hans er að þrotum komið. 10. júlí 2018 10:15 Gervigreind fann sólkerfi með átta reikistjörnur Búið er að finna jafningja sólkerfis okkar. 14. desember 2017 23:05 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Tveir stjörnufræðingar telja sig hafa fundið sterkar vísbendingar um risavaxið tungl á braut um reikistjörnu í öðru sólkerfi. Verði uppgötvunin staðfest er þetta fyrsta tunglið sem menn hafa komið auga á utan sólkerfisins okkar. Tunglið er engin smásmíði en stærð þess er fordæmalaus í sólkerfinu okkar. Það er sagt sambærilegt að þvermáli og ísrisinn Neptúnus. Það er að finna í sólkerfi sem er í um átta þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni. Móðurreikistjarnan er einnig tröllvaxin. Hún er gasrisi sem er nokkrum sinnum massameiri en Júpíter, stærsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar. Saman ganga hnettirnir á braut um móðurstjörnu sína sem er talin rétt innan svonefnds lífbeltis hennar. Vísindamenn komust fyrst á spor tunglsins þegar Kepler-geimsjónaukinn beindi linsu sinni í átt að fjarreikistjörnunni Kepler-1625b í fyrra. Það voru svo tveir stjörnufræðingar við Kólumbíuháskóla í New York sem notuðu Hubble-geimsjónaukann til þess að litast frekar um eftir mögulegu tungli, að því er segir í frétt á vef Hubble-sjónaukans. Enginn hægðarleikur er að finna fjarreikistjörnur, hvað þá fjartungl eins og þetta. Reikistjörnurnar eru dimmar og litlar og hverfa í geislandi bjarma móðurstjarna sinna. Stjörnufræðingar koma yfirleitt auga á fjarreikistjörnur með því að skima svæði á himninum og leita að örlitlum breytingum á birtu stjarnanna sem geta verið vísbendingar um reikistjörnur sem ganga fyrir þær frá jörðinni séð. Til þess leggjast vísindamenn yfir gröf sem sýna birtustig stjarnanna. Kepler-geimsjónaukinn hefur fundið þúsundir fjarreikistjarna með þessum hætti. Enn erfiðara er hins vegar að finna fjartungl sem eru enn smærri og skilja enn veikari ummerki eftir sig.Tveir skuggar á skömmum tíma Í leit sinni að tungli á braut um Kepler 1625b fylgdust stjörnufræðingarnir með því þegar reikistjarnan gekk fyrir móðurstjörnuna með Hubble. Þá tóku þeir eftir örlitlum frávikum í ljósinu sem barst frá henni til jarðar. Í ljós kom að þremur og hálfri klukkustund eftir að reikistjarnan hafði gengið fyrir stjörnuna skyggði eitthvað mun minna á stjörnuna. Það gat passað við tungl sem fylgdi í humátt á eftir reikistjörnunni. „Það var sannarlega sláandi augnablik að sjá þetta ljósgraf, hjartað mitt byrjaði að slá örlítið hraðar og ég hélt bara áfram að stara á þetta merki,“ segir David Kipping, annar stjörnufræðinganna. Reikistjarnan byrjaði einnig að ganga fyrir stjörnuna meira en klukkustund fyrr en vísindamennirnir höfðu gert ráð fyrir. Það telja vísindamennirnir geta skýrst af þyngdaráhrifum tungls á braut um hana. Það frávik gæti einnig skýrst af annarri reikistjörnu í sólkerfinu. Hubble fann hins vegar engar vísbendingar um fleiri reikistjörnur. Stærð tunglsins er óvenjuleg og gæti hún leitt til þess að stjörnufræðingar þurfi að endurskoða kenningar sínar um hvernig sólkerfi þróast og hvernig tungl myndast í þeim.
Vísindi Tengdar fréttir Afkastamesti fjarreikistjörnukönnuðurinn nálgast endalokin Kepler-geimsjónaukinn er kominn í dvala á meðan gögnum sem hann hefur safnað er hlaðið niður. Eldsneyti hans er að þrotum komið. 10. júlí 2018 10:15 Gervigreind fann sólkerfi með átta reikistjörnur Búið er að finna jafningja sólkerfis okkar. 14. desember 2017 23:05 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Afkastamesti fjarreikistjörnukönnuðurinn nálgast endalokin Kepler-geimsjónaukinn er kominn í dvala á meðan gögnum sem hann hefur safnað er hlaðið niður. Eldsneyti hans er að þrotum komið. 10. júlí 2018 10:15
Gervigreind fann sólkerfi með átta reikistjörnur Búið er að finna jafningja sólkerfis okkar. 14. desember 2017 23:05